Andvari - 01.01.2010, Page 52
50
HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON
ANDVARI
Björn Ólafsson þótti mjög reglusamur ráðherra. Hann var til dæmis
ætíð stundvís. Það þótti því í frásögur færandi, þegar hann kom eitt sinn
furðuseint til ríkisráðsfundar á Bessastöðum:
Skýringin var sú, að hann hafði séð lítinn strák við veginn, sem átti í miklum
erfiðleikum með hjólið sitt og var orðinn örvæntingarfullur. Tók það Björn
langan tíma að hjálpa stráknum, svo að hann kæmist leiðar sinnar. Björn hafði
verið íþróttamaður og var vörpulegur á velli.127
Eggert Stefánsson söngvari, sem var góðkunningi Björns, var hins
vegar ekki alltaf ánægður með hann. Eitt sinn kom Eggert hinn reið-
asti til Magnúsar Helgasonar iðnrekanda, eftir að hann hafði verið í
menntamálaráðuneytinu og Björn hafnað einhverju þjóðráði frá honum.
Magnús varði Björn og sagðist ekki vita betur en Björn væri fyrirmynd-
ar embættismaður. Þá sagði Eggert: „Satt er það, að allt er í röð og
reglu á skrifborðinu hjá honum. Hann svarar bréfum á réttum tíma og
afgreiðir menn, sem eiga erindi við hann. Hann er sem sé fyrsta flokks
kontóristi, en ekki stjórnmálamaður fyrir fimm aura!“128
Björn Ólafsson varð í ráðherratíð sinni 1950-1953 að taka af skarið
í tveimur erfiðum málum undirmanna sinna. Annað var, að sem sam-
gönguráðherra sagði hann Erling Ellingsen, verkfræðingi og flugmála-
stjóra, upp stöðu sinni 15. september 1950. Hin raunverulega ástæða
til uppsagnarinnar var, að Erling var yfirlýstur og harðskeyttur komm-
únisti. Ekki var talið óhætt að hafa slíkan mann í stöðu flugmálastjóra,
eftir að Kóreustríðið var skollið á í Austurálfu og ófriðarblikur á lofti í
Norðurálfu. Erling var hins vegar aðeins tilkynnt, að fyrirhugað væri að
leggja niður stöðu hans. Höfðaði hann mál gegn ríkinu og fékk dæmdar
nokkrar skaðabætur, 85 þúsund krónur, vegna þeirrar röskunar, sem
orðið hefðu á högum hans, án þess að sannaðar hefðu verið á hann
neinar sakir.129 Hitt málið var, að sem menntamálaráðherra samdi Björn
í ársbyrjun 1953 við Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra um starfslok, en
Jónas hafði orðið uppvís að fjármálaóreiðu.130 Auglýsti hann embætti
útvarpsstjóra laust til umsóknar. Þegar umsóknarfrestur var liðinn,
spurði Birgir Thorlacius Björn, hvort ekki væri rekinn við hann áróður
fyrir einstökum umsækjendum. „Ég er búinn að venja menn af því!“
svaraði Björn og glotti.131 Skipaði hann Vilhjálm Þ. Gíslason útvarps-
stjóra í stað Jónasar.132
Sveinn Björnsson forseti lést í janúar 1952, og komu stjórnarflokk-
arnir tveir sér saman um framboð aldraðs heiðursmanns, séra Bjarna