Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 48

Andvari - 01.01.2010, Side 48
46 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Pétur Magnússon, bankastjóri og varaformaður flokksins, kenndi heilsubrests vorið 1948 og leitaði sér lækninga í Bandaríkjunum, þar sem hann lést 26. júní. Tók Björn Ólafsson þá sæti hans á þingi. Daginn áður en Pétur lést, var lands- fundur Sjálfstæðisflokksins settur á Akureyri. Bjarni Benediktsson var kjörinn varaformaður í stað Péturs. Einn nánasti samverkamaður Björns Ólafssonar, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis, flutti ræðu á fundinum 27. júní, þar sem hann mæltist til sátta í flokknum. Þegar hann hafði lokið máli sínu, stóð Ólafur Thors upp og mælti: „Kristján Guðlaugsson hefur rétt fram sáttarhönd. Ég segi: Hér er önnur.“ Tókust þeir í hendur og voru hylltir af fundarmönnum.117 Björn Ólafsson var því þingmaður, þegar ákveðið var 30. mars 1949 að ganga til samstarfs við grannþjóð- irnar í sérstöku varnarbandalagi, Norður-Atlantshafsbandalaginu, þar sem Bandaríkjamenn höfðu ótvíræða forystu. Sætti hann eins og aðrir þingmenn grjótkasti af Austurvelli þann dag. En lífið var ekki aðeins barátta. Björn stundaði um árabil veiðar í Kjarrá ásamt vini sínum og viðskiptafélaga, Vilhjálmi Þór. „Þeir voru á yfirborðinu þurrir á manninn, en mjög vinsamlegir í návígi,“ sagði Sigurður Líndal, sem var menntaskólanemi á fimmta áratug og aðstoðar- og leiðsögumaður þeirra á sumrin í Kjarrá.118 9. Framsóknarmenn slitu samstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk sumarið 1949, og var kosið til þings þá um haustið. Sjálfstæðismenn í Reykjavík áttu úr vöndu að ráða, þegar velja skyldi frambjóðendur. Þeir mundu baráttuna milli fylgismanna Bjarna Benediktssonar og Björns Ólafssonar frá 1946, sem lokið hafði með því, að Björn hafði fallið um sæti vegna útstrikana. Einnig var talið sjálfsagt, að Gunnar Thoroddsen, sem nú var orðinn borgarstjóri í Reykjavík, fengi öruggt sæti á listanum. Ólafur Thors taldi, að Björn Ólafsson myndi bjóða fram sérlista, fengi hann ekki einnig öruggt sæti á listanum. Hann hefði meira fylgi en 1946 vegna „flutnings ómerkilegra, en vinsælla tillagna á þingi (sem enginn okkar gat flutt)“, eins og Ólafur skrifaði bróður sínum, Thor Thors. Með því átti Ólafur eflaust við það, að Björn hafði lagt til á þingi, að dregið yrði úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri lands- manna og afnumið nefndavald, hafta og skammtana, sem þá var talið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.