Andvari - 01.01.2010, Page 61
JÓN KARL HELGASON
Dómsdagsmynd Gunnars
Gunnarssonar
Trúarleg og persónuleg minni í Vikivaka
Skáldsagan Vikivaki (1932) eftir Gunnar Gunnarsson segir frá rithöfundi,
ekkjumanninum Jaka Sonarsyni, sem fæst við skriftir á Fokstöðum, af-
skekktu sveitasetri í heiðarbyggð á íslandi. Á nýársnótt rísa tólf framliðnir
einstaklingar, ásamt fáeinum húsdýrum, upp úr gröfum sínum í kirkjugarði
skammt frá húsinu og gera sig heimakomna hjá höfundinum sem glímir næstu
misserin við að skrá niður sögur gestanna og annál þessarar heimsóknar. Á
undanförnum árum og áratugum hefur sagan gjarnan verið túlkuð sem eins
konar dæmisaga um samband rithöfundar við persónur sínar. Hægt er að setja
hana í alþjóðlegt samhengi svokallaðra sögusagna (fr. méta-littératuré), það
er skáldverka sem varpa Ijósi á stöðu sína sem skáldskapar, og bera saman við
erlend samtímaverk á borð við leikritið Sex persónur leita höfundar (1921)
eftir ítalska skáldið Luigi Pirandello.' En þar með er ekki öll sagan sögð. Eins
og í fleiri verkum sínum vinnur höfundurinn með trúarleg minni í Vikivaka á
afar persónulega hátt. Hér á eftir verður hugað að tveimur þessara minna og
tengslum sögunnar við ævi Gunnars sjálfs.
Lúðrablástur og himnastigi
Atburðirnir á Fokstöðum eru rammaðir inn af tveimur þekktum biblíutákn-
um, lúðrunum sem boða komu dómsdags og Jakobsstiganum sem liggur frá
jörðu til himins. Ástæða þess að líkin rísa upp úr gröfum sínum í upphafi sög-
unnar er að Jaki hefur kveikt á áramótadagskrá erlendrar útvarpsstöðvar og
er með opna glugga á húsi sínu. Maður flytur erindi í útvarpinu en þegar því
lýkur gjalla horn. „Ég þóttist vita að það væri lúðrar,“ skrifar Jaki sem gengið
hefur út í nóttina til að virða norðurljósin fyrir sér. „Mér fannst ég meira að
segja geta greint tvo tóna, sem þó hljómuðu ekki saman; ef til vill höfðu blás-
ararnir hlaupið yfir æfingu.“2 í kjölfarið heyrast köll utan úr myrkrinu og fyrr
en varir birtast fyrir augum hans þokuhnoðrar sem umbreytast smám saman