Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 123

Andvari - 01.01.2010, Side 123
ANDVARI AÐ VERÐA AÐ ALVÖRU MANNI 121 hafi komið með bókina frá Ameríku en hún hafi ekki sést áður á íslandi. Upphaflega var Pinocchio skrifuð árið 1883 af C. Collodi en það mun vera dulnefni ítalska rithöfundarins Carlos Lorenzini. Bókin kom út í íslenskri þýðingu Hallgríms Jónssonar árið 1922 og bar heitið Gosi. Æfintýri gerfipilts. Bókin er 214 blaðsíður í fremur litlu broti og er boðskapur sögunnar í meg- indráttum sá sami og við þekkjum frá seinni tíð en í mun flóknari útfærslu, sem sagt sá að það fer illa fyrir drengjum sem ekki vilja fara í skóla og læra, hafa vanið sig á að ljúga og nenna ekki að vinna. í sögunni er talsvert ofbeldi sem hefur verið strikað út í seinni tíma útgáfum. Gosi er ekki aðeins barinn og gerð tilraun til að drekkja honum, heldur er hann einnig hengdur, hlekkj- aður inni í hundakofa og látinn dúsa saklaus í fangelsi mánuðum saman svo eitthvað sé nefnt. Gosi er hinn mesti gallagripur, duttlungafullur, baldinn, matvandur, heimtu- frekur, áhrifagjarn og trúgjarn. Leið hans til að verða að alvöru manni er þyrnum stráð og Gosi gerir sömu mistökin æ ofan í æ og á reyndar litla samúð sögumanns. Sumt kemur heldur einkennilega fyrir sjónir í sögunni eins og þegar Gosi hittir risavaxinn höggorm sem hann þarf að komast framhjá. Gosi stekkur yfir höggorminn og lendir með hausinn á bólakaf í jörðinni en sprikl- ar öllum öngum út í loftið. Setur þá slíkt hláturkast að höggorminum að hann „hló, hló látlaust og tryllingslega, þangað til hann fékk heilablóðfall og sál- aðist.“ (Gosi, 99). Þetta er nokkuð sérkennilegt miðað við nútíma barnabækur eins og reyndar margt annað í sögunni sem eflaust er hægt að túlka á marga vegu. Sú túlkun er nærtæk að höggormurinn, sem hefur verið tákn hins illa allt frá biblíutúlkunum, deyi úr hlátri vegna þess að hann er að hlæja að óför- um annarra. Úr nýrri útgáfum af Gosa þekkja allir lastalandið mikla, Leik- fangaland. í gömlu útgáfunni kemur Leikfangaland líka fyrir en það er aðeins einn staður af mörgum af því tagi í verkinu. Staðirnir sem Gosi heimsækir þar heita í þýðingunni Gósenland, Undraland, Aulagildra og Leikfangaland. Allir eiga staðirnir það sameiginlegt að vera einhvers konar blekkingarstaðir og þeir sem freistast til að sækja þangað hljóta ill örlög, því ekki er allt sem sýnist. Gosi lendir ofan í daunillum hákarlsmaga og finnur þar föður sinn, líkt og Gosi í nýrri útgáfu finnur föður sinn í maga hvals. Báðar útgáfurnar enda þó eins, þannig að Gosi sýnir dirfsku og dug og bjargar föður sínum úr maga kvikindisins og verður að alvörumanni af holdi og blóði í kjölfarið. III Þegar að er gáð má ætla að Ólafur Jóhann Sigurðsson hafi að einhverju leyti haft söguna af Gosa í huga við skrif þríleiksins um Pál Jónsson sem fjallar að ýmsu leyti um sömu hluti og barnabókin. I þríleiknum er dregin upp mynd
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.