Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 81
TEIKN AF HIMNI
59
Hagfræðingur — Og ofar skilningi
ykkar, vísindamanna. Enda hafið þið
nóg á ykkar könnu, meðan vísindaleg
gjöreyðilegging hefir ekki lagt alla
jarðarkringluna í rústir.
Bankastjóri — Þarna heyrir herra
Forsætisráðherra hljóðið í þeim.
Eðlisfræðingur — Ekki mun Must-
erið sækja ráð til okkar.
Forsætisráðherra — Bravó! Ágætt!
í lýðræðislandi eiga menn að vera
°pinskáir. Rifrildi og skammir er
hinn eini sanni mælikvarði frelsisins.
°ðru máli gegnir hver sameiginleg
sannfæring vor verður, eftir að hafa
allir lagst á eitt, til varðveislu og við-
halds vors andlega og efnalega status
quo. Ekki óttumst vér neina sundr-
ung meðal vor, sem hér höfum mælt
°ss mót. Hið heilaga framtak ein-
staklingsins, ásamt andanum, mun
hinda oss bandi friðarins. Hitt getur
reynst erfiðara, að halda háttvirtum
hjósendum í sundrung og rifrildi,
eins lengi og nauðsyn ber til.
Hagfræðingur — Með leyfi herra
^orstjóra Heimsbankans. Er hug-
^yndin að sameina alla mestu vitr-
lnga þjóðarinnar í eitt bræðralag?
(^ögn.)
Forsætisráðherra — Já, og allrar
Veraldar. Til þess erum vér komnir á
Þennan samtalsfund. Vel að merkja,
er hann ekki officialis, og vildum vér
^enda herra Aðalritstjóra á, að það
Sern hér fer fram, kemur ekki hátt-
Vlrtum kjósendum við.
^ankastjóri — Vér höfum aðvarað
ðalritstjóra.
^ðalritstjóri — Eg mun gera
skyldu mína.
Gabríelia — (Kemur. Fundarmenn
>• .
ur sæti og hneigja sig, standa
&rafkyrrir, þar til hún hefir sest, og
stara á hana. — Hún virðist svífa inn
salinn, með útbreidda arma.) Náð og
friður andans sé með oss öllum.
Allir — Amen. (Taka sæti.)
Stjörnufræðingur — (Kemur.)
Heil, háttvirt.
Lögfræðingur — (Kemur.) Heil,
háttvirt.
Stærðfræðingur — (Kemur.) Heil,
háttvirt.
Allir — Heilir herrar, og gott
kvöld.
Gabríella — Friður sé með yður.
Allir — Amen.
Bankastjóri — Þá eru allir komnir,
sem hingað voru kvaddir.
Gabríella — Látum oss öll samein-
ast í andanum.
Allir — (Lúta höfði í þögn, en gefa
Gabríellu auga.) Amen.
Bankastjóri — Tilgang fundar
þessa er óþarft að skýra fyrir ykkur.
Eins og oss er öllum kunnugt, hefir
gullið verið undirstaða siðmenning-
ar vorrar, að segja má, frá ómunatíð.
En nú hafa vísindamenn vorir, að á-
stæðulausu og fyrirvaralaust, fundið
aðferð til að leysa það upp í gráa
ösku, (Ber klút að augunum.) þetta
fegursta og dýrmætasta hnoss vors
jarðneska lífs. Eftir því sem oss
skilst, er aðferð þeirra svo einföld,
að spillvirkið verður auðveldlega
framið af Bölsvíkingum og öðrum
óvinum menningar vorrar. Takist oss
því ekki, að finna nýtt verðmæti, sem
svarar til helstu eiginleika hins dýrð-
lega málms, má búast við, að sið-
menning vor öll hrynji til grunna, en
skríllinn stígi djöfladans á rústun-
um. Mun lýðræði og einstaklings-
framtak falla með gullinu, og snertir
þetta mál því herra Forsætisráðherra