Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 81

Andvari - 01.01.2010, Side 81
andvari AÐKOMUMAÐUR í ÍSLANDSSÖGUNNI 79 en á langri starfsævi sinni innan stjórnkerfisins vann hann meðal annars ötullega að utanríkisviðskiptum íslendinga og stuðlaði að því að íslendingar tækju utanríkismálin í eigin hendur. Þessi baráttuandi fyrir sjálfstæði lands- ins kemur fram á nokkrum stöðum í bókinni. Hann fjallar til dæmis um þau fleygu orð Jörundar að „allur danskur myndugleiki er upphafinn“ á þann hátt að Jörundur hafi „séð inn í fyrirheitna landið“ um sjálfstæði íslands og þó að landsmenn hafi á sínum tíma gert lítið úr aðgerðum Jörundar, þá hafi þeir síðar á öldinni verið komnir „úr eyðimerkurgöngu sinni“ þegar sjálfstæðisbar- áttan var hafin af fullum krafti.48 Lengri gerð verksins kom út sama ár undir titlinum Sjálfstœði íslands 1809 þar sem tæplega fimmtíu blaðsíðna hluta var bætt við.49 Þar færir Helgi frekari þjóðréttarleg rök fyrir því að ísland hafi í raun verið sjálfstætt á byltingartíma Jörundar og endar hann bókina á þessari setningu sem hann skáletrar í lokin: „Hversu vandfýsnir sem menn vilja vera og hversu gagnrýnisfullir, virðist því sem það sé óhjákvæmileg niðurstaða, að ísland hafi orðið frjálst og sjálfstætt lýðveldi árið 1809.“50 Bók Helga og rök hans fyrir sjálfstæði landsins virðast hafa fallið í góðan jarðveg hjá landsmönnum. Þannig er til dæmis fjallað um bókina í Nýja dag- blaðinu í apríl 1938 og sagt að bókin bregði ljósi á mörg atriði „sem geta skipt verulegu máli í sjálfstæðisbaráttu íslands á næstu árum.“51 Menn voru því greinilega farnir að skrifa um aðgerðir Jörundar af meiri virðingu en áður. Páll Eggert Ólason hafði t.d. ritað um „busl Jörundar Jörgensen“ í fyrsta bindi af ævisögu Jóns Sigurðssonar sem kom út 1929.52 Nokkrum árum eftir útgáfu Helga, eða árið 1943, kom út á íslensku ævisaga Jörundar eftir Rhys Davies í þýðingu Hersteins Pálssonar.53 f ritdómi um bókina segir í Skírni ári síðar að Jörundur hafi þrátt fyrir allt hlotið ákveðna samúð fyrir að taka á „helstu óvinum íslenzkrar alþýðu" nefnilega dönskum einokunarkaupmönnum og „slíta fjötra hins danska valds“ þó það hafi ekki verið nema um stutt skeið.54 Hinn „djarfhuga“ Jörundur * , Arið 1950 kom út sjöunda bindið í ritröðinni Saga Islendinga. Þorkell Jóhannesson prófessor var höfundur þess og var hann mun jákvæðari gagn- vart Jörundi en margir aðrir sagnaritarar höfðu verið fram að þessu. Þorkell lýsir Jörundi sem vel gáfuðum ævintýramanni og á sjó hafi hann reynst „hinn röskasti maður, djarfhuga og skjótur til úrræða.“551 frásögninni er hermt að Jörundur hafi drýgt hetjudáð við björgun skipverja þegar skipið Margaret & Ann brann og sökk við siglingu á leið til Bretlands frá Reykjavík eftir bylt- inguna, og segir Þorkell að Jörundur hafi bjargað skipverjum með miklu snarræði og hugdirfsku og bætt þannig „allmjög“ fyrir syndir sínar.56 Þetta er nokkuð ólíkt því sem Jón Helgason biskup skrifaði til dæmis í Árbœkur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.