Vísir - 24.12.1939, Síða 41

Vísir - 24.12.1939, Síða 41
VÍSIR 35 Byron lávarður. I. ógæfusöm arfleifð. AFBURÐAMAÐURINN eöa snillingurinn á altaf viö örðugar aðstæður að búa vegna hinna djúpu andstæðna, sem innra og ytra líf hans bygg- ist venjulega á. Þá bætir skiln- ingsskortur hópmenskunnar held- ur ekki úr skák, því eklcert dregur hinn skapandi einstakling jafn á- takanlega niður né lamar hann andlega, sem barátta hópsins gegn frumleikanum og sérstæðinu. Enski skáldsnillingurinn Byron er einn þeirra fáu manna, er stað- ist hefir hverja eldraun og meira að segja vaxið við hverja tilraun meðalmenskunnar að beygja hann undir áhrifavald sitt. Þegar Byron fæddist — það var 22. janúar 1788 — þá var hið nýstofnaða hjónaband foreldr- anna þegar farið út um þúfur. Faðir Byrons, liðsforingi að atr vinnu, var vegna svall-lífs hans; í daglegu tali aðeins kallaður Jack vilti. Þegar í æsku náði hann ást- um greifynjunnar af Saramarthen, og giftist henni eftir að hún skildi við manninn sinn. Hún dó af barnsförum. En barnið, það var stúlka, lifði. Það var vatni ausið og hlaut nafnið Ágústa. Vegna lífernis síns, var Jaclc vilti á skammri stundu búinn að eyða eignum konu sinnar, og fór þá að hugsa til kvonfangs á ný, þar sem honum gæti að nýju áskotn- ast riflegur heimanmundur. Hon- um varð að ósk sinni. Flugrík, skosk stúlka, Cátherine Gordon að nafni, varð ástfangin í hinum glæsilega foringja og giftist hon- um i þeirri trú, að hann kvæntist sér af ást. Væri Bvronsættin vilt, þá var (iordonsættin trylt. Ættarsaga liennar, sem náði aftur til Stúart- anna, virtist öll vera blóði drif- in. Varla nokkur ættfeðra Cat- herinu liafði dáið á sóttarsæng né venjulegum dauðdaga. Dularfullir dauðdagar, sjálfsmorð ' og liflát fyltu ættarsöguna, og einn for- feðra hennar átti t. d.’þátt í morði Wallensteins. — Eftir giftinguna fluttu Byron og kona hans á ætt- aróðal hennar, Gight, og þar só- uðu þau á örskömmum tíma heimanmundinum, eins og hann lagði sig. Byron fæddist i leiguíbúð i Lundúnaborg. Skömmu eftir að hann fæddist, fór móðirin með hann burt úr borginni 0g heim á ættarslóðir sinar hjá Aberdeen, en íápjCLhðaJi íaðirinn flýði reiðiköst hennar og reikninga lanardrotna sinna, tn Frakklands. iikKi varð Uann þar langiítur og mun sennilega naia tranuð sjáiismorð ut ai anyggj- um og tjarhagslegum oröugieiK- um. Byron ólst upp í Aberdeen viö mjög vesöl skiiyrði og 1 ótak- OjdjCUuihÍQÍKCLVi&'. Líf og barátta eins stórbrotnasta skáidsnillings Englendinga. markaðri fátækt. Mooir • lians, skapmikil, tilfinningarík og sioli úr liófi, leið sálarkvalir vegna la- tæktarinnar sem þau lifðu í. En hið skoska blóð 1 æðum liennar gerði henni mögulegt að komast aí með þau elleíu sterlingspund, a mánuði, sem var lííeyrir lienn- ar og barnsins. Catherine Gordon bjó yfir blóð- hita og skapæsing ættar sinnar. Auk þess kunni hún ekki að ala upp börn. Hún ætlaði ýmist að kæfa soninn með ástaratlotum eða hún misþyrmdi honum á svívirði- legan hátt, barði hann með hverju því barefli, sem hún náði fyrst í, og kallaöi hann vesælan hund. Mjög snemma vaknaði i drengn- urn andstæðan milli hins gölga ætternis