Vísir - 24.12.1939, Page 40

Vísir - 24.12.1939, Page 40
34 VÍSIR Mér hafði virst hann breyttur frá því í Siegburg einkanlega fyrst í stað eftir að hann fór heim með þýsku konunni. Mér var ljóst, að það hafði vakið ný umhugsunarefni i sál hans, að fundum hans og þessarar konu bar saman. Eg þóttist sjá, að hann vœri að liugsa um það, sem hann hafði ekki áður liugs- að um, og hann fann, að það var margt, sem liann gat ekki ráðið fram úr. Það er fjarri mér að lialda því fram, að innri maður Hlicks hafi gerbreyst þessa einu nótt í Siegburg. En það, sem fyrir liann kom þá, Jeiddi til þess, að Jiann fór að liugsa meira, sltoða meira i eigin hug og annara liugi en áður. Breytingin, sem varð i liugsana- Jífi hans, var hægfara, og átti í rauninni rætur sinar að rekja til þess, er fundum hans og Nellie bar saman, öreigastfilk- unnar, sem hafði verið ósýni- legur göngufélagi hans, alla !eið austur fyrir Rín. Oft hafði eg elast um, að fundum Hlick og Nellie mundi bera saman aftur, að þau myndi eiga samleið siðar í lífinu, og eg hafði í rauninni ekki mikla trú á þvi, að það mundi fara vel, ef liann gengi að eiga hana. Eg hafði að visu stundum sltrifað lienni fyrir hann, eins og hann óskaði, en eg hafði án þess að beita mér neitt að ráði, reynt að vekja liann til umhugsunar um Jivort það væri ráðlegt fyrir hann að Jjyggja framtið sína og hennar á jafnskömmum kynnum og um var að ræða. En mér var farið að segjast svo hugur um, að Hlick mundi ef til vill aldrei fá slitið sundur þau bönd, sem ltnýttu sálir þeirra saman, Irvort sem það átti fyrir þeim að liggja að hittast aftur eða ekki. Það er nú einu sinni svo, að á langri göngu kemst enginn hjá því að hugsa og oft því meira, sem lengra er farið. Nýjar liugs- anir vakna. Menn sjá víðar, horfa lengra og liærra, menn sjá þá og margt nýtt og margt gam- alt í öðru ljósi. En það, sem mest er um vert, menn læra bet- ur að þekltja sjálfa sig við að kanna nýja stigu og við að öðl- ast aultna reynslu, og ný kynni hafa Jíka sín áhrif. Hið nýja viðhorf hvers einstaklings eyk- ur þroskann, lyftir huganum, nema þegar um þá er að ræða, sem „sjáandi sjá ekki og heyr- andi heyra ekki“. Við höfum borið að viðarbúta og hlaðið í köst. Höfum við þv nógu að brenna næstu stund- irnar. Hlick lagði tvo væna drumba á bálið og settist þvi næst á við- arkubb gegnt mér. Veður var gott. Það var dálit- ið ltul, vægt fx-osl og snjór á jörð. Bjart var af tungli og ekltert hljóð harst að eyrum, nema niður áriimar, snarkið í bálinu og þytur i trjáliminu annað veifið. Eg hafði kveiltt mér í pípu, en Hlick tottaði vindling, sem hann hafði kveikt i, er liann settist. Þannig sátum við um stund og ræddum fátt. Heima á hýl- inu voru allir i fasta svefni, gamla fólkið, — en svo kölluð- iim við heimilisfólkið, systur tvær og bróður þeirra, öll við aldur — liafði gengið sneimna til rekkju, og félagar okkar steinsváfu í herbergi þvi, sem við höfðum til umráða uppi á loftinu. Við Hlick áttum að vera tvær stundir á verði, eins og venja var, og fá þvi næst f jórar hvíld- arstundir, þá aftur á vörð og og svo koll af kolli. En það kom stundum fyrir þama á þessum stað, að slíkum reglum var ekki nákvæmlega fylgt, því að varð- stundirnar voru ánægjulegar, og þeir sem verðir voru hirtu ekki um að fara inn og vekja þá, sem áttu að leysa þá af. Það var einkennilega friðsælt að sitja þarna við bálið á næt- urstundum, með góðum félaga, fjarri skarkala heimsins. Frið- urinn, kyrðin, sem var yfir öllu, hafði sín góðu, mildandi áhrif á okkur, sem vöktum. Alt, sem i niánd okkar var virtist sofa vær- an, menn og dýr og tré, alt virt- ist bundið svefni. Það var ekk- ert, sem minti á dauða, heldur svefnbundið líf, í faðmi nætur- innar var alt að hvilast, endur- nærast, safna nýjum þrótti, og jafnvel við, sem vöktum, hvíld- umst. Það kom ró yl'ir okkur, yfir hugsanalífið. Það var eins og að sitja við beð harns, sem sefur væran. Alt ilt, sem stund- um sækir á i huganum, var fjarri. Að eins góðu hugsanirn- ar komust að. Kyrðin inikla i ríki náttúrunnar hefir þessi á- lirif á sálir manna. Og i hugan- anum eru mörg sporin rakin lil hins Jiðna og stundum, á slíkum nóttum, er um stund hefir verið þykt loft, og skýin fara smám saman að greiðast í sundur og liið hleika skin mánans bjarm- ar á ánni, sem liðast milli dökkra skógarásanna, leitar hugurinn eigi að eins til hins liðna, hann leitar og upp og fram. Hugur manns stiklar, á gullnum skýjateinum, leitar á ljósvegu, langar leiðir, en það er sama hver maðurinn er, seinast leitar hugurinn heim. Á slíkum stundum verður þeim ljóst, sem vaknað hafa til um- hugsunar um lífið og tilgang þess, að i raun og veru er heim- urinn allur dásamlegt föður- land mannanna, þólt enn komi í ljós, að i rauninni erum við allir eins, altaf leitar hugur hvers einstaks, hvort sem um mig er að ræða eða einhvern annan, á þann blettinn, sem Iiuganum er kærastur og bestur og fegurstu minningarnar eru hundnar við; þann staðinn, er menn stigu spor bernskunnar, og þektu eklcert ilt, þegar alt var gott, fagurt og dásamlegt. Alkyrðin hefir þau áhrif, að menn verða glaðir eins og börn og fá litið dásemdaraugum á alt, Það er eins og sál alheims- ins dragi að sér mannssálirnar litlu. Þær finna Iive móðursálin mikla, hið guðlega i tilverunni, er nálægt. I huganum er djúp lotning og lífið er fagurt og auðugt og sál hins einmana finnur, að einnig hún býr yfir auðlegð og dásemdum, þnátt fyrir alt mótlæti og raunir og. innri baráttu á erfiðum stund- um, milli ills og góðs. Og hún magnast fyrir áhrif hinnar ó- sýnilegu, nálægu, voldugu, miklu sálar, eins og alt, sem grær, þróast fyrir áhrif sólar. STÆRSTA LANDFLUGVÉLIN. Hún er auðvitað amerísk og er í eign United Air Lines. Flugvélin er rúmlega 30 metrar á lengd, vængjahafið er 40 m. og tekur 60 farþega. Myndin er tekin á Floyd Bennett flugvellinum i New York.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.