Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 49

Andvari - 01.01.2010, Side 49
ANDVARI BJÖRN ÓLAFSSON 47 nauðsynlegt. Fékk Ólafur Thors því ráðið, að Bjarni var í efsta sæti og Björn næstur honum, þá Jóhann Hafstein og Gunnar Thoroddsen. Véku þeir Hallgrímur Benediktsson og Sigurður Kristjánsson af þingi. Mánudagsbladip skrifaði í svipmyndum af frambjóðendum í kosning- unum: „Björn Ólafsson er dugnaðarmaður og Ijúfmenni í viðkynningu, en hvernig sem á því stendur, hefur hann lengi verið fremur óvinsæll í Reykjavík, einkum eftir setu sína í utanþingsstjórninni 1942-1944.“’19 Ólafur Thors sagði líka Thor, bróður sínum, að Björn Ólafsson væri óvinsæll, en „mér er fremur vel við hann eins og þér“.120 Eftir kosningar tókst ekki að mynda meirihlutastjórn, og myndaði Ólafur Thors þá minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins 6. desember 1949. Þar var Björn Ólafsson fjármála- og viðskiptamálaráðherra, Bjarni Benediktsson utanríkis- og dómsmálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson atvinnumálaráðherra og Jón Pálmason á Akri landbúnaðarráðherra. Magnús Gíslason var sem fyrr ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, en Þórhallur Ásgeirsson var nú orðinn ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðu- neytinu. Fyrr á árinu hafði dr. Benjamín H. J. Eiríksson, hagfræðingur hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, verið fenginn til að skrifa skýrslu um efnahagsmál á íslandi, og hafði hann lagt til, að gengi krónunnar yrði fellt, en losað um höft á innflutningi og gjaldeyri. Minnihlutastjórn Olafs Thors fékk Benjamín til landsins, og undirbjuggu þeir Benjamín og Ólafur Björnsson hagfræðiprófessor löggjöf, sem miðaði að því að minnka innflutningshöft. Kom það í hlut Björns Ólafssonar að mæla fyrir tillögum þeirra á Alþingi.121 Vantraust var hins vegar samþykkt á minnihlutastjórnina á útmánuðum 1950. Sagði hún af sér 2. mars 1950, og tók við mikið þóf á Alþingi. Framsóknarmenn neituðu enn að sætta sig við stjórnarforystu Ólafs Thors vegna „eiðrofsmálsins“ frá 1942. Stefndi aftur í utanþingsstjórn, sem Sveinn Björnsson hafði beðið Vilhjálm Þór um að mynda. Þá unnu sjálfstæðismenn það til stjórnarmyndunar með Framsókn- arflokknum, að framsóknarmaður yrði forsætisráðherra, Steingrímur Steinþórsson, sem þá var forseti Sameinaðs þings. Myndaði hann sam- steypustjórn þessara tveggja flokka 14. mars 1950. Var Björn Ólafsson þar mennta- og viðskiptamálaráðherra, en fór einnig með flugmál og Póst- og símamál. Aðrir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru Ólafur Thors atvinnumálaráðherra og Bjarni Benediktsson utanríkis- og dómsmála- ráðherra. Framkvæmdi sú ríkisstjórn í meginatriðum þær tillögur, sem vantraust hafði verið samþykkt á minnihlutastjórn Ólafs Thors fyrir að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.