Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 32
10
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSISLENDINGA
hann einnig svo langt leiddur, að
hann misti rödd um lengri tíma á
eftir. Skömmu síðar var honum kom-
ið í smábarnaskóla hjá tveimur
dönskum stúlkum, er nefndust John-
sen, og kom þá brátt í ljós að dreng-
urinn hafði svo slæma sjón, að námið
varð honum að stöðugri kvöl. Lag-
aðist þetta ekki alla skólatíð hans,
því þá þektust ekki á íslandi gler-
augu, sem leiðréttu sjónskekkju
(astigmatism). Löngu seinna, þegar
hann var kominn til Khafnar, var
gjört lítilsháttar við hreyfivöðva
augnanna og honum gefin viðeigandi
gleraugu. Síðarmeir sagði hann konu
sinni, að þá hefði sér opnast nýr og
bjartari heimur, sem sér hefði verið
áður hulinn. Frá dönsku stúlkunum
fór hann á drengjaskóla hjá presti,
sem síðar varð kennari hans við
prestaskólann; og seinna fékk hann
undirbúningskenslu fyrir latínuskól-
ann hjá séra Skúla Gíslasyni og Hall-
dóri Guðmundssyni, kennara við
skólann, sem af sumum var nefndur
Halldór stutti. Lét hann jafnan vel
af þeim öllum.
Tíu ára gamall, drengurinn, var
hann svo settur á Latínuskólann, og
hafði hann þá mist föður sinn vetur-
inn áður (1856). Úr Latínuskólanum
útskrifaðist hann vorið 1866 og inn-
ritast þegar í prestaskólann. Þaðan
útskrifaðist hann árið 1868, þá 21 árs
að aldri. Prestsefnum mun þá eigi
hafa verið veitt prestvígsla eða brauð,
fyr en þeir höfðu náð 25 ára aldri.
Hann tók því aldrei vígslu, enda mun
hugur hans eigi hafa hneigst til
prestsskapar. Á efri árum sýndi hann
einstöku vildarvinum sínum útskrift-
ar ræðuna, hina einu kirkjuræðu, er
hann samdi á ævinni, og hneigðist
hún fremur í skynsemisáttina en til
opinberunar. Hygg eg, að nú mundi
hann talinn í flokki frjálslyndra
presta.
IV.
Strax í barnæsku Sveinbjarnar var
því veitt eftirtekt, að hann hneigðist
til söngs og hljómlistar; svo í kring'
um fimm ára aldurinn var hann send-
ur til stúlku, er María Thomsen hét
og bjó með móður sinni og systur
þar í nágrenninu, til að nema Guitar-
spil. Seinna, eða á skólaárunum.
lærði hann söng og söngfræði hja
Pétri Guðjohnsen, sem kvæntur var
móðursystur hans. Um það bil, voru
fáar slaghörpur eða píanós í höfuð-
staðnum. Frú Ástríður, kona Sigurð*
ar Melsted prestaskólakennara,
vel á það hljóðfæri, að minsta kosti
að þeirra tíðar mati, og kendi huu
Sveinbirni víst alt, sem hann gat ai
henni lært í þeirri list.
Haustið 1868, eftir að hann hafði
lokið námi við prestaskólann, tók
Sveinbjörn sér far með litlu seglskip1
til Khafnar með því augnamiði, a^
stunda framhaldsnám í hljómlist
Lentu þeir í hinum verstu sjóhrakU'
ingum, og sáu um hríð strönd Labra'
dor. Eftir 35 daga útivist náðu \>elt
loks höfn í Leith á Skotlandi rne<'>
laskað skip. Sveinbjörn var svo þre^
aður af sjóveiki, og illri aðbúð, a^
hann lá þar eftir í tvo mánuði, á^ur
en hann treystist til að halda áfrar°
til Kaupmannahafnar. Leist honuu1
þar svo vel á sig, að það varð orsök
til þess, að hann settist að til la°^
dvalar í Edinborg að námi loknu-
í Khöfn stundaði hann námið a
kappi. Lagði hann sérstaklega fyrr^
sig píanó-slátt og hljómfræði, og n