Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 66
44
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
fyrra kvæðinu er þessi fallega vor-
lýsing:
Af sér hnjúkur hrímið þvær,
horfir upp í bláa salinn.
Neðar brekkan grænkar, grær,
gulli sól í voginn slær.
Fönnin grætur, fossinn hlær,
fyllir kvæðum allan dalinn.
Af sér hnjúkur hrímið þær,
horfir upp í bláa salinn.
Meistaralegast kvæða skáldsins um
það efni og eitthvert heilsteyptasta
og snildarlegasta kvæðið, sem bækur
hans geyma, — skær ljóðperla — er
smákvæðið “Fyrstu vordægur”:
Ljósið loftin fyllir
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast
og dimman flýr í sjó;
bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
Og lambagrasið Ijósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
Þá flettir sól af fjöllunum
fannanna strút;
í kaupstað verður farið
og kýrnar leystar út.
Bráðum glóey gyllir
geimana blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Hér er á látlausan en áhrifamikinn
hátt brugðið upp háíslenskri mynd
af vorkomunni, hvert orð hnitmiðað
og heppilega valið. Ummæli Páls
Steingrímssonar um þetta kvæði
skáldsins, í minningargreininni um
hann, eru því hreint ekki út í bláinn '•
“Höfundurinn er ekki að flytja neinn
nýjan boðskap eða lýsa einhverju,
sem sjaldan skeður. Hann er bara að
segja frá því, að nú sé blessað vorið
að koma. En hann gerir það svo ynd-
islega og skáldlega, að það verður
ógleymanlegt.”
Jafn snildarleg er staka Þorsteins
um “Vorhimininn”, sem löngu er
landskunn og á vörum fjölmargra:
Þú ert fríður, breiður, blár
og bjartar lindir þínar;
þú ert víður, heiður, hár
sem hjartans óskir mínar.
Sama handbragðið er á vísunni
“Fjallkonan”:
Fellur kögur fjalls um brún,
felur lögur hlíðir.
Hverja sögu’ er segir hún
syngur í bögur viðir.
En í þessum og fleiri stökum höf'
undar er sýn bragfimi hans og jafn-
framt náinn skyldleiki við alþýðU'
skáld vor, einkum þá Sigurð Breið-
fjörð og Pál Ólafsson.
Önnur kvæði Þorsteins, af svipuð-
um toga spunnin og náttúrulýsingat
hans, bera því vitni, að hann hefH
haft yndi af útiveru og ferðalöguu5
um sveitir landsins. Kemur það eig1
á óvart, þá í minni er borið, að hann
var sveitarsonur, alinn upp í ein*
hverju fangvíðasta og sviphýrasta
héraði landsins, Fljótsdalshérað1,
enda bar hann jafnan sonarlegan
ræktarhug til æskustöðvanna austur
þar, eins og sjá má t. d. af kvæðunum
“Á fornum slóðum” (Lögrétta, 1932),
með viðlaginu: “En, sveitin mín, e§