Vísir - 24.12.1939, Page 12

Vísir - 24.12.1939, Page 12
VlSIR (5 einstakar gullnar skemtisnekkjur frá Tiberias. Sigling á vatninu var þó engan vcgin hættulaus. Hamslausir fellibyljir bárust yfir vatnið frá hinu þrönga fjalllendi, og umhverfðu því á augnabliki. Þá ríkti angist í htlu fiskiþorpunum við vatnið, sem lágu með litlu millibili alt umhverfis vatnið, þar sem fjöllin höfðu skilið eftir dálítið landsvæði til bygginga og beitar búpeningsins. Valerius inli eftir höfuðsmanninum, og var honum vísað á eilt af stórhýsum bæjarins. Hann steig af balci og um leið og hann barði að dyrum var Iiliðið opnað af hliðverðinum. Kallað var á þræla og önnuðust þeir hestana og fylgdarlið hans, en dyra- vörðurinn fylgdi Valeriusi í gegnum hliðið og opnaðist þá víður skrautgarður, og í lionum miðjum var gosbrunnur. Höfuðsmað- urinn gekk í móti Valeriusi og heilsaði honum hjartanlega, en síst af öllu hafði hann búist við að hitta striðsfélaga sinn hér úti á hjara veraldar. Strax var Valeriusi fylgt til gestaherbergis, her- klæðin dregin af honum, hann þveginn og smurður með olíu. Þvínæst Idæddist hann rómverskum kirtli, léttum og þægilegum og að því loknu lögðust þeir vinimir á eitt hægindi, sem þremur var ætlað, og stóð við hálf hringmyndað borð. Þeir lágu á vinstri olnboga, en seildust með hægri hendi eftir matnum, sem borinn var á borð af þrælunum. Aðallega var framreitt, — eins og al- staðar í Palestinu, — hveitibrauð, en með þvi var neytt nokkurra smáfiska, þá alskyns ávexti, olífur og fíkjur og rikulega var vinið fram borið. Hið fjörgandi vín frá Hebronsdal i Judeu, blandað með vatni, endurnærði og liresti ferðamanninn til fulln- uslu, enda fullyrti höfuðsmaðurinn það, að tveir væru lil vökvar, sem endurnærðu likamann: að utan olían en hið innra vinið. Er höfuðsmaðurinn liafði int af hendi risnuskyldu sína, skýrði Valerius honum aftur á móti frá því livernig á ferðum bans stæði. Er hann gat þess að hann hefði í hyggju að fara fná Kapernaum til Cesarea þar sem landsstjórinn hafði aðsetur, skaut höfuðsmað- urinn því inn, að landsstjórinn færi ávalt um þetta leyti árs til Jerusalem, og héldi þar kyrru fyrir meðan hátíð Gyðinganna, -— páskarnir — stæðu yfir. Skýrði hann frá því, að Gyðingar frá allri Palestinu söfnuðust þar saman um ])etta leyti, en auk þess kæmi þangað fjöldi Gyðinga frá öllu Rómaveldi, þannig að bær- inn fyltist af fólki eins og maurabú. Ibúar bæjarins væru um 100.000, en á páskunum brefaldaðist sá fjöldi, en eins og ástandið væri í landinu, þyrfti þá óhjákvæmilega að fjölga setu- liðinu þar meðan á hátíðinni stæði. Þar væru nú um 600 manna liðssveit og auk þess sveit í-iddaraliðs, en á páskunum færi Pila- tus þangað sjálfur til þess að hafa hemil á óróaseggjunum. „Ef þú vilt hitta landstjórann verður þú sjálfur að fara ])ang- að. Þangað á eg raunar sjálfur erindi og skal eg því slást í för með þér, og skýra þér frá ástandinu á leiðinni,“ ságði liann að lokum. Morguninn næsta sýndi höfuðsmaðurinn gesti sinum hibýli sín. Húsið var bygt á sama hátt og flest stórhýsi i Palestinu, i fer- hyrning. t bakálmunni voru vistarverur kvennanna, og ])ar var einnig eldhúsið og í þvi var brauð bakað daglega. Hveitimjölið i brauðin var malað í handkvöiTi, en hún var búin til úr stórurn ,steíní mfð toolw i. m i þeirri holit lélc únnftr eteínn minút, sem muldi lcornið. í hliðarálmunum var birgðageymslan og bústaður þrælanna. Á þessum tíma var aðbúð þeirra mjög ill í öllu