Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 34
12 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Helen McLeod
Eleanor Christie
Þórður John Wilhelm
heim kvæntur skotskri stúlku, og
hefir nú nýskeð eignast dóttur; svo
gamla konan er nú orðin langamma.
Er hún komin hátt á áttræðis aldur,
og ber ellina vel. Öll f jölskyldan býr
vestur í Alberta-fylki, ekki langt frá
Calgary-borg.
V.
Eins og áður er vikið að, kendi
Sveinbjörn píano-slátt og raddskip-
unarfræði með góðum árangri óslitið
í milli þrjátíu og fjörutíu ár. En
bæði var það, að þau munu hafa verið
orðin vel efnum búin, og svo mun
hann hafa verið farinn að þreytast á
kenslunni; svo upp úr fyrsta tug
þessarar aldar fór hann að slá meira
slöku við kensluna, en gefa sig að
sama skapi meira að tónskáldskap.
Þá var það, að ungur læknir ís-
lenskur úr Bandaríkjunum, Guðm. J.
Gíslason, var við framhaldsnám við
Edinborgar háskólann. Kyntist hann
Þórði þar í læknadeildinni og varð
tíður gestur á heimili þeirra. Fyrir
hans áeggjan tók Sveinbjörn sér ferð
á hendur í fyrsta sinn vestur um
haf. Kom hann hingað til Winni-
peg í september 1911, og hélt til hjá
séra Jóni Bjarnasyni og frændkh
sinni frú Láru, konu hans. Flutti
hann þá erindi í Fyrstu lúterskh
kirkjunni um Norræna söngva °£
þjóðlög og einkenni þeirra, og söng
og spilaði mörg lögin til skýringar-
Fleiri samkomur hafði hann þá urn
veturinn, bæði hér í bæ og út uiu
bygðir íslendinga, bæði sunnan
norðan landamæranna, einnig vestnr
á Kyrrahafsströnd. í maí um v°r’
ið hélt hann heimleiðis, og var hon*
um að skilnaði haldið fjölment saöJ'
sæti í Good Templara húsinu. í,ar
voru ræður fluttar, söngvar sungn*r
af all-flestum þeim, er þátt tóku 1
söng hér á þeim árum, og frumsanu11
kvæði flutt af skáldunum. Eitt þeirra
komst meðal annars svo að orði:
“Þú systir Óðs. þú hljómdís himindýra’
sem heillar, töfrar anda vorn og blóð,
þú Sveinbjörn tókst í ástararma hýra
og yfir honum söngst þín vögguljóð.
Og Sveinbjörn! hljómlist hæst af só a
löndum
þig hóf frá jarðar vetri, sumars rýrð,
er sál þin lyftist söngs á vængjum Þ^11
um
og sástu Guð vors londs í allri dýrð-
Áður en samkomunni sleit var
honiU11