hans og bágindin og ör- birgðin, sem hann átti við að striða. En þegar hann var tíu ára að aldri skeði atvik, sem breytti aðstæðum hans til muna. Einn Byronanna, frændi hans, sem var lávarður að nafnbót, lést og erfði hinu ungi frændi hans titilinn en litlar eignir. Svo að segja í einu vetfangi tilheyrði Byron þeim flokki manna, sem töldust æðstir og valdamestir í öllu Bretaveldi, næstir konunginum. í þá daga var lávarðarstaðan raunveruleg arfgeng forréttindi fárra aðalsmanna, og þá var þeim titli ekki úthlutað til duglegra eða áhrifamikilla stjórnmálamanna, bankastjóra eða íjárglæíramanna, eins og síðar hefir verið gert, og er gert enn í dag. En nú var djúp- ið á rnilli lífsstöðu og efnahags Byrons orðið meira en nokkuru sinni áður, því að frændi hans, liinn látni lávarður, hafði ekki hugsað um neitt, eftir að einka- sonur hans dó, annað en sóa eign- um sínum og lausafé, að undan- teknu ættaróðalinu einu, sem fylgdi titlinum í arf til hins unga Byrons. Efni voru ekki fyrir hendi, að halda hirð og stofna til glæsilegra veisla, sem honum þó bar siðferðisleg skylda til sam- kvæmt gömlum venjum. Að því leyti varð þessi virðing Byrons til góðs, að hann hlaut miklu Iretri mentun, en annars hefði staðið honum til boða. Hann var settur til náms á hinn alþekta Harrow- skóla. Það var siður en svo, að staða hans í mannfélaginu gæfi honum nokkur forréttindi eða hlunnindi fram yíir aðra nemendur á skól- anum. Mildu fremur var hann úti- lokaður frá Jeikjum og iþróttaiðk- unum. skólabræðra sinna, vegna þeirra líkamlegu lömunar í öðrum fæti, sem hann hafði gengið með frá fæðingu. Þegar aðrir nernend- ur skólans hlupu um og léku sér á grasflötunum fyrir utan skóla- bygginguna, sást Byron haltrast upp hólinn, sem kirkjan stoö a, með bók undir hendinni. Þar sett- ist hann á grafreit óþektrar per- sónu og braut heilann um eriða- synd, eilífa útskúfun og dómsdag. Hann las óvenju mikið og myncl- aði sér sínar eigin skoðanir um heiminn, um menn og málefni. Hann dáði Napóleon, son bylting- arinnar. Það var maður að hans skapi, óttalaus og óttalegur, hetja sem stóð sem klettur úr hafinu, og stöðugt í leit að hættum og stórbrotnum æfintýrum. Byron var einn — aleinn, sem hélt uppi vörn íyrir byltingasoninn franska. Á unga aldri varð Byron að teiga bikar forsmáðrar ástar og teiga þann bikar til betns, þar sem hm heittelskaða Mary Clia- worth tók lítilfjörlegan dansara fram yfir hann. Hvað hjálpaði appollönsk andlitsfegurð honum, þegar líkaminn var lamaður og annar fóturinn styttri en hinn. — Hann gat ekki sigrað konur með dansi og heltin gerði hann auman og hlægilegan í augum fagurra kvenna. Eftir að hann kom á Cambridge-háskólann, tók hann að leggja stund á þær íþróttir, sem heltin hamlaði honum ekki að iðka. Þannig náði hann á tiltölu- lega skammri stund frábærri leikni í sundi, skylmingum og hnefaleikum, auk þess sem hann var reiðmaður og tamningamaður með ágætum og fékk aldrei nógu vilta hesta til reiðar. Vegna íþróttaiðkana sinna, var hann fleiri stundir hjá íþrótta- kennara sínum heldur en öllum jírófessorum háskólans til samans. Hann stundaði námið mjög ó- reglulega, nenra helst