Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 44

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Page 44
24 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA stutta sögu, ef ykkur þóknast að lilusta á niig.” Við létum allir í Ijós, að okkur væri mikil forvitni á að heyra sögu hans. “Sagan fer fram austur við Cansó-sund,” sagði Mr. Mann. “Það er ekki all-langt héðan. Þar er bærinn Port Mulgrave, og í grend við þann bæ eru miklar gyps- og kalknámur. Þið hafið víst heyrt getið um herra Cormigan, kalk- námu-kónginn rnikla. Hann hefir annan fótinn í Halifax, en hinn í Pcrt Mulgrave. Hann á gríðar- mikla kalltnámu að vestanverðu við Cansó-sund, og skamt frá Port Mulgrave, og hefir jafnan marga menn í þjónustui sinni. Eg var einn af verkamönnum hans síðast- liðið ár. — Um nritt sumar brá lierra Cormigan sér til Ilalifax og var þar nokkra daga. Og þegar hann kom aftur til námunnar, var með honurn ungur maður, lítill vexti, með ljóst hár og stálgrá augu. Hann var sagður að vera íslendingur, nýkominn frá íslandi. Hann nefnd'st Boy Burns. Að minsta kosti bar hann sjálfur nafn sitt þannig fram. Hann ku'nni mjög fá orð í enskri tungu, þegar hann kcm til Port Mulgrave, og þau fáu orð bar hann fram með mjög út- lendum hreim. Herra Cormigan sagði, að vinur sinn einn í Halifax hefði beðlð sig fyrir þenna íslend- ing, og kvaðst hann ætla að veita honum atvinnu við kalk-ofnana, að minsta kosti fram að jólum. — “Verið þið góðir við drenginn, piltar,” sagði hann við verkamenn sína, “því að hann er hér einn síns liðs, óharðnaður unglingur og fjarri ættjörð sinni.” — Boy Burns byrj- aði undir eins að vinna í kalknám- unni; og kom það brátt í Ijós, að hann var góður verkmaður. Hann var knár, þó hann væri lítill vexti, snar í snúningum og liðugur eins og köttur; og hann liafði meira úthald og meiri seiglu en nokkur annar maður þar í námunni. Sí- kátur var hann og hláturmildur og vafalaust allmikill æringi að eðlis- fari. Eg sá aldrei, að honum yrði bylt við neitt, og eg sá liann aldrei missa stjórnar á geðsmunu'm sín- um. Hann lagði mikla stund á að læra að mæla á enska tungu, en honum gekk það mjög stirðlega. Málrómur hans var annarlegur í eyrum okkar, og setningarnar komu iðulega á afturfótunum hjá honum. En oftast skildum við þó, við hvað hann átti. — Við kölluð- um hann Boy, og okkur varð undir eins vel til hans, öllum nema einum — verkstjóranum, honum Ben Killam. Frá. því fyrst, að Boy kom í námuna og þangað til hann fór þaðan, gat Killam aldrei litið hann réttu auga. Hann virtist strax fá sterkustu óbeit — og jafnvel hatur — á þessum síglaða, meinleysis- lega útlending, og gat aldrei til hans talað, án þess að viðhafa hryssing og hnýfilyrði. Jafnvel þegar við sátum u'ndir matborðum, gat Killam ekki á sér setið, án þess að finna að framkomu piltsins, gjöra gys að honum og fara ó- virðulegum orðum um ættjörð hans og þjóð. — Einu sinni sagði Killam við mig: “Eg er alveg viss um, að gamli Cormigan hefir komið með þenna skrælingja hingað í nám- una, rétt til þess að storka mér.”— “Stundum lét Killam það í ljós við mig og aðra, að herra Cormigan
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.