Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 75

Andvari - 01.01.2010, Blaðsíða 75
ANDVARI AÐKOMUMAÐUR í ÍSLANDSSÖGUNNI 73 Jörundur og valdatíð hans á Islandi Jörundur fæddist árið 1780. Hann komst ungur að árum í siglingar á bresk- um kaupskipum og öðlaðist þar verðmæta siglingareynslu og sigldi m.a. alla leið til Ástralíu. Jörundur dvaldi í Kaupmannahöfn þegar Bretar gerðu árás á borgina í september 1807 og í kjölfarið var hann gerður að skipherra á danska víkingaskipinu Admiral Juul. Hann var tekinn höndum af Bretum í mars 1808 og var þá fluttur til London þar sem hann komst í kynni við enska kaupmann- inn Samuel Phelps. Phelps hugðist sigla til íslands með viðskipti í huga og réð Jörund sem túlk í ferðinni. Þeir komu til landsins í júní 1809 (Jörundur hafði áður komið til landsins í janúar sama ár). Stiftamtmaður, Trampe greifi, bann- aði íslendingum hins vegar að versla við Phelps svo Phelps ákvað að handtaka Trampe og lét Jörund um að stjórna landinu í staðinn. Jörundur reyndist vera afar áhugasamur stjórnandi og vildi ná fram ýmsum umbótum í landsmálum og lýsti því meðal annars yfir að ísland væri „laust og liðugt frá Danmerkur ríkisráðum.“ Jörundur skipaði nýja embættismenn, náðaði fanga, réð menn í lífvarðasveit sína, lét gera virki við höfnina, reið norður í land til að kanna fylgi sitt og dró upp nýjan fána fyrir landið.12 Eftir nokkurra vikna valdatíð kom enskur skipherra til landsins sem furðaði sig á þessu uppátæki Jörundar og Phelps, sem var í engu samkvæmt boðum breskra yfirvalda, handtók þá og endurreisti stjórn Danakonungs.13 Jörundur átti síðar ævintýralegan feril sem njósnari, landkönnuður, afbrotamaður, fangi og lögregluþjónn og bjó lengst af á Tasmaníu þar sem hann lést árið 1841. Samtímaheimildir sumarið 1809 Strax og atburðirnir sumarið 1809 áttu sér stað var ljóst að menn höfðu mis- jafnar skoðanir á Jörundi og aðgerðum hans, enda kom valdatakan eins og þruma úr heiðskíru lofti og menn voru ekki vissir hvort Jörundur væri einn á ferð eða hvort hann hefði stuðning breskra stjórnvalda. Þessi óvissa um stöðu Jörundar sést ef til vill einna best á því hvað honum gekk illa að fá Islendinga til að taka að sér embætti í hinu nýja stjórnkerfi landsins enda ótt- uðust menn viðbrögð danskra stjórnvalda ef allt færi á versta veg.14 Jörundur kemur við sögu í ýmsum samtímaheimildum frá sumrinu 1809, til dæmis í ítarlegri ritgerð sem Gunnlaugur Briem sýslumaður skrifaði í lok júlí 1809, en Gunnlaugur ákvað að segja af sér frekar en að styðja Jörund og rökstyður hann það ítarlega í ritgerðinni, þar sem hann talar um „hinn afar kynlega herra Jörgen Jörgensen“ og telur það ósiðlegt, óviturlegt og ósæmilegt að taka að sér starf sem stríddi gegn vilja Danakonungs.15 Þá er í handritadeild Landsbókasafns varðveitt dagbók Gunnars Gunnarssonar biskupssveins frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.