sögu, sem hann hafði mikið yndi af og hafði lesið með ástundun írá því að hann var barn. Hann orkti kvæði og fanst liann vera ógæfunnar barn. Æfiferih hans lá eftir braut sérvisku og einstæðis. llin and- stæðuríka og óheillavænlega blóð- blöndun Gordon- og Byron-ætt- anna byrjaði að gerja í sálarlífi hans. Hið taumlausa uppeldi og ó- takmörkuð sjálfræðisþrá hans sjálfs, mörkuðu það djúp spor í hið innra sem ytra lif hans, að honum var ekki unt að semja sig að siðunt og venjum aðalsins enska. Þegar Byron var oröinn mynd- ugur. settist hann á bekk stiórn- arandstæðinganna i lávarðadeild enska þingsins. Ólga sálarlífsins heimtaði hann í andstöðu við um- hverfið og alt ríkjandi skipulag. Enska þo(kan og liin kalda sí- reiknandi lyndiseinkunn Englend- ingsins ætluðu að lcæfa hann. Hon- um fanst hann ekki geta dregið andann í þessu umhverfi, og hann réðist gegn stjórnmálum þeirra, siðferði og ríkjandi lntgs- unarhætti, með svo knýjandi eldi og sannfæringaraíli, að Fnglend- ingum stóð stuggur af. Líf og framkoma Byrons minti meir á Suðurlandabúa, æstan og blóðheitan, er ann sól og sumri, fegurð og hugsjónafrelsi. Dvöl hans hjá móður sinni, skapæstri og hleypidómafuhri, varð honunt óbærileg. Alt varð þetta til þess, að hann yfirgaf heimaland sitt, reytti saman nokkur hundruð sterlingspund og lagði ásamt fé- laga sínum, Hobhause, út í heim- inn til að kynnast nýju fólki, nýj- um straumum og nýjum hugsjón- um, er lifðu og bærðust utan endi- marka eylandsins enslca. II. Frægð og hrap. Byron lagði út í heiminn til að njóta sólar og suðrænni landa, en framar öðru þó til að njóta frels- isins og dásemda þess. En hvar sem Byron ferðaðist meðfram ströndum hins langþráða Mið- jarðarhafs, varð hann hvarvetna var við sömu ágallana og í heima- landinu og jafnvel helst þá, er hann bjóst sist við, en það voru hlekkir þræklóms og andlegrar þröngsýni, örbirgð og úlfúð manna á milli. Þessi áhrif urðu enn dýpri vegna íegurðar land- lagsins og ljómans, sem stafaði af sögu þessara iornu og glæsi- legu þjóða. Þegar Byron varð hugsað til pýramídanna i Egipta- landi, listaverkanna í Aþenuborg, herkonunganna í Róm og lieims- veldis Spánar, þá íanst honum að öll fegurð og öll stærð væri ekki til annars i þessari tilveru en íalla fyrir öflum eyðileggingar og glöt- unar. En þessi djúpu áhrif og andstæðurnar milli srnæðar sam- tíðarinnar og stærðar íortiðarinn- ar, kölluðu fram í huga hans löng- un til að yrkja. Þetta yrkisefni liggur til grundvallar hinum þung- lyndislegu söngvum „Haralds riddara.“ Þegar Byron lagði heimleiðis frá Áþenu vorið 1811, þá var það meðfram vegna fjárskorts, en framar öðru þó þörf til þess að gefa lífi sinu ákveðið innihald og ákveðinn tilgang. Umbrot sálar- lifsins lieimtuðu útrás, tilfinning- arnar heimtuðu svölun í andlegum fæðingarþrautum. —- Hann fann þörfina hjá sér að slcapa eitthvað nýstárlegt, glæsilegt, voldugt. — Veðreiðar og veiðiferðir hins venjulega sveitaaðals voru honum ekki hugþekkar lengur. Hann fann lijá sér köllun til nýsköpun- ar, óvenjulegra æfintýra og stór- ræða. En því lengur sem leið á

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.