Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 127
LEIKSÝNINGAR VESTUR-ÍSLENDINGA
105
30
nokkru seinna í félagi við Friðrik
Swanson, gengust þeir fyrir því að
fá “Little Theatre”, fjölment enskt
leikfélag á þeim árum í Winnipeg, —
til að sýna Fjalla-Eyvind á ensku, og
lék Ólafur sitt gamla hlutverk, Ar-
nes. — hann var eini landinn sem tók
þátt í leiknum. —
■P'riðrik sá um máln-
lngu á tjöldum.
í febrúar 1927 var
stofnað til íslenskr-
ar leiksamkepni i
^Ýinnipeg u n d i r
umsjón Good-
^•'emplara. Formað-
Ur þeirrar nefndar
v3r Soffanías Thor-
^elsson, Einar Haralds, Hreiðar
^kaftfeld, Ólafur S. Thorgeirsson,
^jálmar Gíslason, en Ólafur Eggert-
s°n var framkvæmdarstjóri.
■^rír leikflokkar keptu, og léku 2
kvöld. Þessir tóku þátt í samkepn-
mni: Glenboro með Happiö eftir Pál
J- Árdal; Winnipeg leikflokkur und-
lr stjórn ó. Eggertsonar með The
^arrot eftir Dr. J. P. Pálsson. Seinna
31
kvöldið, Árborg með Tengdamömmu
eftir Kristínu Sigfúsdóttur og hlaut
sá flok^ur sigurmerkið, sem Ólafur
Eggertson gaf með því augnamiði að
kept yrði um það árlega.
Næsta ár 1928 var aftur stofnað til
leiksamkepni. Þessir leikflokkar
keptu: Árborg með Syndir annara
eftir E. H. Kvaran; Leikfélag Sam-
bandssafnaðar með Brúökaupskvöld-
iö þýtt; Geysir með Stormar eftir
Sv. Sigurðson og Wynyard með söng-
leikinn Apinn, og vann sé flokkur
sigurmerkið.
Eftir leikmótið voru lög samþykt
fyrir þessi árlegu leikmót og hlaut
nafnið “Samband íslenskra leikfélaga
í Vesturheimi” og fyrsta stjórn þess
kosin. Dr. A. Blöndal, forseti; Aðal-
björg Johnson, skrifari; Friðrik
Swanson, féhirðir. Síðan hafa engin
leikmót verið haldin.
Af ásettu ráði verður síðast talið
það leikfélag, sem afkastamest og
lengst hefir sýnt íslenska leiki í Win-
nipeg, “Leikfélag Sambandssafnað-
ar”. Og það má óhætt bæta því við,
að leiksýningar þess hafa að jafnaði
verið best vandað til. f raun og veru