Róma- veldi, en vegna hinna mannúðlegu ákvæða Moselögmálsins, var iiún miklum mun betri meðal Gyðinganna. í framhlið byggingar- innar, þar sem hliðið var að götunni, lágu gestahei-bergin og inn- göngusalur, en frá honum lágu dyr inn í garðinn, en við hlið þeirra aðrar dyr, þar sem gengið var upp í sal einn, sem lá á allri efstu liæðinni. Þar koin fjölskyldan saman við hátíðleg tækifæri. Ljósið féll inn á múrsteinsgólfið gegnum op á múrvegg þeim, semsneriað garðinum, en gler var aðeins notað meðal auðkýfinganna. Or þess- um sal lágu tröppur upp á þakið, en umliverfis það var girðing, og var þar mjög þægilegur dvalarstaður iþessubeitaloftslagi, nemaað eins meðan rigningartiminn stóð yfir. Einkum var þetta þægilegt á eflirmiðdögum, þegar sólin var tekin að lækka á himni, og auk þess var þarna hið dásamlegasta útsýni yfir Genesaretvatnið og bæinn með hinum þröngu götum. Hús fátæklinganna voru oftast ein hæð, og var kvikfénaðurinn í öðrum endanum, en fjölskyldan bjó í hinum, og var þangað aðeins upp að ganga eina eða tvær tröppur úr fjárliúsinu. Fátt var þar um hægindi, en gólfið var notað, sem rúm, slóll og' matborð. Ljósið féll inn um dyrnar, og þar var enginn olíulampi í miðju lofli, sem brann stöð- ugt, enda var það eilt og bið sama að segja um einhvern, „að hann svæfi í myrkri“ og það að segja að hann væri fátækur. Rétl lijá húsi höfuðsmannsins sá Valerius nokkuð stóra bygg- ingu einálma, og er hann spurði, svaraði höfuðsmaðurinn þvi, að þetta væri bænliúsið (Synagog). Valerius vissi vel bvað það var, því að í öllum bæjum Rómaveldis voru Gyðingar, og þar sem þeii' voru nægilega margir, bygðu þeir samkomuhús eða bænaliús, þar sem þeir hittust og héldu hvíldardaginn heilagan hvern laug- ardag. Það, sem vakti hinsvegar undrun Valeriusar, var að heyra, að liöfuðsmaðurinn hafði sjálfur annast hyggingu þessa — bygg- ingu samkoniuhúss Gyðinganna, -— enda þótt hann væri Róm- verji. Nii fékk hann einnig það að heyra að höfuðsmaðurinn hefði sjálfur hallasl að Gyðingatrú, og lifði eftir hennar boðorð- um, — að minsta kosti þeim merkustu. Valerius liafði einnig frétl ])að, að þeir voru nokkrir, sem hefðu gengið Gyðingatrú á hönd, og hefðu verið umskornir. Skuldbundu þeir sig til að fylgja í öllu boðorðum Gyðinga og siðavenjum. Þessa menn viðurkendu Gyð- ingar þó ekki fyllilega, og því síður hina, sem voru allnokkrir, sem kallaðir voru guðhræddir menn, og sem ekki létu umskera sig, en fylgdu þó siðum Gyðinga um hvíldardag og matarhæfi, og neyttu því hvorki svínakjöts né blóðs. Undrandi hlýddi Valer- ius á frásögn höfuðsmannsins um trú sina á guð Gyðinganna, sem þeir máttu ekki búa til myndir af, og nafn lians — Jahve — ekki nefna. Og þótt höfuðsmaðurinn heiðraði guð þeirra, héldi boðorðin, gæfi ölmusur og hefði meira að segja bygt bænhús, sem hann sótti að staðaldri hvern hvíldardag og aðrar vilculegar samkomur á miánudögum og fimtudögum, forðuðust Gyðingarnir liann með því að liann var ekki umskorinn, en mörgum þeirra var þó vel til hans. Enginn Gyðingur kom í hús hans, og þeir, sem voru kreddufastastir vildu ekkert liafa saman við hann að sælda utan húss. ; ' ■ , y Alt þetta var nægt umræðuefni, er þeir riðu morguninn eftir út úr bænum og lögðu suður á leið. Meðan hestarnir tifuðu eftir mjóum troðningum, sem lágu upp i fjalllendið, reyndi höfuðs- yi8 Damasltushliðið i ilerúsalero. Það er. gkrautlegasta hhð horgarinnar.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.