Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.2010, Side 129

Andvari - 01.01.2010, Side 129
ANDVARI AÐ VERÐA AÐ ALVÖRU MANNI 127 Ekki er fráleitt að heimfæra kvæði þetta upp á efnivið þríleiksins. Hús álfkon- unnar er horfið, í staðinn er kominn legsteinn. Álfkonan fagra eða fjallkonan, hið gamla ísland, hverfur í hernámssukk, gróðabrall, ástand það er þróast við komu breska og bandaríska hersins til landsins. Reykjavík breytist í þorpið Aulagildru en í þeirri Aulagildru sem Gosi kemur í búa meðal annars fiðr- ildi sem hafa selt vængi sína fyrir nokkra skildinga. Gosa er talin trú um að í Gósenlandi vaxi peningar á trjánum. Refur og köttur segja Gosa að ef hann grafi fimm gullpeninga í jörðu að kvöldi í Gósenlandi verði þar sprottið tré með þúsundum gullpeninga daginn eftir. Gosi grefur sína fáu peninga en tapar þeim auðvitað öllum. í þríleiknum eru vissulega til þeir sem fara í hernámsbrask án þess að svo illa fari fyrir þeim fjárhagslega. Þar má nefna sögupersónurnar Camillu J. Magnússon og Gúlla mötunaut Páls, sem verður síðar „Gudlaugur Gudmundsson, wholesale, retail", en þau verða vissulega að ösnum, að minnsta kosti í augum sögumanns. „Páll var frá upphafi hugsaður sem líking,“ er haft eftir höfundi þríleiks- ins í viðtali við Gylfa Gröndal í Andvara árið 1988. Páli er í upphafi lýst sem ómótuðum, saklausum og þungt hugsandi sveitadreng sem á sér þann draum að mennta sig og yrkja. Hann langar til að verða að manni og það sem hann þráir einna heitast er sálarró. Sagan af Gosa er uppeldisleg dæmisaga og virðist í stórum dráttum hafa þann tilgang að aga unga drengi, benda á að ef þeir vilji ekki læra, vinna og hlýða góðum ráðum fari illa fyrir þeim. I sögunni af Páli má meðal annars finna þann boðskap að þeir sem ekki eru trúir sjálfum sér og fylgja ekki góðum gildum endi á einn eða annan hátt í kreppu. En leiðin til að verða að alvöru manni er þyrnum stráð. Páll og Gosi, þótt sprottnir séu af gerólíkum meiði, ná báðir þessu takmarki með því að hlusta á rödd samvisku sinnar og fylgja henni þrátt fyrir að leiðin sé löng og ströng og að þeir mæti mikilli mótstöðu annarra sögupersóna. Gosi neitar að breytast í asna og vinnur dáð þegar hann sigrast á óttanum og bjargar með því föður sínum. Páll neitar að lokum í miklu uppgjöri að ganga gegn samvisku sinni og leggja nafn sitt við blaðagrein sem stríðir gegn skoðunum hans. Hann missir starfið og fellur í ónáð í Leikfangalandi en bjargar sálu sinni og horfir fram á betra líf. Ef litið er á sögu Gosa sem táknmynd fyrir persónulegan þroska Páls í þríleiknum er vert að nefna annað bókmenntaverk þar sem er öllu alvarlegri samlíking sem vísar í þá sívaxandi ólgu sem Páll finnur í samfélaginu og innra með sér. Völsungasaga er æ oftar nefnd á nafn eftir því sem líður á söguna og er óhætt að ætla að hún sé táknmynd fyrir ástandið í þjóðfélaginu. Páll hefur viðbjóð á hvers konar ofbeldi en samfélagið og stjórnmálin verða æ grimmilegri og öfgakenndari og stuðla að vaxandi klofningi þjóðarinnar. „Einkennilegt var það,“ segir hann þegar hernámssamningurinn hefur verið samþykktur og hann á æ erfiðara með að réttlæta fyrir sjálfum sér starfið á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.