Vísir - 24.12.1939, Side 38

Vísir - 24.12.1939, Side 38
32 VlSIR --S-- Axel Thorsteinson: UNDIR JÓL. Tveir eða þrír dagar liðu. Og loks var lagt af stað á ný. Það var komið fram undir jól, en enn var snjólaust hvarvetna. Brottfarardaginn frá Siegburg var nokkur úrkoina, stöðugur ýringur úr lofti, og vegir blauf- ir. Var því all erfið gangan ineð þungar byrðar, upp lilíðar og hálsa. En jafnvel á úrkomu- döguin hlýtur auga manns að gleðjast yfir því, sem getur að lita á þessum slóðum. Hvar- vetna blasir fegurðin við göngp- manninum. Og bændabýlin eru snotur og þorpin hreinleg. Það er ánægjulegt að sjá hvítmáluð húsin með grænan skóginn að baki. Alls staðar blasir skógur- inn við, víða hár og dimmur, en tígulegur og laðandi. Það var eins og i hans ríki væri eitthvað, sem drægi til sín hugina — vekti gamlar minningar og nýj- ar vonir. í brjóstum sumra glæddist heimþráin og flestir gerðum við okkur vonir um áð fá að halda kyrru fyrir um stund í þessum fögru skógarbvgðum. Það var eins og enginn dragi í efa, að þarna gætum við unað um hríð, frjálsræði yrði meira en við átt- um að venjast og ef til vill yrði hægt að stunda veiðar og gera sér eitthvaðj annað til dægra- styttingar. I BJÖRK. Áfangastaður okkar var þar, sem Björk heitir, og var þar tvi- býli. Þar áttum við, sem vorum i d-flokki 19. herdeildarinnar að hafast við um skeið. Okkur var skift niður á bæina, en það var ekki nema tveggja mínútna gangur á milli. Eg og npkkrir aðrir fengum herbergi (il af- nota inn af eldhúsi á þeim bænum, sem var austan- vert á skógi klæddum hálsin- um, en hitt býlið var uppi á hálsinum, og þar gistu hinir fé- lagarnir. Þéttbýli var þarna í sveitinni og skamt til annara býla, gistihúss og símastöðvar. Hlick var ekki herbergisfélagi niinn að þessu sinni. Hann var í húsinu upp iá hæðinni. Þar bjuggu lijón með dætruni sin- um tveimur, og voru báðar inn- an við tvitugt, stúlkur góðlegnr og stiltar að sjá, og var sú eldri friðari, Ijóshærð og fíngerð, og bauð af sér hinn 'besta þokka. Við Hlick hittumst þarna dag- lega, þvi að vltanlega vorum við féiagar sl og ee að heim- sækja hverjir aðra. Samkoroulagið roUU her« Um jóla- og nýársleytið í Rínarbygðum mannanna og sveitafólks þessa var hið ákjósanlegasta. Það var stöðugt við hin og þessi störf í kringum okkur og við ræddum við það, eftir þvi sem unt var. Þar sem Hlick var sat fjöl- skyldan tiðast i eldhúsi á kveld- in, er störfum var lokið. Var eldhúsið jafnframt borðslofa. Eins og þar sem eg var höfðu hermennirnir þarna herbergi innar af eldliúsi. Þegar við fór- um lil þeirra urðum við því að ganga gegnum eldhúsið. Stundum las bóndinn uppliátt úr biblíu sinni og konan og dæturnar ldýddu á. Kom það þá stundum fyrir, að hermennirn- ir settust á bekk ]>ar í eldhúsi og hlýddu á lesturinn, þó að fæstir skildi neitt í málinu. Framkoma þeirra var óaðfinn- anleg. Þeir skildu þetta fólk. EINS OG ÞÚ, OG EG. „Það er eins og þú og eg,“ sagði einhver, „og hér er gott að vera“. Og sannleikurinn var lika sá, að þetta óbrotna sveita- fólk kom fram við okkur eins og ferðalanga, sem atvikin réðu, að gistu hjá þeim um skeið. Og þó vorum við í rauninni engir aufúsugestir. Vafalaust liafði það góð áhrif á hermeimina, að vera á þessu heimili. Og það var ekki síður á því heimili, sem eg var. Þar voru engar heimasæt- ur, en lijónin þar áttu tvo drengi, og voru háðir innan fermingaraldurs. iHans og Pét- ur hétu þeir. Einhvernveginn atvikaðist það svo, að Hlick var oftar á þessu býli en hinu, er liann liafði ekki skyldustörfum að gegna. Hann var stundum á stjái ineð drengjunum og bjó lil smáhluti fyrir þá úr tré, því að hann var hagur vel. Vafalaust tel eg, að heima- sæturnar á liinu býlinu liafi heillað hugi sumra hermann- anna, og mun fegurð eldri stúlkunnar einkanlega hafa átt sinn þátt i, að hermennirnir sátu þolinmóðir á bekk i eldhúsinu, er lesið var i bibliunni. En Hlick var, að eg hygg, ekki i þeirra tölu. Hann hafði ríiéiri ánægju af að.vera með Hans og Pétri. Á VERÐI AÐFAN G AD AGSKVÖLD. Á aðfangadagskveld var eg á verði. Enn var auð jörð, en það var farið að þykna í lofti. Og á meðan eg gekk fram og aftur á varðstaðnum, með riffilinn minn á öxlinni, hugsaði eg heim, og óskaði mér þess, eins og eg hafði ávalt gert þar, að jólin yrði hvít. Og mér varð að ósk minni. Það fór að snjóa, áð- ur en eg fór af verði. Það var logn og kyrt veður og mjöllinni hlóð niður. Klukkum kirknanna í þorpinu var hringt og á býlun- um var ljós í hverjum glugga. Sáhnar voru sungnir. Það var heimafólkið, sem hóf sönginn, en hermennirnir tóku brátt undir. Það var sami sálmur, sama lag og heima: Heims um ból! Hann var sunginn bæði á ensku og þýsku þessi sálmur um nóttina lielgu. Og eg hafði hann upp fyrir mér í huganum, ]>ar sem eg stóð, á máli minnar þjóðar. ,,Heims um ból, —“ hvar- vetna sömu kendir, sömu þrár, vonir — um alla jörðina, þar sem kristnir menn byggja Iönd, HEILÖG FRIÐARSTUND. Geti nokkur stund verið heil- ög friðarstund, flaug mér í hug, er það slík stund sem þessi, er sálir manna samstillast, sálir þeirra, sem skömmu áður höfðu borist á banaspjót. Slík stund gleymist ekki. Minningin um hana lifir, jafnvel hjá þeim, sem hafa glatað trúnni á, að sá f.igur vinnist, að varanlegur friður verði ríkjandi með mönn- unum. —- Það var notalegt að koma inn í hlýjuna og hvílast um stund. En eg kunni því vel að þessu sinni, að fara aftur á vörð, þegar hvíldarstundirnar fjórar voru liðnar. Það var dásamlega kyrt úti og unaðslegt um að lilast, að sjá skóginn iklæddan hvitri skikkju. 1 huga minum var barnsleg gleði yfir því, að JÚáÉk JÖLASÍÍREYTING Á FJÖLFÖRNUSTU GÖTU KÁUPMANNAHAFNAH, „STRIKINU“,

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.