Andvari - 01.01.2010, Page 48
46
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Einn þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, Pétur Magnússon,
bankastjóri og varaformaður flokksins, kenndi heilsubrests vorið 1948
og leitaði sér lækninga í Bandaríkjunum, þar sem hann lést 26. júní. Tók
Björn Ólafsson þá sæti hans á þingi. Daginn áður en Pétur lést, var lands-
fundur Sjálfstæðisflokksins settur á Akureyri. Bjarni Benediktsson var
kjörinn varaformaður í stað Péturs. Einn nánasti samverkamaður Björns
Ólafssonar, Kristján Guðlaugsson, ritstjóri Vísis, flutti ræðu á fundinum
27. júní, þar sem hann mæltist til sátta í flokknum. Þegar hann hafði
lokið máli sínu, stóð Ólafur Thors upp og mælti: „Kristján Guðlaugsson
hefur rétt fram sáttarhönd. Ég segi: Hér er önnur.“ Tókust þeir í hendur
og voru hylltir af fundarmönnum.117 Björn Ólafsson var því þingmaður,
þegar ákveðið var 30. mars 1949 að ganga til samstarfs við grannþjóð-
irnar í sérstöku varnarbandalagi, Norður-Atlantshafsbandalaginu, þar
sem Bandaríkjamenn höfðu ótvíræða forystu. Sætti hann eins og aðrir
þingmenn grjótkasti af Austurvelli þann dag. En lífið var ekki aðeins
barátta. Björn stundaði um árabil veiðar í Kjarrá ásamt vini sínum
og viðskiptafélaga, Vilhjálmi Þór. „Þeir voru á yfirborðinu þurrir á
manninn, en mjög vinsamlegir í návígi,“ sagði Sigurður Líndal, sem
var menntaskólanemi á fimmta áratug og aðstoðar- og leiðsögumaður
þeirra á sumrin í Kjarrá.118
9.
Framsóknarmenn slitu samstarfinu við Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk
sumarið 1949, og var kosið til þings þá um haustið. Sjálfstæðismenn
í Reykjavík áttu úr vöndu að ráða, þegar velja skyldi frambjóðendur.
Þeir mundu baráttuna milli fylgismanna Bjarna Benediktssonar og
Björns Ólafssonar frá 1946, sem lokið hafði með því, að Björn hafði
fallið um sæti vegna útstrikana. Einnig var talið sjálfsagt, að Gunnar
Thoroddsen, sem nú var orðinn borgarstjóri í Reykjavík, fengi öruggt
sæti á listanum. Ólafur Thors taldi, að Björn Ólafsson myndi bjóða
fram sérlista, fengi hann ekki einnig öruggt sæti á listanum. Hann hefði
meira fylgi en 1946 vegna „flutnings ómerkilegra, en vinsælla tillagna
á þingi (sem enginn okkar gat flutt)“, eins og Ólafur skrifaði bróður
sínum, Thor Thors. Með því átti Ólafur eflaust við það, að Björn hafði
lagt til á þingi, að dregið yrði úr íhlutun ríkisins í atvinnurekstri lands-
manna og afnumið nefndavald, hafta og skammtana, sem þá var talið