Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Qupperneq 99
JTjóipftáinidla ár§]þo IÞjó^ræRfftisfélafl
Fjórtánda ársþing Þjóðræknisfélags Is-
lendinga i Vesturheimi, var sett af for-
seta félagsins, hr. Jóni J. Bíldfell, mið-
vikudaginn 22. febrúar 1933, kl. 10.25
f. h.
Forseti hað þinggesti að syngja sálm-
ínn nr. 638 í íslenzku sálmabókinni (Fað-
ir andanna). Að því búnu las forseti
.svohljóðandi ávarp:
Háttvirtu þingmenn!
Það er fátt, sem eg hefi til þess að
segja frá hinni ytri hlið starfsmála Þjóð-
ræknisfélagsins á árinu. Erfiðleikarnir,
sem að mönnum kreppa nú á öllum
starfssviðum lífsins, hafa einnig náð til að
takmarka starfsmöguleika þess út á við,
sem þó eru óhjákvæmileg skilyrði til við-
halds og þroska fyrir félagið.
Stjórnarnefndin hefir því orðið að láta
sér nægja þau úrslit málanna, sem hún
hefir á fundum sínum getað veitt. Nefnd-
in hefir haft 23 fundi á árinu, og skal nú
nokkuð frekar skýrt frá því starfi og
málum þeim, sem hún hefir haft til með-
ferðar.
Bókasafnsmálið:
Eins og þið munið, þá voru á síðasta
þingi gerðar ráðstafanir til þess, að opna
bókasafn Þjóðræknisfélagsins, til afnota
almenningi og framkvæmdi stjórnarnefnd
þær ráðstafanir með því, að semja við
•deildina Frón um framkvæmdir útlánsins,
og má óhætt segja, að það fyrirtæki hafi
hepnast vel. I bókasafninu eru 677 bindi
í góðu bandi, auk allmikils forða af bók-
um, sem eru óbundnar. Bækur þær sem
bundnar eru, eru aðeins lánaðar út, og
hefir notkun þeirra verið sem hér segir:
Meðaltal bóka. þeirra sem mánaðarlega
hafa verið í útláni, er 551, og gerir það
6612 bækur yfir árið. Sé eg ekki annað en
að sú staðreynd kollvarpi til fulls og alls
því tali manna, að hér lesi enginn fram-
ar íslenzka bók. Á árinu hafa safninu ver-
ið gefnar 97 bækur, sem eg í nafni félags-
ins þakka fyrir. Gefendurnir Mrs. Gróa
Brynjólfsson, Mrs. Hólmfríður Peterson,
og Mr. Þorleifur Hansson.
Dr. Sigurður Nordal:
Fátt er það sem veitir oss meiri gleði,
eða vekur meiri ánægju hjá oss Vestur-
Islendingum en heimsóknir mætra gesta
frá ættlandinu. Á siðasta ári nutum
vér sérstakrar ánægju í sambandi við
heimsókn dr. Sigurðar Nordal, sem hing-
að kom að tilhlutum Þjóðræknisfélagsins
en dvaldi því miður alt of stutt. En þó
dvöl hans á meðal vor væri stutt, þá
verður hún oss, sem því láni áttum að
fagna að kynnast honum minnisstæð. öll
framkoma hans var svo blátt áfram og
látlaus, og mál það, sem hann flutti,
læsti sig inn í sálir hinna yngri jafnt og
þeirra eldri.
Hann flutti fimm opinber erindi: — I
Riverton, á Gimli, í Selkirk og tvö í
Winnipeg.
Vér hefðum óskað að hann hefði get-
að náð til allra bygða Vestur-lslendinga.
En þess var ekki með nokkru móti auðið
þvi tími hans hér var svo naumur.
Samsæti var dr. Nordal haldið á Fort
Garry hótelinu hér i borg, undir umsjón
Þjóðræknisfélagsins. Var það fjölment,
skemtilegt og veglegt. Og að skilnaði
var dr. Nordal afhentur gullbúinn göngu-
stafur að gjöf, til minja um komu hans
hingað vestur.
Þökk fyrir komuna, dr. Nordal, og við
vonum að fá að sjá þig hér hjá okkur,
áður en mörg ár eru liðin, og að þú þá
hafir meiri tíma til skrafs og ráðagerða,
heldur en þú hafðir síðast.
Tímaritið.
Tímaritið kemur út i ár, undir stjórn
dr. R. Péturssonar, eins og að undan-
förnu. En það er nokkuð minna, aðeins
8 arkir í stað 11. Ástæðan fyrir þeirri
breytingu stjórnarnefndarinnar er víst
öllum skiljanleg. Ritið, eins og menn
vita, á tilveru sína undir auglýsingum
þeim, sem hægt er að afla í það. En
útlitið með þær í ár var hið ískyggileg-
asta sökum kreppunnar. Þó raknaði fram
úr því eftir vonum, fyrir frábæran dugn-
að Ásmundur P. Jóhannssonar, sem fyrir
margítrekaða ósk stjórnarnefndar tók að