Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 85
SKÁLDIÐ ÞORBJÖRN BJARNARSON (ÞORSKABÍTUR)
65
arhneigðin rík í eðli skáldsins og
tilfinninganæmleikinn mikill, að
raunsæið fékk þar engu um þokað.
(Smbr. lýsinguna á trúarskoðunum
hans hér að framan og andúð ban:
gegn “hinni köldu skynsemi”).
Áhrif frá kenningum stjörnufræð-
inga síðustu tíma kunna og að hafa
skarað eld að þeirri tilhneigingu
skáldsins, eins og kvæðin “Halley’s
halastjarna’’ og “Á hugarsveimi”
virðist gefa í skyn. Víst er um það,
að Þorskabítur dáöi mjög vorn
merkilega hugsuð, dr. Helga Pét-
urss. “Þar er maður, sem vert er
að kynnast”, ritar hann mér. “Mér
falla kenningar hans ágætlega. En
hversu réttar þær eru, getum við
ekkert um sagt og enginn. En þar
er sannur heimspekingur, ekki síð-
ur en Plato og fleiri grískir spek-
ingar; frumleiki Helga, hæð og
dýpt hu'go.ana hans er undraverð.
Magnana-kenning hans veit eg er
rétt, og að líkindum íleiðslu-kenn-
ingin líka.” í öðru bréfi segir
Þorskabítur um þessi efni: “Satt
segir okkar djúpvitri spekingur, H.
Pétursson, um magnana—lögmálið.
Það hefi eg reynt.” Hefir skapgerð
Þorskabíts því verið ýmsum þáttum
ofin.
Þorskabítur sætir eflaust þeim
örlögum flestra skálda, einnig
þeirra, sem merk hafa talist á sinni
tíð, að verða í meðvitund fjöldans
að rýrna sess fyrir nýjum mönnum
með yrkisefnum og kenningum,
sem ný kallast, enda þótt þau séu
aöeins gamalt vín á nýjum belgjum.
En þegar rituð verður saga íslend-
inga í Vesturheimi, og það verðiv
einhvern tíma gert, verður hans að
góðu getið. Ganga má einnig að
því vísu, að þegar skráð verður ít-
arleg saga íslenzkra nútíðarbók-
menta og menningar, þá verði ekki
gengið fram lijá þeirri merkilegu
íslenzku menningar-viðleitni, sem
þrifist hefir, þrátt fyrir aðsókn
hinna andvígustu afla, hér í Vestur-
heimi, og sem helzt má líkja við lít-
ið eyland með fögrum blettum og
hrjóstrugum, sem vel hefir staðið
af sér brim og brotsjóa úthafsins
umhverfis, enda þótt eyjarkorn það
kunni í framtíðinni að molna í sæ.
Og þegar getið verður í slíkri ís-
landssögu merkisbera íslenzkrar
menningar í landi hér, verður nafn
Þorskabíts nefnt með þökk og virð-
ingu, því að hann var einn þeirra,
sem seldi ei af hendi ættarerfðir
sínar við sviknu gjaldi, en ávaxtaði
vel, og þjóð sinni í hag, það pund
gáfna og listhneigðar, sem honum
hafði verið trúað fyrir.
Fæ eg svo eigi vandað skáldinu
betur kveðjuna, en með Ijóðlínum
þeim, sem eg kvað við dauða hans:
Hrökkva hörpustrengir,
hníga Braga-vinir;
enn er auðn í skógi,
aldnir falla hlynir.
Skáldin gömlu, góðu,
grætur ættarjörðin;
hnípin lieyrist spyrja:
Hverjir fylla skörðin?