Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 150
128
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
árinu. Þá mun deildin hafa talið um og
yfir 50 meðlimi, er flestir sóttu fundi og
tóku virkan þátt í félagsmálum. En
síðustu árin hefir Lslendingum hér fœkk-
að mjög ört, og nú er svo komið að þó
deildin telji enn rúma 20 meðlimi þá eru
aðeins örfáir, sem geta talist starfandi.
Á síðast liðnu sumri átti deildin 20
ára afmæli og þó þess væri ekki minst
með neinu hátíðahaldi á deildin all-
merkilegt starf að baki sér. Yfir 80 fund-
ir eru bókaðir I gerðabók deildarinnar,
og ber þar víða á nöfnum margra ágætra
félagsmanna, sem nú eru horfnir af svið-
inu, sumir dánir, aðrir fluttir burt. Minn-
umst vér sérstaklega þessara: Bjarna
Davíðssonar, er var fyrsti forseti deild-
arinnar, Hermans Nordal, Wilhelms heit-
ins Pálssonar, Lárusar Nordals, Helga
Steinberg, Jóns heitins Janussonar, Thor-
valdar Thorvaldssonar, Dr. J. Pálssonar,
o. m f. En þó mjög hafi dregið úr starfs-
kröftum deildarinnar, eru enn nokkrir
menn á verði, sem hlynna og starfa að
þeim málum, sem teljast séreign Is-
lendinga.
Á þessu síðastliðna ári stóð deildin
fyrir tveimur afmælishátiðum. Fyrst 80
ára afmæli Jóns Ólafssonar, haldið að
heimili hans að Leslie. Jón hefir verið
fé- og bókahirðir deildarinnar til margra
ára, og heimili þeirra hjóna aðal mið-
stöð deildarinnar. Síðar 80 ára afmæli
Hjálmars Helgasonar haldið að heimili
hans að Mozart. Þá hefir deildin starf-
rækt bókasafnið eins og að undanförnu,
og bætt við nýjum bókum þó í smáum
stíl hafi verið.
Á þessu síðast liðna ári hefir eitt
dauðsfall orðið innan vébanda deildar-
innar, Jón Jóhannson frá Elfros, lést s. 1
nóvember. Hann tilheyrði deildinni frá
byrjun, bar sérstakan áhuga fyrir öllu
þvi, sem íslenskt var og varla mun ís-
lensk samkoma hafa verið haldin innan
takmarka Vatnabygðar, að Jón hafi ekki
verið þar viðstaddur. Deildin vottar að-
standendum hins látna innilega samúð.
Þá vill deildin þakka deildinni “Esj-
an” fyrir að eiga frumkvæði að því, að
hafist var handa og safnað fé til styrktar
okkar vel metna og aldurhnigna skáldi
Jóhanni Magnúsi Bjarnason. Mun sú
hjálp hafa komið í góðar þarfir, eins og
kringumstæðum var háttað.
Skýrsla féhirðis sýnir að inntektir
voru: í sjóði frá fyrra ári $29.92; Með-
limagjald $25.00; Samskot í deildarsjóð
$15.00; Alls $69.92.
Útgjöld: Meðlimagjöld til Þjóðræknis-
félagsins $12.50; Borgað fyrir bækur
$8.85; Fyrir blóm við útför Mrs. J. M.
Bjarnason $4.82; Fyrir blóm við útför
Jóhanns M. Bjarnason $4.34; í rithöf-
undasjóð Þjóðræknisfélagsins $15.00; í
sjóði $24.41; Alls $69.92.
Deildin sendir alúðar óskir til þingsin5
og óskar félaginu allrar blessunar í bráð
og lengd.
—Leslie, Sask., 23. feb. 1946.
Rósm. Árnason (ritari)
Skýrslan viðtekin samkvæmt tillög11
Guðm. Eyford studdri af Mrs. Josephson-
Skýrsla deildarinnar, “Skjaldborg
Mikley, lesin af Mrs. E. P. Johnson.
Skýrsla þjóðrœknisdeildarinnar
"Skjaldborg’', Hecla, Man.
Á liðnu starfsári hefir þessi deild ekki
haldið marga fundi; þó er það síður en
svo, að hún hafi verið steinsofandi; kun
hefir lagt við það rækt, eftir bestu getu.
að efla bókasafnið og stuðla að n
breiðslu íslenskra bóka meðal bygðal
búa. Á þenna þátt þjóðræknisstarfsenl
innar verður aldrei of mikil áhersla l°S •
Varðandi íslensku kensluna get
skýrt frá því, að þó nokkuð hefir verl<,
unnið að því máli einkum og sér í la^1
sambandi við sunnudagaskólann; Þe
hefir borið þó nokkurn árangur, þó naUg
syn sé enn á því að víðtækari kensiua
ferðum verði beitt.
Við, þó einangruð séum, höl ln
sæmilega í horfi hvað þjóðræknisna
snertir, dáumst að Islandi, unga lý rl
inu í Norðurhöfum og elskum tun
feðra okkar og mæðra. 0g
Ánægjuefni var það okkur miki > ,
til mikillar styrktar félagsmálum °geCj{i
er forseti Þjóðræknisfélagsins, Di'- j
heimsótti bygðarlag okkar ásamt s
glæsilegu konu, á síðastliðnu star ^
þau voru okkur hjartfólgnir °g ^
komnir gestir, og flutti Dr. Beck Þar s