Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 63
SKÁLDIÐ ÞORiSTEINN GÍSLASON
41
þýðingar hans urðu til þess að skerpa
skilning hans og næmleika á ljóð-
raena fegurð”, segir dr. Alexander
Jóhannesson í minningargrein sinni
um Þorstein, og fór það að vonum.
Á stúdentsárum sínum kom Þor-
steinn undir áhrif raunsæisstefnunn-
ar (realismans), en um það hefir
hann þetta að segja í ofannefndu
bréfi til mín: “Eins og gerðist um
stúdenta í Kaupmannahöfn fyrir
aldamótin, hafði Brandesarstefnar,
toluverð áhrif á mig á þeim árum, en
þau áhrif hafa ekki verið varanleg.”
^yrir áhrif úr þeirri átt mun það
hafa verið, að Þorsteinn ræðst í
Aldamótahugleiðingum” sínum i
Bjarka (9. mars 1901) á þjóðernistil-
beiðslu og fornaldardýrkun fslend-
lnga, sem honum þykir vera úr hófi
fram og hin óheilbrigðasta; vill hann,
að íslendingar komist sem fljótast
inn í heimsmenninguna”; en stuttu
áður hafði hann í Bjarka haldið fram
s°mu skoðunum í svaragrein til
b^nedikts Gröndals, er andmælt
bafði ritdómi Þorsteins um kvæða-
bók þjóðskáldsins. Út úr “Aldamóta-
bugleiðingum” spunnust nokkrar
blaðaumræður. Annars eru þær skoð-
anir Þorsteins um þjóðernistilbeiðslu
°8 fornaldardýrkun, sem þar koma
^am, mjög keimlíkar ummælum
annesar Hafsteins um það efni í
,/num fræga fyrirlestri hans um
^stand íslensks skáldskapar nú á
timum” (14. jan. 1888) ; og stafar það
v’lanlega af því, að bæði Þorsteinn
°S Hannes tala hér í anda Brandesar
°S fylgjenda hans.
bíinsvegar verður eigi áhrifanna
ra Brandes vart, svo teljandi sé, í
Væðum Þorsteins; það væri þá helst
u^annlífsmyndum hans, eins og
“Grafskrift” og “Gvendur og Glói”,
þar sem kaldhæðni höfundar nýtur
sín ágætlega og gerir ádeiluna, í þess-
um og þvílíkum kvæðum hans, mark-
vissari og kröftugri en annars hefði
verið. En eins og Einar H. Kvaran
tekur fram í grein sinni um ljóða-
gerð Þorsteins, þá yrkir hann sjaldan
um baráttumál dagsins; hann gerði
skáldskapargáfu sína eigi verkfæri
til framdráttar eða áróðurs pólitísk-
um sérskoðunum, eins og nú gerist
mikil tíska, og með harla misjöfnum
árangri. Því var það, eins og Einar
Kvaran bendir einnig á, að hin
snjöllu ádeilukvæði Þorsteins Erl-
ingssonar eru ekki efst í huga Þor-
steins Gíslasonar, þegar hann yrkir
sitt fagra erfiljóð um nafna sinn,
heldur hin þýðu og fögru kvæði hans
um íslenska náttúru:
“Þin rödd var svo fögur, svo hugljúf og
hrein,”
en hríðar og stormaköst þoldirðu eigi.
Þú lærðir af söngfugli’ í góðviðri á greir.
í gróanda vaggandi’ á bláhimins degi.
Hans ljóð áttu huga og hjarta þitt ein.
En hitt voru rómar frá annara vegi.
Hvað tjáir þann syngjandi sumarsins
gest
að senda’ út i vegruðnings strit fyrir
lýði?
i sumarkyrð ómaði söngur þinn best
frá sólglugga blómum, með útsýn að víði.
Og sigrað með hljómum þeim hefur þú
mest,
en hvorki með bylvindsins rómi né stríði.
Þessi erindi eru einnig merkileg
fyrir það ljós, er þau varpa á skáld-
skaparstefnu höfundarins á þroska-
árum hans. Hann hafði, eins og hann
sagði í bréfinu til mín og kvæði hans
sýna ljósast, losnað næsta fljótlega