Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 105

Andvari - 01.01.2010, Page 105
ANDVARI DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA 103 Þó vissulega megi tala um heimspekilegt inntak þessara ljóða Jóhanns er hæpið að líta á þau sem skýr dæmi um breytingar á lífsskoðunum hans eins og Matthías gerir. Breytingarnar eru óumdeilanlegar en spyrja má hvort þær séu ekki fremur á ljóðstíl en lífssýn. Til skýringar á þeim stakkaskiptum sem skáld- skapur Jóhanns tók er að mínum dómi nærtækara og gagnlegra að fjalla um fagurfræðileg sinnaskipti skáldsins en hugmyndafræðileg. Þá er þess að gæta að ljóðin eru af tagi þess módernisma sem sprottinn er af symbólismanum franska og eiga því heima í ákveðinni ljóðhefð. Yfirlýst stefna þess straums var ópersónuleiki skáldskapar, það er að segja að nærvera skáldsins væri hvergi greinanleg í ljóðinu, skáldið átti að ,eftirláta orðunum frumkvæðið4 eins og Mallarmé orðaði kennisetninguna.17 Annað kennimark slíks ljóðs var að það væri mynd, oft ógagnsæ og margræð, en ekki safn ótvíræðra yfirlýsinga. Og eitt kennimark enn var ákveðin fullkomnunarkrafa. Ég fæ ekki betur séð en ,úrvalsljóð‘ Jóhanns, sem ég kalla hér svo, falli í þennan flokk skáldskapar og það beri að hafa í huga við lestur þeirra og túlkun. Það kemur þó auðvitað ekki í veg fyrir að þau veki mismunandi hugtengsl hjá lesendum, sem munu áfram lesa út úr þeim eða inn í þau hitt og þetta sem þeim dettur í hug. Þessi fagurfræðilegu sinnaskipti Jóhanns eru greinilega tilkomin vegna kynna hans af skáldskap symbólista, en hann stóð með allnokkrum blóma á Norðurlöndum um þessar mundir. * Þriðja ljóðið sem ort er í líkum stíl gæti verið þeirra elst að dómi Jóns Viðars: Odysseifur hinn nýi Svikult er seiðblátt hafið og siglingin afarlöng. - Einn hlustar Odysseifur á óminnisgyðjunnar söng. Marmarahöllin heima - ég húmdökku gluggana sá mæna eins og andvaka augu út á hinn dimmmjúka sjá. Höllin er löngu hrunin og hásætið orpið sand. Það bar enginn kennsl á beinin, sem bylgjan skolaði á land. Ljóðið hefur að yfirvarpi hinar forngrísku sagnir um heimferð Ódysseifs eftir Trójustríðið til Penelópu konu sinnar sem beið hans á eynni íþöku. Margar torfærur voru á þeirri leið, til að mynda tafði gyðjan Kirka hann og menn
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.