Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1946, Blaðsíða 56
Eftir dr. Stefón Einarsson
I.
Sigurður Nordal hefir, sem kunn-
ugt er, farið í skáldjöfnuð reistan á
kvæðum þeirra Kristjáns Jónssonar,
Matthíasar Jochumssonar og Einars
Benediktssonar um Dettifoss. Hins-
vegar hefir hann ekki minst kvæðis
Guðmundar Friðjónssonar um foss-
inn og liggur það þó beint við að
nota það í sama tilgangi. Kvæðið
birtist fyrst í Iöunni 1916, og var það
áður en Nordal skrifaði greinina um
Matthías. Hinsvegar kom það fyrst
út í safninu kvæði 1925, eftir að
grein Nordals kom út.
“Niðurstaðan í kvæði Kristjáns,”
segir Nordal, “er magnleysi og böl-
sýni. Lífið er hverfult og fánýtt,
fossinn einn er sterkur og breytist
ekki. Skáldið vill “deyja í fossinn”
að fornum sið, án þess að nokkur
minnist hans eða felli tár yfir hon-
um. Aftur á móti sækir Einar Bene-
diktsson kraft og kyngi í fossinn.
Honum ógnar aflð, en það stælir
hann. Hann vill gera bandalag við
það, láta það þjóna sér. Hann dreym-
ir um að láta mannvitið spinna gull
og gróður úr því. En í raun og veru
er hann heillaður af fossinum.” Síð-
ar bætir Nordal við þeirri athugun,
að fossinn vekur líka í hug Einars
hugsunina um “nýja magnsins
straum, þá aflið, sem í heilans þráð-
um þýtur, af þekking æðri verður
lagt í taum.”
En “Matthías hvorki beygir kné
sín fyrir trylling fossins né ágirnist
hestöflin í honum. Hann finnur und-
ir eins, að hann og fossinn eru hvor
af sínum heimi. Hann stendur fyrst
álengdar og undrast, óttast, en hop-
ar ekki. . . .” Matthías teflir ekki
fram gegn fossinum albrynjuðum og
alvopnuðum verkfræðingi, heldur
barninu, eins og það kom nakið af
móðurlífi; “þó af þínum skalla þessi
dynji sjár, / finst mér meir ef falla /
fáein ungbarns tár.”
Bak við tárin vakir afl, sem er ann-
ars eðlis en afl fossins, það er sálin.
tilfinningin, kærleikurinn, gegn afl1
efnisins.
II.
Hvernig bregst þá Guðmundur
Friðjónsson við fossinum?
Hann yrkir honum tvítuga drápu>
dróttkvæða. Þótt ekki væri annað,
hlyti það að benda mönnum til forn-
aldarinnar, enda lýsir Guðmundur
fossinum sem eldfornum jötni °£
bergkonungi:
Jöfur gljúfra, jörmunhávi,
jafn í kvöld, sem fyrr á öldum,
setið hér að sumbli lætur,
syngur og tónar voðakyngi.
í samanburði við hina tvítugu
drápu Guðmundar eru kvæði hinna
skáldanna eigi aðeins styttri, heldur
líka heilsteyptari. Þau gætu kallast
“Matthías við Dettisfoss”, o. s. frv.,