Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 52

Andvari - 01.01.2010, Síða 52
50 HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON ANDVARI Björn Ólafsson þótti mjög reglusamur ráðherra. Hann var til dæmis ætíð stundvís. Það þótti því í frásögur færandi, þegar hann kom eitt sinn furðuseint til ríkisráðsfundar á Bessastöðum: Skýringin var sú, að hann hafði séð lítinn strák við veginn, sem átti í miklum erfiðleikum með hjólið sitt og var orðinn örvæntingarfullur. Tók það Björn langan tíma að hjálpa stráknum, svo að hann kæmist leiðar sinnar. Björn hafði verið íþróttamaður og var vörpulegur á velli.127 Eggert Stefánsson söngvari, sem var góðkunningi Björns, var hins vegar ekki alltaf ánægður með hann. Eitt sinn kom Eggert hinn reið- asti til Magnúsar Helgasonar iðnrekanda, eftir að hann hafði verið í menntamálaráðuneytinu og Björn hafnað einhverju þjóðráði frá honum. Magnús varði Björn og sagðist ekki vita betur en Björn væri fyrirmynd- ar embættismaður. Þá sagði Eggert: „Satt er það, að allt er í röð og reglu á skrifborðinu hjá honum. Hann svarar bréfum á réttum tíma og afgreiðir menn, sem eiga erindi við hann. Hann er sem sé fyrsta flokks kontóristi, en ekki stjórnmálamaður fyrir fimm aura!“128 Björn Ólafsson varð í ráðherratíð sinni 1950-1953 að taka af skarið í tveimur erfiðum málum undirmanna sinna. Annað var, að sem sam- gönguráðherra sagði hann Erling Ellingsen, verkfræðingi og flugmála- stjóra, upp stöðu sinni 15. september 1950. Hin raunverulega ástæða til uppsagnarinnar var, að Erling var yfirlýstur og harðskeyttur komm- únisti. Ekki var talið óhætt að hafa slíkan mann í stöðu flugmálastjóra, eftir að Kóreustríðið var skollið á í Austurálfu og ófriðarblikur á lofti í Norðurálfu. Erling var hins vegar aðeins tilkynnt, að fyrirhugað væri að leggja niður stöðu hans. Höfðaði hann mál gegn ríkinu og fékk dæmdar nokkrar skaðabætur, 85 þúsund krónur, vegna þeirrar röskunar, sem orðið hefðu á högum hans, án þess að sannaðar hefðu verið á hann neinar sakir.129 Hitt málið var, að sem menntamálaráðherra samdi Björn í ársbyrjun 1953 við Jónas Þorbergsson útvarpsstjóra um starfslok, en Jónas hafði orðið uppvís að fjármálaóreiðu.130 Auglýsti hann embætti útvarpsstjóra laust til umsóknar. Þegar umsóknarfrestur var liðinn, spurði Birgir Thorlacius Björn, hvort ekki væri rekinn við hann áróður fyrir einstökum umsækjendum. „Ég er búinn að venja menn af því!“ svaraði Björn og glotti.131 Skipaði hann Vilhjálm Þ. Gíslason útvarps- stjóra í stað Jónasar.132 Sveinn Björnsson forseti lést í janúar 1952, og komu stjórnarflokk- arnir tveir sér saman um framboð aldraðs heiðursmanns, séra Bjarna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.