Andvari

Volume

Andvari - 01.01.2010, Page 132

Andvari - 01.01.2010, Page 132
130 ÁRNI KRISTJÁNSSON ANDVARI og varð Markús því að sinna okkur Kristjáni samtímis því að hann æfði með Eggerti. Hann var svo störfum hlaðinn að hann mátti ekki vera að því að hreinskrifa lög sín fyrir flytjendurna! Ég man það t.d. að ég fékk lagið „Tunglið, tunglið taktu mig“ rissað upp með blýanti og varð að spila und- irleikinn við „Den blonde Pike“ utan að á konsertinum; hafði aldrei séð það á nótum og aðeins heyrt tónskáldið leika það fyrir mig. Lögin sem þeir Eggert og Kristján sungu vöktu undir eins almenna hrifn- ingu og varð nafn Markúsar fljótt á allra vörum. Þetta voru vordagar. Það var venja okkar Markúsar að ganga saman á kvöldin út fyrir bæinn. (Vesturbærinn var í þá tíð ein víðátta, óbyggð að miklum hluta til.) Á þessum gönguförum, sem oft lauk ekki fyrr en undir morgun, sagði Markús mér frá áformum sínum og framtíðarvonum. Það ólgaði í honum athafnaþráin. Hann langaði til að semja stór verk, kantötu og jafnvel óperu. Og mörg vekefni biðu framundan í tónlistarmálum þjóðarinnar. Meðan hann talaði greikkaði hann sporið. Það var eins og hann ætlaði að flýta sér inn í þann framtíðarheim sem hann sá fyrir hugskotssjónum sínum. Eina nóttina gengum við eftir Suðurgötu á leið í áttina til Skerjafjarðar. Þegar við vorum komnir spölkorn áleiðis, nam Markús snögglega staðar og sagðist endilega verða að láta mig heyra nýtt verk sem hann var að fást við. En hvernig gat af því orðið? Hvert áttum við að fara? Allt í einu datt honum ráð í hug; tók stefnuna upp Kirkjugarðsstíginn, yfir Hólatorg og leiddi mig vestur Sólvallagötu að húsinu nr. 6 við þá götu. Við gengum upp útitröppurnar að stigapalli. Þar barði Markús á dimma rúðu. Við það vaknaði íbúinn, sjálfsagt felmtraður, af værum svefni og stakk nefinu í gluggann að innanverðu. Þegar hann sá hverjir voru þar á ferð opnaði hann óðar dyrnar og hleypti okkur inn. „Má ég komast í píanóið þitt, Bloji minn, í smástund?" spurði Markús. Þórarinn Kristjánsson, vinur Markúsar sem hann nefndi Bloja, leyfði það þótt svefntími væri í húsinu. Þar lék Markús stef og tilbrigði um lagið „Olafur liljurós“, sem hann var með í smíðum. Hann lét gamminn geisa þótt alllangt væri liðið á nóttina og hófadynurinn frá hesti Ólafs liljurósar hljóti að hafa vakið svefnþrungna íbúa hússins. Ég reyndi að sussa hann niður og lækkaði hann þá flugið. Vildi samt lofa mér að heyra „smávals" sem sér hefði komið í hug þann sama dag. Snotur, elegískur lítill vals sem hann lék „sotto voce“ eða í hálfum hljóðum. Þetta var merkileg stund og mér mjög minnisstæð. Það er mjög miður að Markús skyldi aldrei hafa komið því í verk að hrein- skrifa „Ólaf liljurós" og ganga frá ýmsu ófullgerðu. Að valsinum litla, sem kalla mætti „Valse-bluette“, er minni eftirsjá. Hann var aðeins eitthvað sem
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.