Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 118

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1933, Síða 118
94 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA Þá hafði nefndin i Bjargráðamálinu lokið starfi, og lagði fram nýtt álit svo- hljóðandi: Bjargráðsmál (Nefndarálit) Þar sem allar stjórnir þessa megin- lands hafa haft samskonar mál með- ferðis nú í nokkur ár og orðið lítið á- gengt. Þá eru það eflaust margir sem álíta það barnaskap fyrir fimm manna nefnd að velta þessu máli fyrir sér. 1. Þó lítur nefndin svo á að Þjóð- ræknisfélagið geti tæplega fram hjá þessu máli gengið svo ekki yrði bent á það sem hið eina félag hér í borg sem á þjóð- ernislegum grundvelli er stofnað, sem ekki hefði þetta mál meðferðis. 2. Nefndinni skilst að um stórar fjár- upphæðir frá Þjóðræknisfélaginu geti tæp- lega verið að ræða, svo það helzta er Þjóðræknisfélagið gæti lagt til þessa máls yrði að vera innifalið í starfi þess. 3. (a) Leggur þvi nefndin til að 9 manna milliþinganefnd sé kosin er sam- vinnu leiti við önnur félög hér í borg. Hefir nefndin í huga íslenzku kirkjumar, G. T. stúkurnar, Jón Sigurðssonar félagið og önnur félög er þessu starfi vildu sinna. (b) Nefndin lítur svo á að Þjóðrækn- isfélagið eigi að hefja framsókn í þessu máli á þann hátt að hvetja önnur fél. til þessa að kjósa nefndir er ynnu í sam- einingu við nefnd Þjóðræknisfélagsins og mynduðu nokkurskonar líknar félag, er spenti greipar sinar yfir Winnipegborg og útjaðra hennar. . 4. Nefndin getur ekki gefið nema mjög ófullkomnar bendingar til fjársöfn- unar þessu máli til styrktar. Slíkt mundi taka mikla umhugsun og meiri tima en nefndin hefir yfir að ráða, en þó skal bent á að ýms félög hér i borg hafa tals- verðar tekjur af samkomum, spilakvöld- um, happa dráttum o. s. frv. 5. Um almenn samskot þessu máli til ityrktar hefir nefndin veikar vonir. Eitt enn vill nefndin benda á. Það er hið svo- kallaða “bartering” er virðist hafa haft talsverðan árangur í Minneapolis og nú hefir verið gerð tilraun með hér í borg- inni. Jónas Jónasson. Mrs. B. E. Johnson. Guðjón F. Friðriksson. St. H. Stephensen Ari G. Magnússon. Séra Jóhann P. Sólmundsson skýrði frá þvi, að veturinn 1929-30, hefði hann átt tal við mann, er hann áleit öðrum fremur heppilegri til forgöngu í þessu máli, um að eiga tal við forystumenn hinna ýmsu félaga meðal Isl. í Winnipeg, að þeir beittu sér fyrir varúðarráðstafan- ir gegn þeirri hættu, er sýnilega vofði yfir, um afkomu manna. Sagðist séra Jóhann vera nefndinni þakklátur fyrir á- litið, með því viðbættu ,að hin fyrirhug- aða starfsemi næði víðar en til Isl. í Winnipeg. Dr. Rögnv. Pétursson kvaðst ekki geta fallist á, að nefndarálitið næði þeim tilgangi, er fyrir þinginu hefði vak- að. Skoðaði hann álitið fremur fjörráð- en bjargráð . Sagði hann að ýmsar radd- ir hefðu heyrst um það á síðastl. hausti, og borist stjórnarnefnd Þjóræknisfélagsins, að sumar fjölskyldur íslenzkar hér i bæ, ættu örðugt með að verjast því, að biðja um opniberan styrk. 1 tilefni af þvi hefði verið kallað til fundar, með forgöngu- mönnum allra íslenzkra félaga, í bænum til að ræða um málið. — Þótti ráðlegt að sett yrði upp úthlut- unarstöð, og til hennar aflað nauðsjmja með vægum kjörum, svo menn ættu þar kost á að fá vörur, án álagningar svo drýgja mætti þannig það fé, er menn hefðu yfir að ráða. Upplýsinga var nú leitað í þessu efni, svo sem framast var unt, ekki einasta um möguleika til að stofn- setja úthlutunarstöð, heldur einnig um ísl. styrkþega bæjarins, og hversu hagur manna stæði við verzlanir. Hinum kjörnu mönnum, er eftirgrenslan þessa höfðu með höndum, reyndist ókleift að fá þær upplýsingar sem óskað var eftir. Þar sem nú ekki þótti mögulegt að hefja slika starfsemi sem hér var um að ræða, án þess að peningar væru fyrir henda, hefði komið til orða að nota mætti hinn svokall- aða Ingólfssjóð í þessiú syni. Sýncijst sum- um vafasamt um heimildir fyrir því að nota sjóðinn. Var því leitað álits dómara og tveggja annara lögfróðra manna um þetta atriði. Las Dr. Pétursson ummæli þeirra, úr fundarbók stjórnarnefndar. En þó horfið hefði nú verið að þvi ráði, að nota sjóðinn til hjálpar fólki, þá taldi fé- hirðir félagsins sig ekki hafa heimild til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.