Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 124

Andvari - 01.01.2010, Page 124
122 ÞÓRA SIGRÍÐUR INGÓLFSDÓTTIR ANDVARI af einskonar gervikarlaleikhúsi sem samfélagið breytist í þegar framandi öfl ráðast inn í tiltölulega einfalt og lítt þróað samfélag eyjarskeggja í miðju Atlantshafi. Þjóðfélaginu er kippt inn í heim nýjunga og peningahyggju sem það hefur ekki þroska til að takast á við en Páll Jónsson þráir það eitt að verða að góðum og heiðarlegum manni, eða alvöru manni, rétt eins og Gosi. Páll berst við að halda heilindum sínum en kemst þó ekki hjá því að glata sakleysi srnu að einhverju leyti frekar en Gosi. Barátta Páls snýst að sumu leyti um að láta ekki freistast til að taka þátt í æsilegum leikjum í Leikfangalandi eða Gósenlandi, svo gripið sé til líkingamáls, og sú viðleitni bjargar honum raunar frá því að breytast í asna, ólíkt mörgum öðrum persónum verksins. Gervimennska eða yfirborðsmennska hvers konar er í þessu samhengi drjúgt viðfangsefni sagnabálksins. í erindi sem Helgi J. Halldórsson flutti um höfundinn og verk hans á bókmenntakynningu í Háskólanum árið 1960, en þá var eingöngu fyrsta bindið, Gangvirkið komið út, segir að í sögunni felist: „... launkímin ádeila á yfirborðs- og sýndarmennsku hvar sem hún birtist, hvort heldur er í menningarmálum, stjórnmálum, blaðamennsku eða skáld- skap.“ Þessi ádeila fer vaxandi eftir því sem líður á verkið og verður æ sterkari þegar líður á þroskasögu Páls. Ádeilan snýr vissulega að þeim þáttum sem nefndir eru í dæminu hér að ofan en hún breytist smám saman í öðru bindi, Seið og hélogum, í beina ádeilu á hermang, gróðabrall, menningarúrkynjun og sýndarmennsku. Samviskan leikur stórt hlutverk í sögunni um Gosa eins og alþekkt er. Gosi er óráðþæginn og drepur jafnvel samviskuröddina til að byrja með. Fluga ein segir við hann: „Þú ert gervikarl, en verst af öllu er að þú hefir trjákoll.“ Við þessi orð reiðist Gosi, grípur hamar og þeytir í hana en: „Hamarinn lenti á aumingja flugunni, til allrar ógæfu, og drap hana.“ (Gosi, 21-22). Aðaláhrifamanneskjan í lífi Páls Jónssonar er amma hans, Sigríður Páls- dóttir fyrrverandi yfirsetukona á Djúpafirði, og er hún fulltrúi gamla tímans, gamalla gilda. Amma Páls er látin þegar sagan er sögð en hún er þó sprell- lifandi í hugskoti Páls og kemur reglulega fram sem rödd samviskunnar rétt eins og smádýrin í Gosa sem gegna hlutverki samvisku hans. Páll heyrir iðulega viðvörunarraddir innra með sér: „Stundum hrökk ég við, líkt og á mig væri kallað í byrstum rómi: Hvað ætlarðu að sóa len^i dýr- mætasta skeiði ævi þinnar, ætlarðu að verða hér eilífur augnakarl? Eg beit á jaxlinn og afréð að fá mér tafarlaust einhvern annan starfa, en rann svo á því, þegar til kastanna kom.“ (Seiður og hélog, 105). Faðir Gosa áminnir hann um að vera góður drengur; „legðu þér á hjarta, að það eru ekki fötin, heldur framkoman, sem gerir manninn að göfugmenni“ (Gosi, 36) og leggur honum þannig til sama veganesti og amma Páls leggur honum. Hann heyrir stundum rödd „svipaða málrómi ömmu minnar“. (Gangvirkið, 139). Þegar Blossi, vinur Gosa, er að reyna að fá hann með sér til Leikfangalands er svip-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.