Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 75
TEIKN AF HIMNI
53
Agnes — Þú hefðir átt að heyra til
þeirra. Annar þeirra bar það á hinn,
að hann færi ekki eftir uppdrættin-
um, og brá honum um léttúð og
hrekki.
Hans — Taktu ekkert mark á
þessu. Þeir hafa verið að hnotabít-
ast eitthvað, að gamni sínu.
Agnes — Það var þá grátt gaman.
Hans— Ekki kemur það okkur við
þó útvarpið héðan mistakist.
Agnes — Vinna þeirra hér var ekki
811 bundin við útvarpið.
Hans — Sama er mér. Þetta kemur
°kkur ekki við.
-4gnes — Ætli nokkuð það verk sé
unnið, sem ekki snertir okkur, hvar
1 heimi sem er?
Hans — Láttu engan heyra að þú
sórt orðin ein alheims slettireka.
(Hlajgja). Herrarnir eru vísir til að
k®lla þig bölsvíking.
•^gnes — Þessi hrekkjalimur var
lengi að dútla við Atlas-styttuna, þó
^elagi hans fullyrti, að þeir hefðu
ekkert við hana að gera.
Hans — Jæja, Agnes mín. Þeir um
það. Við skulum koma snöggvast út.
(l^t á svalirnar og Agnes á eftir).
^semalaust er kvöldið fagurt.
(Þögn).
Agnes — Dagurinn er að deyja.
Hans — Þá er skamt þangað til
^nnar fæðist. (Þögn). Sama hvað
agurt er ag uta héðan, útsýnið veld-
Ur þér ætíð þunglyndi. (Þögn). Sérðu
enn eftir hvíta húsinu þarna? (Bend-
*.)
■dgnes — Eg vildi að eg gæti svar-
þeirri spurningu, Hans.
Hans — Kannske þú sért þunglynd
a^ því þú veist ekki hvað þú vilt.
•^gnes — Ætli nokkur viti, með
VlSsu, hvað hann vill?
Hans — Þú vissir það þó, þegar þú
vildir hingað til borgarinnar, úr hvíta
húsinu.
Agnes — Eg hélt eg vissi það. Þú
veist ekki hvað það er, að alast upp á
fátæku sveitaheimili og sjá borgina
blasa við og skipin koma og — fara
út í draumalöndin.
Hans — Nei. En eg veit hvað er,
að vera eins og fangi innan stein-
veggja borgarinnar og þrá það eitt að
komast út í sveitina.
Agnes — Þú áttir þar þó aldrei
heimili.
Hans — Þú áttir heldur ekki heima
í borginni þegar þér þótti hún feg-
urst.
Agnes — Eg á hér enn ekki heima.
Og þú ættir kannske aldrei heima í
sveit. Þegar þú varst barn, lástu ekki
í grasinu, tímunum saman, til að
hlusta á lækjarniðinn.
Hans — Né lóukvakið.
Agnes — Þú hefir aldrei átt græna
laut.
Hans — Né teigað gróðurilm vors-
ins.
Agnes — Þú mundir ekki þola
kvöldkyrð, út í sveit.
Hans — Eða morgunsöng vorfugl-
anna.
Agnes — Hans!
Hans — Já, Agnes.
Agnes — Það er eins og þú berg-
málir þetta sem eg er að reyna að
koma orðum að.
Hans — Ekki er það ótrúlegt. Eg
þekki þig ef til vill betur en þú sjálf.
Agnes — En þú þekkir ekki sveita-
sælu.
Hans — Þú ert sveitasælan.
(Þögn). Sveitin fæddi þig og ól. Þú
ert barn hennar, og kvelst af óyndi