Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.2010, Síða 115

Andvari - 01.01.2010, Síða 115
ANDVARI DRAUMSILKI DEGINUM FEGRA 113 * Hér að framan lýsti ég efasemdum um greiningu Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar á atriði sem varðar miklu um skilning á ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar. Hann kvaðst vilja skoða þróun skáldskapar hans í samhengi við breytta lífs- skoðun Jóhanns og „hugmyndaleg einkenni“ þess módernisma sem hann hafi aðhyllst. En hvaða módernisma aðhylltist Jóhann? Það skiptir meginmáli, og niðurstaða mín er sú að kynni Jóhanns af symbólisma fremur en hugmynda- fræðileg sinnaskipti séu undirrót þeirra miklu breytinga sem skáldskapur hans tók á síðari hluta fyrsta áratugar aldarinnar. Þegar rætt hefur verið um módernisma í ljóðagerð hér á landi hefur athygli manna beinst mjög að tveimur stefnum: expressjónisma og súrrealisma. Það gegnir nokkurri furðu því fullyrða má að hér sem annarstaðar í Evrópu voru áhrif symbólismans mun meiri, bæði fyrr á ferð og afdrifaríkari. Að ein- hverju leyti stafar þetta af óhóflega þröngri skilgreiningu á módernisma,42 en einnig er orsökin að líkindum sú að symbólisminn var mjög fjarri því að vera einsleit stefna. Franskur fræðimaður hefur líkt henni við dreka einn sem frá segir í skáldsögu eftir Anatole France. Margir þóttust hafa séð hann en eng- inn treysti sér til að lýsa honum.43 Þá er sjálft heitið óljóst og jafnvel villandi, og þýðingin táknsœisstefna enn frekar. Tákn eru að vísu algeng í skáldskap symbólista en þau eru ekki það sem úrslitum ræður. Höfuðeinkenni symból- ismans felst í breyttri afstöðu til ,raunheimsins‘, enda spratt stefnan í upphafi af andófi við raunsæislegar lýsingar á ytri veruleika. Verkefni skálda verður ekki einkum að lýsa eða endurskapa veruleika sem áður var til heldur að skapa nýjan veruleika og vekja hughrif. Áhersla er lögð á hljómræn og mynd- ræn skynhrif og blöndun skynhrifa og á þann galdur sem með tungumálinu má fremja. Annars er ekki staður hér til að fjalla rækilega um stefnuna sem upprunnin var í Frakklandi á seinnihluta nítjándu aldar og breiddist út um Evrópu og Ameríku, en óhætt er að segja að til hennar má rekja afar margt í ljóðlist tuttugustu aldar. Þetta yfirlit er ekki hugsað sem heildarúttekt á ljóðagerð Jóhanns Sigur- jónssonar og kvæðin átta sem ég hef einkum staldrað við eru ekki einu kvæði hans sem vert er að skoða; markmiðið var einungis að fjalla um þau Ijóð hans sem mestu máli skipta fyrir sögu íslenskrar ljóðlistar og að sýna fram á í hverju hið nýja í skáldskap hans væri fólgið. Ég ætla að leyfa mér að lokum að bæta við nokkrum fullyrðingum. Jóhann Sigurjónsson var einhver mesti völundur íslenskrar skáldskaparsögu. Hann veitti mörgu af því besta í symból- ismanum inn í Ijóðagerð okkar og sjaldan hefur betur verið ort á íslensku en í ljóðum hans „Heimþrá“, „Odysseifur hinn nýi“ og „Bikarinn“, sem prentuð voru í Skírni 1910. Ásamt með „Sorg“ eru þau fyrstu nútímaljóðin sem ort voru á íslensku. Staðhæfingin verður að standa án rökstuðnings því skýlaus og óumdeilanleg skilgreining á fyrirbærinu nútímaljóð er tálsýn. Yfirleitt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.