Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 61

Andvari - 01.01.2010, Síða 61
JÓN KARL HELGASON Dómsdagsmynd Gunnars Gunnarssonar Trúarleg og persónuleg minni í Vikivaka Skáldsagan Vikivaki (1932) eftir Gunnar Gunnarsson segir frá rithöfundi, ekkjumanninum Jaka Sonarsyni, sem fæst við skriftir á Fokstöðum, af- skekktu sveitasetri í heiðarbyggð á íslandi. Á nýársnótt rísa tólf framliðnir einstaklingar, ásamt fáeinum húsdýrum, upp úr gröfum sínum í kirkjugarði skammt frá húsinu og gera sig heimakomna hjá höfundinum sem glímir næstu misserin við að skrá niður sögur gestanna og annál þessarar heimsóknar. Á undanförnum árum og áratugum hefur sagan gjarnan verið túlkuð sem eins konar dæmisaga um samband rithöfundar við persónur sínar. Hægt er að setja hana í alþjóðlegt samhengi svokallaðra sögusagna (fr. méta-littératuré), það er skáldverka sem varpa Ijósi á stöðu sína sem skáldskapar, og bera saman við erlend samtímaverk á borð við leikritið Sex persónur leita höfundar (1921) eftir ítalska skáldið Luigi Pirandello.' En þar með er ekki öll sagan sögð. Eins og í fleiri verkum sínum vinnur höfundurinn með trúarleg minni í Vikivaka á afar persónulega hátt. Hér á eftir verður hugað að tveimur þessara minna og tengslum sögunnar við ævi Gunnars sjálfs. Lúðrablástur og himnastigi Atburðirnir á Fokstöðum eru rammaðir inn af tveimur þekktum biblíutákn- um, lúðrunum sem boða komu dómsdags og Jakobsstiganum sem liggur frá jörðu til himins. Ástæða þess að líkin rísa upp úr gröfum sínum í upphafi sög- unnar er að Jaki hefur kveikt á áramótadagskrá erlendrar útvarpsstöðvar og er með opna glugga á húsi sínu. Maður flytur erindi í útvarpinu en þegar því lýkur gjalla horn. „Ég þóttist vita að það væri lúðrar,“ skrifar Jaki sem gengið hefur út í nóttina til að virða norðurljósin fyrir sér. „Mér fannst ég meira að segja geta greint tvo tóna, sem þó hljómuðu ekki saman; ef til vill höfðu blás- ararnir hlaupið yfir æfingu.“2 í kjölfarið heyrast köll utan úr myrkrinu og fyrr en varir birtast fyrir augum hans þokuhnoðrar sem umbreytast smám saman
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.