Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 135

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Page 135
ÞINGTÍÐINDI 113 réttilega áherslu í hinni athyglisverðu ræðu sinni við hina sögulegu athöín 1. ágúst síðastliðinn, er hann var settur inn í embætti sem fyrsti þjóðkjörni forseti Islands. islenska þjóðin hélt að sjálfsögðu há- tíðlegt á siðastliðnu sumri fyrsta afmæli hins endurreista lýðveldis síns víðsveg- ar um landið, og var þess atburðar einnig minst með hátíðahöldum á ýmsum stöð ■ um hérna megin hafsins. Dró það af- mæli að nýju athygli vora að merkilegri sögu ættþjóðar vorrar, sigursælli sjálf- stæðisbaráttu hennar, og þeim dýrmætu rnenningarverðmætum, sem vér höfum þaðan að erfðum hlotið, og búa yfir því frjómagni til dáða og þeim andlega þroskamætti, er oss ber að notfæra oss sem best og varðveita sem allra lengst. Annar atburður hins liðna árs getur eigi siður verið oss til áminningar um auðlegð og lífsgildi hinnar íslensku rnenningar-arfleifðar vorrar, en það var aldar-ártíð Jónasar Hallgrímssonar, sem minst var fagurlega og virðulega á ís landi og einnig í ræðum og Ijóðum hér vestan hafs. Jónas Hallgrímsson var hvorttveggja í senn mesti ljóðsnillingui hinnar íslensku þjóðar og einn af allra ahrifamestu vökumönnum og menning- arfrömuðum hennar. Hann kendi þjóð- inni að meta margbreytta og sérstæða fegurð lands síns, hreinsaði og fegraði tungu hennar, og glæddi henni í brjósti tfú á sjálfa sig, framtíð sína og hlutverk. Hann var, eins og alkunnugt er, einn Þeirra eldheitu hugsjóna- og framsókn- urmanna, er stofnuðu tímaritið Fjölni °g bera síðan í sögu þjóðarinnar heið- Ursnafnið “Fjölnismenn”. Voru þar að verki vakandi og langsýnir þjóðræknis- °g þjóðræktarmenn, sem enn geta verið °ss öllum, sem þeim málum unna og vilja vinna, hin fegursta fyrirmynd. Þeir skildu það flestum betur, hversu djúpt sálarlegar rætur manna liggja í mold ^ttlands þeirra og menningarlegum jarðvegi þess, og þeim var það jafnljóst, hve einstæð um margt og lærdómsrík saga hinnar íslensku þjóðar er, sé hún rétt lesin og skilin. En það eru einnig aðeins djúpskygnir °g langsýnir menn af vorum eigin stofni, sem séð hafa og skilið varanlegt gildi vorrar sögulegu og menningarlegu arf- leifðar. Altaf öðru hvoru sjáum vér merkileg dæmi þess, hversu miklar mæt- ur gáfaðir og lærðir útlendingar fá á íslandi, íslenskri tungu og bókmentum; er það eitt sér óræk sönnun þess, hvern fjársjóð vér eigum þar sem þær eru, og ætti fyrirmynd þeirra erlendu ágætis- manna, sem hér er um að ræða, að vera 1 oss hin sterkasta áminning um lifrænt gildi þeirrar arfleifðar vorrar og lög- eggjan til dáða varðandi viðhald hennar og ávöxtun. Varð mér þetta á ný rikt i huga er eg fyrir nokkrum dögum siðan var að end- urlesa í ritsafni dr. Sigurðar Norcjals, Áföngum, hina prýðilegu minningar- grein hans um André Courmont, hinn skarpgáfaða frakkneska málfræðing, er tók slíku ástfóstri við ísland, að það varð, að dómi greinarhöfundar, “annað föðurland, ástriða hans, örlög hans”. Eigi var minni ást hans á íslenskri tungu, en hana kallar hann “yndisleg- asta garðinn”, sem hann hafi fundið, enda geymir hún minjar skarpskygni hans og skilnings á henni, því að honum hugkvæmdist fyrst að nota orðið “lit- róf” fyrir útlenda orðið “spectrum”. t grein sinni um þennan mikilhæfa ást- huga íslands, tungu vorrar og bók- menta, farast dr. Nordal þannig orð, og mættu þau verða oss nokkurt umhugs- unarefni og sjálfsprófunar: “Íslendingum hættir við að líta smátt á sjálfa sig. Jafnvel versti þjóðarremb- ingurinn er ekki annað en grímubúir. vantrú á þjóðina. Heilbrigð sjálfsvirðing kann sér betra hóf, skynsamlegt sjálfs- álit telur fram það, sem þjóðin á, en ekki það, sem hún átti að eiga, eða gæti átt. Vér vitum hvorki nógu Ijóst, hvað vér eigum frá fornu og nýju fari né hvers, virði það er í hlutfalli við auglegð ann- ara þjóða. Þess vegna erum vér of fljótir að elta skugga erlendra hugsana, siða; og menningar, — grípa þar í tómt, um leið og vér glöprum úr hendinni eigu sjálfra vor.” Nú er því eigi að leyna, að þau orð hafa oftar en einu sinni verið látin falla við mig, að vér þjóðræknismenn og kon-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.