Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 76

Andvari - 01.01.2010, Page 76
74 BRAGI ÞORGRÍMUR ÓLAFSSON ANDVARI sumrinu 1809, en hann þýddi auglýsingar Jörundar á íslensku og hélt dag- bók yfir gjörðir hans, en í þeim tók hann þó ekki beina afstöðu til aðgerð- anna.16 Eitt þekktasta bréfið frá valdatíma Jörundar er líklega bréf sem Jón Guðmundsson, sýslumaður í Vestur-Skaftafellssýslu, skrifaði honum 10. ágúst um sumarið þar sem hann fordæmir gjörðir Jörundar, þúar hann og hótar honum öllu illu ef hann skyldi voga sér að koma í umdæmi sitt. Reyndar er óvíst hvort Jörundur hafi nokkurn tíma séð bréfið, en af því eru mörg afrit í handritadeild Landsbókasafns.17 Fyrri hluti 19. aldar: hörð eftirmœli Ef litið er á heimildir frá fyrri hluta 19. aldar má ef til vill segja að íslendingar hafi dauðskammast sín fyrir að láta byltingu Jörundar fram ganga. í íslenskum sagnablöðum árið 1818 var fullyrt að flestum, ef ekki öllum, íslendingum hafi líkað stórilla við uppátæki Jörundar, og að athafnir hans hafi verið „grátlegt narraspil.“18 Danir fjölluðu að sjálfsögðu um Jörund og athafnir hans, meðal annars í Kjöbenhavnsposten árið 1832 þar sem skrifað var um íslendinga á miður jákvæðan hátt.19 Finnur Magnússon prófessor skrifaði grein í blaðið, varði gjörðir landa sinna og sagði að öll þjóðin bæri heiftarhug til Jörundar: athæfi hans væri svo fjarstæðukennt að nær væri að kalla það heimskuleg bernskubrek frekar en valdarán!20 Jón Espólín fjallaði um Jörund í Arbókum sínum, en í 11. deild þeirra sem kom út 1854, var ítarlega fjallað um bylt- inguna. Frásögn Jóns snýst að miklu leyti um vandræðagang Jörundar við að fá menn til liðs við sig, ógnandi tilburði hans og þær óblíðu móttökur sem hann fékk á ferðum sínum norður í land.21 Af frásögninni að dæma má ætla að valdatíð Jörundar hafi verið vanhugsað og mislukkað valdabrölt sem ein- kenndist af ógnandi framkomu hans, en í nafnaskrá er hann titlaður sem „upp- reisnarmaður“. Þessi frásögn Jóns er í samræmi við annála frá fyrri hluta ald- arinnar þar sem Jörundur kemur við sögu (enda átti Jón nokkurn þátt í þeim). I Húnvetningasögu er þannig sagt frá hinu „óvirðulega ofurvaldi“ Jörundar sumarið 1809 og raktar aðgerðir hans, sérstaklega þar sem hann hótar að beita ofbeldi. Loks segir að það eina sem hindraði alþýðu að rísa upp á móti Jörundi, hafi verið sú trú manna að Phelps hafi fengið forræði yfir landinu og að Danir myndu ekki reyna að ná því aftur.22 í Sögufrá Skagfirðingum er stuttlega greint frá norðurreið Jörundar og ofbeldishótunum hans þegar hann heimtaði hesta af heimamönnum og sagt að flestum hafi líkað það vel þegar honum var vikið frá völdum.2-1 Björn Bjarnason ber Jörundi ekki vel söguna í Brandsstaðaannál, kallar Jörund landráðamann og aðgerðir hans „kátlega stjórnarbyltingu.“24 Það vekur nokkra athygli að í þessum annálum, sem allir eru ritaðir á fyrri
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.