Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 80

Andvari - 01.01.2010, Síða 80
78 BRAGI ÞORGRÍMUR ÓLAFSSON ANDVARI Doktorsritgerð Helga P. Briem ítarleg úttekt á valdatíð Jörundar kom ekki út fyrr en árið 1936 með doktors- ritgerð Helga P. Briem, Byltingin 1809:43 Helgi hafði árum saman starfað sem viðskiptafulltrúi Islendinga á erlendri grund, en á námsárum sínum bæði í Englandi og Danmörku hafði hann viðað að sér upplýsingum úr skjalasöfnum um Jörund og aðgerðir hans hér á landi og vann úr þeim ítarlegt rit. Bókinni var vel tekið og fullyrt var að fá sagnfræðirit frá þessum árum hefðu náð jafn almennum vinsældum meðal landsmanna.44 Helgi lagði hana fram til dokt- orsvarnar við Háskóla íslands og fór hún fram í lestrarsal Landsbókasafns í apríl 1938. Vörnin tók alls 5 klukkustundir en andmælendurnir, Árni Pálsson og Þorkell Jóhannesson, fjölluðu ítarlega um ritið og að auki Guðbrandur Jónsson úr sal. Bók Helga líkist nokkuð bók Jóns Þorkelssonar frá 1892 að því leyti að þar eru birtar ótal margar frumheimildir um aðgerðir Jörundar í löngu máli, en Helgi leitaði víða fanga og tekst honum að setja saman vandaða frásögn af atburðunum 1809 á rúmum 500 blaðsíðum. Hann virðist ekki hafa verið bundinn af takmörkuðu plássi og getur því rakið atburðina sumarið 1809 í smáatriðum. Bókin hefst á afleiðingum Napóleonsstríðanna og þá sérstaklega um hömlur sem settar voru á verslun á milli landa. Helgi rekur forsöguna svo ítarlega að Jörundur kemur ekki til sögu fyrr en á blaðsíðu 64 og umfjöllunin um valdatökuna sjálfa hefst á bls. 148. Atburðarásin er rakin frá degi til dags eftir öllum tiltækum heimildum, sem Helgi birtir sums staðar í fullri lengd til að undirstrika mál sitt. Hann vísar í fjölmarga fræðimenn og sagnaritara og rýnir vandlega í heimildir og bendir á ef hann telur að dagsetning þeirra sé ekki rétt eða að menn hafi ruglast að einhverju leyti.45 Ýmis konar auka- atriði fylgja með frásögninni, svo sem lýsing á matborði Olafs Stefánssonar í Viðey þegar Jörundur, Hooker og Phelps heimsóttu hann og fær sú lýsing tæpa blaðsíðu - enda hefur hún ótvírætt heimilda- og skemmtanagildi (bls. 199). Mikið hefur því verið vísað í rit Helga í áranna rás, enda ósennilegt að rækilegri heimildaúttekt á byltingunni muni nokkurn tíma koma fram, eins og Anna Agnarsdóttir prófessor hefur bent á.46 Helgi leggur ekki beint sögulegt mat á aðgerðir Jörundar sem slíkar, heldur einbeitir sér að því að færa þjóðréttarleg rök fyrir því að landið hafi í raun verið sjálfstætt og fullvalda ríki á tíma Jörundar. „Ég er ekki að rita nýja sögu Jörundar hundadagakóngs,“ segir Helgi í formála bókarinnar og bætir við: „Rit þetta er tilraun til þess að rekja sögu hins skammvinna lýðveldis á Islandi á árinu 1809 og meta það, hvernig menn brugðust við því inn- anlands og utan, en sögu Jörgensens eingöngu að því leyti, er hún snertir sögu lýðveldisins."47 Hér ber að hafa í huga að bókin var skrifuð á ólgutímum í samskiptum íslands og Danmerkur og þar var Helgi framarlega í flokki
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.