Andvari - 01.01.2010, Síða 89
PÁLL BJARNASON
Skáld á biðilsbuxum
Enn um kvennamál Bjarna Thorarensens1
Árið 1811 var Bjarni Thorarensen skipaður dómari í Landsyfirrétti, tæpra 25
ára að aldri. Hann hafði þá dvalist nærri áratug í Kaupmannahöfn og þótti
bera sig að heimsborgarasið í fámenninu í Reykjavík, bæði í klæðaburði og
fasi. Ekki var skrítið þótt alþýða fólks fylgdist með því af forvitni hvar þessi
ungi embættismaður bæri niður í leit að kvonfangi. Ekki voru allar þess verð-
ugar í augum fólks, en margar komu þó til greina. Konuleit Bjarna reynd-
ist hins vegar ekki þrautalaus næsta áratuginn eftir heimkomuna. Talsvert
hefur verið skrafað og skrifað um kvennamál eða kvonbænaraunir Bjarna
Thorarensens. Hér verður ekki fjölyrt um það sem áður hefur verið skrifað
um þetta efni.2 Alkunna er að Bjarni taldi sig trúlofaðan á árunum 1816-18
Guðrúnu Thorarensen, frænku sinni á Möðruvöllum, og 1819-20 Elínu, dóttur
Stefáns amtmanns Stephensens á Hvítárvöllum, en meiri leynd hefur hvílt yfir
biðilsferðum Bjarna þar á undan.
í bréfi til Bjarna Þorsteinssonar í ágúst 1814 tæpir Bjarni Thorarensen á því
að eittthvað valdi honum ama, hann óttast að verða fyrir söguburði og hleypi-
dómum, en útskýrir ekki málsatvik nánar.3 Jón Helgason prófessor ályktar af
þessu í útgáfu sinni á ljóðmælum Bjarna 1935 að Bjarni „hafi fyrst beðið sér
konu 1814 og verið synjað, en eigi er kunnugt hver það var“.4 Efast má um
að rétt sé skilið því að líklegra er að Bjarni eigi við sama atvik og hann lýsir
gerr í bréfi til Gríms Jónssonar ári síðar, í ágúst 1815. Bjarni segist hafa lent
í „tragikomisku tilfelli“ haustið áður (haustið 1814) þegar bústýra hans vildi
giftast honum en hann vildi ekki. Þetta gekk svo langt að hann „varð að reka
kellingu úr húsinu“ og var „margtalað um þessa affaire“.5 „Kellingin“ var að
vísu innan við fertugt, um það bil 10 árum eldri en Bjarni. Augljóst er að hann
hefur ekki talið hana sér samboðna og sýnir henni enga samúð, en hann hefur
áhyggjur af bæjarslúðrinu og óttast álitshnekki.6
Önnur heimild kemur fremur til álita þegar hugað er að kvonbænum skálds-
ins. Það er kvæðið Hamingjan undir hólnum sem aðeins er til í einu handriti,
eiginhandarriti Bjarna, en kom ekki á prent fyrr en í ljóðasafninu 1935: