Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 82
60
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
ekki síður en oss. Með það, segjum
vér fund settan.
Forsætisráðherra — Eins og ráða
má af orðum herra forstjóra Heims-
bankans, stendur menning vor á al-
varlegum tímamótum. Ekki kemur
oss þó í hug að örvænt sé um heppi-
lega úrlausn málsins. Hvort sem oss
fellur það betur eða ver, gerast
straumhvörf og breytingar í lífi
þjóðanna; og verða þær því stórfeld-
ari, sem menningin er á hærra stigi.
En æðsta skylda vor, stjórnmála-
manna, er að verja háttvirta kjósend-
ur frá byltingum sem hafa í för með
sér alskonar böl og blóðsúthellingar.
Vér höfum vikið að því, við herra
forstjóra Heimsbankans, hversu áríð-
andi sé að fara hægt í sakirnar og
rasa í engu fyrir ráð fram. Þetta
verðum vér öll að hafa hugfast, uns
sigurinn er unninn. En um hann ef-
umst vér ekki, leggjumst vér öll á
eitt, í einingu andans og bandi fjár-
málanna. Finnum vér nothæft stað-
gengi gullsins, sem vér munum gera,
sjáum vér enga ástæðu til að breyta
þeim meginreglum, eg vil segja því
lögmáli, sem viðskiftalíf vort bygg-
ist á, nema svo að eins að herra for-
stjóra Heimsbankans lítist svo.
Bankastjóri — Engar breytingar!
Ekkertrót! (Slær í borðið.) Bylting
er ekki spursmálið. Hvernig verður
siðmenningu vorri viðhaldið án gulls-
ins? Það er spursmálið!
Forsætisráðherra — Vér ítrekum
það, að þeirri spurningu verður svar-
að, og það bráðlega.
Bankastjóri — (Ákafur.) En því
að draga oss á svarinu?
Forsætisráðherra — Vér verðum,
umfram alla muni, að hafa lýðræðið
hugfast; því hvað sem vér ákveðum
hér, verður ekki framkvæmt án þess
að hafa háttvirta kjósendur bak við
eyrað. Þeir munu rita og ræða u»
byltingu. Gott og vel, vér gerum þsð
líka. Og það verður heilög skylda
vor, að lofa þessu og bollaleggja uffl
hitt, og sefa þannig hina barnslegu
nýungagirni háttvirtra kjósenda. Svo
taka ritstjórarnir við, og spinna og'
vefa umræður sínar. Því fleiri og
líkari skoðanir sem koma í ljós, þvl
meir ruglast hugsun háttvirtra kjos-
enda. Sín á milli koma þeir sér ekki
saman um neitt, svo stjórnarráðið er
nauðbeygt til að taka ákveðna af'
stöðu, upp á eigin spýtur. HinU
skyldum vér þó aldrei gleyma, að eins
og sagan sýnir, getur öflugur upp'
reisnarflokkur risið úr skarninu, °»
vaxið svo fiskur um hrygg, að hatt-
virtir kjósendur missi sitt dýrmtet-
asta, og oft sitt eina verðmæti, kosn-
ingaréttinn, og þar með siðmenningn
vora.
Bankastjóri — Stjórnarráðið
að leggja blátt bann við, að bölsvík-
ingar og aðrir menningarféndur rtein
og riti um málið.
Forsætisráðherra — .Að vorutn
dómi, mundi ekkert fremur ha
framkvæmdum vorum. „
Bankastjóri — Lögreglan ætti þ°
að vera fær um að koma þeim í stein
inn.
Forsætisráðherra — Mættum ver
minna herra forstjóra Heimsbankans
á, að stjórn vor er skuldbundin til a
vernda einstaklingsfrelsi háttvirtra
kjósenda, ekki síður en framtak v°r^
Nei, hér mega engin ofbeldisve
eiga sér stað, frá vorri hálfu. AðfeI^
stjórnarráðsins gengur í alt aðra a
Vér höfum ákveðið, að skipa nefn
til að grannskoða og ræða allaf