Vísir - 24.12.1939, Síða 19

Vísir - 24.12.1939, Síða 19
VÍSIR 13 ...........* ..... " — —1 Lögreglufulltrúini) var stað- inn upp og óttinn skein úr hverjum andlitsdrætti hans. í sömu svifum henti Ondra sér á bak hinum hestinum og' reið af stað og hélt áfram að kalla: „Dorcha, Dorcha, komdu, komdu!“ „Hvert ætlarðu,“ kallaði lög- reglufulltrúinn. „Hvert ætlarðu, þorparinn þinn, þú — þú lúsablesi — eg skal —“ En Ondra skellihló. „Ætlarðu að skilja mig hér eftir?“ veinaði lögreglufulltrú- inn, „það verður minn bani. Gerðu það ekki, eg bið þig.“ Rödd lians tiiraði af angist. „Úlfarnir — úlfarnir koma kannske.“ „Verið alls ósmeykir, herra minn,“ ságði Ondra. „Það eru engin villidýr hérna í mýrinni — og úlfarnir eru vatnshrædd- ir. Vefjið að yður feldinum — svo að þér kvefist ekki. í fyrra- málið kem eg — eldsnemma. Það er lieypoki undir sætinu — búið yður hvílu og látið fara vel um yður. Eg lek ekkert fyr- ir næturgreiðann.“ „Vertu ekki að skopast að mér,“ sagði lögreglufulltrúinn eymdarlega. „Farðu ekki frá mér. Hjálpaðu mér.“ „Það er svo dimt, fulltrúi, eg sé ekki handa skil. Hvað get eg gert yður til hjálpar?“ Það fór ekki fram hjá full- trúanum, að Ondra mælti í liæðnislegum tón. Hann var gripinn skelfingu af tilhugsun- inni að vera þarna einn alla nóttina á miðjum mýrarflákan- um, og hann mælti með grát- stafinn í kverkunum: „Ondra, komdu aftur, eg bið þig. Eg skal launa þér vel — hvað sem þú setur upp. Eg á konu og börn. Þau biða eftir mér. Og á morgun er jóladag- ur — því ertu svona harðlund- aður ?“ Hann mælti í örvæntingu. Hann beið eftir svari. En ekkert svar kom. Þá var eins og liann ætlaði af göflunum að ganga og liann æpti út í myrkrið: „Hæ, strákur, nautshaus, fantur, komdu og bjargaðu mér. Sjáðu aumur á mér. Hugs- aðu uin hörnin mín. Þau hiða eftir mér — það verður ekki kveikt á jólatrénu fjrr en eg kem. Engin jól, nema eg komi. Ó, bændalydda, hundur —“ Svo lineig hann niður i sæl- ið, vafði um sig úlfsskinnafeld- inum og grét eins og barn. En nóttin var þögul og dimm. Og honum var engu svarað. A. Th. þýddi úr ensku. HEIM FYRIR JÓLIN Ötnwiio.%. nótt á 'ífxóð.áhA&Íðí S^LpiÍÁ. pHm. 1937'. Úr Staðarsveit. Lengst t. v. á myndinni sést hvar Fróðárheiði byrj- ar, en þar liggja sunistaðar klettabjörg mikil, er geta vcrið mjög hættu- leg vegfarendum, þeini, cr viltir fara. Porsteinn Jósepsson færði f letur eftir frá sögn Elínar Gisladóttur á ölkeldu. Elín Gísladóttir. AÐ lagði vindgjóstu sunr ■ an af fjöllum og norður yfir Breiðafjörð. Sennilega yrðj liann svalur á Fróðárheiði i dag. Þó voru menn ekki á eitt sáttir með veð- urúllitið. Flestir héldu að hann myndi lægja og létta til, öðrum fanst útlitið ískyggilegt, og töldu allra veðra von. Veðurspá útvarpsins fór fyrir ofan garð og neðan lijá þeim þorpsbúun- um. Sjómenn spá veðrinu sjálf- ir. Þeim finst það tryggara. Undir öllum kringumstæðum var betra að búa sig vel, og Elín var færð í hverja spjörina utan yfir aðra. Hún fór nauðug i þær, ep fór í þær samt, því gamla fólkið veit hvernig á að búa sig út í fjallferðalög í skammdeginli. Úthtið var líka langt frá þvi að vera örugt. Elín var færð í tvenn ullar- nærföt og þrenna sokka, poka- buxur úr þykkri íslenskri voð og tvær ullarpeysur. Um liáls- inn var vafinn litill ullartrefill og skjólgóð slæða utanyfir hann, svo lienni yrði ekki kalt á hálsinum. Svo var haldið á- fram að búa liana undir kuld- ann á Fróðárheiði. Hún var færð í jakka, síðan skjólgóða lqápu með loðkraga og loks var endahnúturinn hnýttur á þetta með því að færa hana i regn- kápu yst allra klæða. En auk þess var hún í stórum gúmmí- stígvélum — svo stórum, að þau rúmuðu alla sokkana sem hún var i, auk fótanna. Á höfð- inu hafði hún alpahúfu og sjó- hatt utanyfir. Elín leit út eins og stór álna- vörustrangi. Það var með naumindum að það sæist á henni nokkur mannsmynd, og af liðamótum á likama sinum vissi hún varla, svo stirð og þunglamaleg var hún orðin í þessum mikla fatabunka. En Elin var vel búin, og það var fyrir mestu, þvi að um skamm- degisleytið er allra veðra von á Fróðárheiði — jafnvel þótt út- litið væri betra en það var í dag. Elín var Gísladóttir, og átti heima á Ölkeldu í Staðarsveit. Hún fæddist 22. dag ágústmán- aðar árið 1917. Og nú var hún tuttugu árum og fjórum mánuðum seinna — á leið heim til foreldra sinna til að dvelja þar meðal ástkærra ættmenna sinna um hátíðarnar. Þetla var 16. desember 1937, og Elin var sammæld við póst- inn sem fór milli Ólafsvíkur og Búða, Ágúst Ólason í Máfa- hlíð. Þau höfðu þrjá hesta, sinn hestinn livort til reiðar, og einn undir póst. Þegar þau lögðu al' stað vantaði klukkuna hálfa slund til liádegis. Þau fóru sem leið lá frá Ól- afsvík og inn með sjónuin, und- ir hliðum sem liggja norður úr Ivambsheiði og að svokölluðu Heiðartagli fyrir innan Fróðá. Ljósm.: Þorst. Jósepsson. Þar byrjar Fróðárheiði. Færðin var góð að Taglinu og þau fóru greitt. Loftið var þungbúið eins og áður og það rofaði hvorki til né sjæti að. Gjóstan var hin sama. Þegar upp í heiðina kom, versnaði færðin til muna. Snjór- inn var mikill og viða djúpir skaflar. En það kom þeim ekki á óvart. Þau vissu það áður og ætluðu að ferðin til Búða tæki 5—6 klst., en það er nokkuð lengri timi en venjulega þarf til að komast þessa leið. Á leiðinni upp fyrstu brekk- una syrti í lofti og úr sortanum hrutu snjóél — allsvört — en birti að eins á milli. Það tók að hvessa. Veðrið versnaði því ofar sem dró i lieiðina. Hvassviðrið óx, snjókoman líka. Nú var ekki meir um uppstyttu að ræða, og innan stundar var skollið á fár- viðri, rok og samsvarandi hrið. Það sást ekkert til vegar og þarna var ekkert sem hægt var að átta sig á. Þau héldu beint i veðrið, og hestarnir brutust á- fram í ófærðinni. Póstshestarn- ir voru öllu vanir og klufu fann- 4

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.