Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 135
ÞINGTÍÐINDI
113
réttilega áherslu í hinni athyglisverðu
ræðu sinni við hina sögulegu athöín 1.
ágúst síðastliðinn, er hann var settur inn
í embætti sem fyrsti þjóðkjörni forseti
Islands.
islenska þjóðin hélt að sjálfsögðu há-
tíðlegt á siðastliðnu sumri fyrsta afmæli
hins endurreista lýðveldis síns víðsveg-
ar um landið, og var þess atburðar einnig
minst með hátíðahöldum á ýmsum stöð ■
um hérna megin hafsins. Dró það af-
mæli að nýju athygli vora að merkilegri
sögu ættþjóðar vorrar, sigursælli sjálf-
stæðisbaráttu hennar, og þeim dýrmætu
rnenningarverðmætum, sem vér höfum
þaðan að erfðum hlotið, og búa yfir því
frjómagni til dáða og þeim andlega
þroskamætti, er oss ber að notfæra oss
sem best og varðveita sem allra lengst.
Annar atburður hins liðna árs getur
eigi siður verið oss til áminningar um
auðlegð og lífsgildi hinnar íslensku
rnenningar-arfleifðar vorrar, en það var
aldar-ártíð Jónasar Hallgrímssonar, sem
minst var fagurlega og virðulega á ís
landi og einnig í ræðum og Ijóðum hér
vestan hafs. Jónas Hallgrímsson var
hvorttveggja í senn mesti ljóðsnillingui
hinnar íslensku þjóðar og einn af allra
ahrifamestu vökumönnum og menning-
arfrömuðum hennar. Hann kendi þjóð-
inni að meta margbreytta og sérstæða
fegurð lands síns, hreinsaði og fegraði
tungu hennar, og glæddi henni í brjósti
tfú á sjálfa sig, framtíð sína og hlutverk.
Hann var, eins og alkunnugt er, einn
Þeirra eldheitu hugsjóna- og framsókn-
urmanna, er stofnuðu tímaritið Fjölni
°g bera síðan í sögu þjóðarinnar heið-
Ursnafnið “Fjölnismenn”. Voru þar að
verki vakandi og langsýnir þjóðræknis-
°g þjóðræktarmenn, sem enn geta verið
°ss öllum, sem þeim málum unna og
vilja vinna, hin fegursta fyrirmynd. Þeir
skildu það flestum betur, hversu djúpt
sálarlegar rætur manna liggja í mold
^ttlands þeirra og menningarlegum
jarðvegi þess, og þeim var það jafnljóst,
hve einstæð um margt og lærdómsrík
saga hinnar íslensku þjóðar er, sé hún
rétt lesin og skilin.
En það eru einnig aðeins djúpskygnir
°g langsýnir menn af vorum eigin stofni,
sem séð hafa og skilið varanlegt gildi
vorrar sögulegu og menningarlegu arf-
leifðar. Altaf öðru hvoru sjáum vér
merkileg dæmi þess, hversu miklar mæt-
ur gáfaðir og lærðir útlendingar fá á
íslandi, íslenskri tungu og bókmentum;
er það eitt sér óræk sönnun þess, hvern
fjársjóð vér eigum þar sem þær eru, og
ætti fyrirmynd þeirra erlendu ágætis-
manna, sem hér er um að ræða, að vera 1
oss hin sterkasta áminning um lifrænt
gildi þeirrar arfleifðar vorrar og lög-
eggjan til dáða varðandi viðhald hennar
og ávöxtun.
Varð mér þetta á ný rikt i huga er eg
fyrir nokkrum dögum siðan var að end-
urlesa í ritsafni dr. Sigurðar Norcjals,
Áföngum, hina prýðilegu minningar-
grein hans um André Courmont, hinn
skarpgáfaða frakkneska málfræðing, er
tók slíku ástfóstri við ísland, að það
varð, að dómi greinarhöfundar, “annað
föðurland, ástriða hans, örlög hans”.
Eigi var minni ást hans á íslenskri
tungu, en hana kallar hann “yndisleg-
asta garðinn”, sem hann hafi fundið,
enda geymir hún minjar skarpskygni
hans og skilnings á henni, því að honum
hugkvæmdist fyrst að nota orðið “lit-
róf” fyrir útlenda orðið “spectrum”. t
grein sinni um þennan mikilhæfa ást-
huga íslands, tungu vorrar og bók-
menta, farast dr. Nordal þannig orð, og
mættu þau verða oss nokkurt umhugs-
unarefni og sjálfsprófunar:
“Íslendingum hættir við að líta smátt
á sjálfa sig. Jafnvel versti þjóðarremb-
ingurinn er ekki annað en grímubúir.
vantrú á þjóðina. Heilbrigð sjálfsvirðing
kann sér betra hóf, skynsamlegt sjálfs-
álit telur fram það, sem þjóðin á, en ekki
það, sem hún átti að eiga, eða gæti átt.
Vér vitum hvorki nógu Ijóst, hvað vér
eigum frá fornu og nýju fari né hvers,
virði það er í hlutfalli við auglegð ann-
ara þjóða. Þess vegna erum vér of fljótir
að elta skugga erlendra hugsana, siða;
og menningar, — grípa þar í tómt, um
leið og vér glöprum úr hendinni eigu
sjálfra vor.”
Nú er því eigi að leyna, að þau orð
hafa oftar en einu sinni verið látin falla
við mig, að vér þjóðræknismenn og kon-