Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 79
TEIKN AF IjlMNI
57
an aldrei tilviljun — lof sé andan-
um!
Eðlisfræðingur — Öllum getur
yfirsést, og misreiknast.
Bankastjóri — Hvernig heldur þú,
siðmenningu vorri væri farið, ef mis-
reiknað væri í Heimsbankanum?
Eðlisfræðingur — Alt slíkt er ofar
ftdnum skilningi — eða neðar.
Hagfræðingur — (Kemur.) Gott
kvöld, herrar.
Aöalritstjóri og Eðlisfræðingur —
G°tt kvöld, herra Hagfræðingur.
Bankastjóri — (Reiður.) Hvað
^efir hagfræðin nú að segja?
Bagfræðingur — (f fáti.) Ja, hvað
skal segja? Eg er orðlaus. Hvað vill
^erra forstjóri Heimsbankans, að eg
segi?
Bankastjóri — Þér er þó líklega
^unnugt um, hvernig fjármálum
^eimsins er komið.
Eagfræðingur — (Jafnar sig.) Eg
er hagfræðingur, en ekki fjármála-
•Uaður.
Bankastjóri — Er það ekki hag-
^æðisspursmál á hverju fjármálin
“yggjast?
Hagfræðingur — Við hagfræðing-
ar höfum brotið upp á ýmsum aðferð-
Utn> til að leysa viðskiftalífið úr viðj-
Utn gullsins; en þér, valdhafar fjár-
^álanna, hafið lagt blátt bann við, að
Pessu úrelta fyrirkomulagi yðar væri
aggað. Það stendur því eða fellur á
^ar ahyrgð, en ekki okkar hagfræð-
tnga.
^znkastjóri — Vér höfum aldrei
^tlast til mikils af hagfræðinni, en
attum þó ekki von á ósvífni úr þeirri
> sllra síst þegar siðmenning vor
er » veði.
, ^zgfræðingur — Við höfum marg-
Slnnis lagt til—
Bankastjóri — Já, nóg hafið þið
gruflað, og meir en það; því svo skað-
samlegar hafa sumar tillögur ykkar
verið, að þeim hefir verið hampað og
haldið á lofti af örgustu æsinga-
mönnum. — Fríðindi landsins, eða
afurðir þess, jafnvel vinna skrílsins!
Þetta og annað eins hafið þið álitið
nothæft staðgengi hins glóanda
gulls; og þannig alið á hættulegustu
hleypidómum skríls og bölsvíkinga.
Hagfræðingur — Eg er herra for-
stjóra Heimsbankans sammála. Til-
lögur ok-kar, hagfræðinga eru mark-
lausar, hættulegar, vitlausar. Hvers
vegna? Vegna þess, að gull, og að-
eins gull, skal um aldur og ævi vefa
grundvöllur allra viðskifta. Nú skilst
mér, að gullið sé úr sögunni, skeið
gullkálfsins runnið. Ekki getum við
hagfræðingar að því gert; og ekki
erum við svo heimskir, að ætla herra
forstjóra Heimsbankans byggja nýja
siðmenningu á hinum marklausu, ó-
svífnu og róttæku tillögum okkar.
Bankastjóri — (Æstur.) Ráðleysi
ykkar er ekki nóg; heldur verðið þið
að sýna oss þrjósku og óvirðing.
Hagfræðingur — Því þá að leita
mála til okkar?
Bankastjóri — (Ber í borðið.) Til
hvers an og dé er þá þessi hagfræði?
Hagfræðingur — Forstjóri Heims-
bankans ætti að vita það manna best.
Ekki heldur hann í okkur líftórunni
af mannkærleik. Ónei. Við gjöldum
fyrir greiðann, með því að telja fólk-
inu trú um, að öll brögð og brellur
auðvaldsherranna byggist á órjúfan-
legu náttúrulögmáli og strangvís-
indalegum forsendum.
Eðlisfræðingur — Eg þverneita að
hér komi nokkur vísindi til greina.
Hagfræðingur — Mér er ljóst, að