Vísir - 24.12.1939, Side 42

Vísir - 24.12.1939, Side 42
36 VÍSIR Gamalt máhcrk af Byron lávarði, þar scm hann situr í skáldlccjum hugleiðingum hjá unnustu sinni. ferSina og því nær sem dró ætt- landinu í vestri, því vafasamari fanst honum þessi ákvöröun sín, og glæsileiki framtíöardraumanna fölnaöi fyrir þunglyndislegum vonleysisórum. Heimkoma Byrons á óöaliö sitt, Newstead Abbey, var ekki ánægju- legri en þaö, að viö dyrnar frétti hann andlát móöur sinnar, sem þá var nýdáin úr hjartaslagi. 1 þess- ari stemningu skrifaöi hann hina skáldlegu feröasögu „Harold ridd- ara.“ Byron lýsir sjálfur áhrifunum, sem feröasaga hans haföi á bresku þjóðina með þessari einu setningu : „Eg vaknaði einn morguninn viö þaö, að eg var orðinn frægur.'* — Hrifningin, sem greip fjöldann viö lestur þessarar bókar, var i einu orði sagt, ótakmörkuð. Þaö rigndi heimboöum yfir hinn unga glæsilega lávarð, aðalsmenn og auðkýfihgar keptust um hylli hans, fegurstu og ríkustu konur Englands umkringdu hann í lotn- ingarfullri aðdáun og tilbeiðslu. Þær hefðu verið fúsar tíl að gefa alt sitt líf fyrir eitt blossandi augnatillit eða hýlegt bros frá hin- um unga ókrýnda skáldjöfri. Krónprinsinn breski leitaði vin- áttu Byrons og í höll stystur hans var Byron daglegur gestur, likast því sem hann ætti þar heima. Oft og einatt varö honum hugsað til þess, að hann verðskuldaði ekki alla þessa hylli og þessa aðdáun fyrir hinar tiltölulegu fáu hend- ingar, er hann hafði varpað fram á tilfinningaríkum og ofsakendt- um augnablikum. En hin þung- lyndislega tilfinningaglóð í „Har- old riddara" blönduð austur- lensku litaskrúði, veraldarfyrir- iitningu og sundurtættu ástríðu- lífi, féll í góðan jaröveg þess tíma, sem Byron lifði á. Fólkið var orðið langþreytt af styrjöldum og kreppum og var næmt og mót- tækilegt fyrir viltri rómantík og óveruleikakendum draumórum. Byron hélt áfram að yrkja í á- þekkum anda og hélt áfram að leika á tilfinningastrengi fólksins, en þáði frægð og lýðhylli fyrir. í þessu var þó ekki nema augna- bliksfróun. Félagslíf hástéttarinn- ar með glysi og dýrum veislum, smjaðri, hræsni og slúðursögum, var ekki að skapi Byroas til lengd- ar. Smám saman fann hann einskis- nýti og tilgangsleysi þessa lífs, og hinn ófjötraði uppreistarandi náði yfirhöndinni eftir liaröa og þján- ingarfulla sálarbaráttu. — Byron langaði aftur austur á grísku eyj- arnar i fagurbláu Miðjarðarhaf- inu og hann þráði ekkert heitara en hið frumstæða en óbundna og eðlilega líf eyjaskeggjanna þar. Byron langaði mest til að flýja með hálfsystur sinni, er þá var gift í Englandi, suður ti! Miðjarð- arhafsins og dvelja þar i sól og sumri, frjáls og viltur. Systirin var eina manneskjan, sem Byron bast vináttuböndum og þó var fjarri því, að hún skildi hann til hlítar. En hver var það, sem fékk skilið Byron til hlítar? Hver fékk skilið öll hans andlegu umbrot og eldlegu byltingarþrá? Fyrstu sumarmánuðina, er hann dvaldi með systur sinni í auð- mannahverfum Lundúnaborgar fékk hann svo djúpa ást til henn- ar, að hún markaði djúpt og ör- lagaríkt sár í sálarlífi hans. Þeg- ar systirin hvarf aftur til eigin- manns sins, sat Byron eftir í London, einmana og bugaöur af sorg. Til að draga úr einstæðingsskap sinum og með þeim tilgangi fyrir augum, að græða sárið, sem hin óendanlega djúpa ást til systur- innar hafði skilið eftir, kvæntist hann auðugri stúlku, en stúlku, sem hann elskaði ekki. En guðirnir hegndu honum á grimmilegan hátt fyrir þetta til- tæki. Stúlkan, setn hann gekst áð eiga, færði honum, þótt auðug væri, ekki stærri heimanmund en ]tað, að hann fékk með naumind- um borgað skuldir sínar með hon- um. En svo var annað miklu verra, og það var sjálfstraust þessarar stúlku, að hún ætlaði sér að venja mann sinn af hinum rómantísku draumórum og ljóðagerðinni, sem henni fanst vitleysa ein. Slíkt andlegt fangelsi þolir eng- inn brjótandi, og síst af sinni eig- inkonu. Þessvegna varö hjóna- bandið Byron að þrotlausri kvöl, hann varð geðstyggur og lét það bitna miskunnarlaust á konunni. Iiún skelfdist hin tryllingskendu köst, sem gripu hann öðru hvoru, hún flýði til foreldra sinna, heimt- aði hjónaskilnað og orsakaði jafn- framt svo stórkostlegt hneyksli, aö gjörvöll breska þjóðin fylgdist með því af athygli og myndaði sér sínar eigin skoðanir á málunum. Þessar skoðanir urðu ekki Byron í vil. Hann, sem fyrir örfáum mánuðum var hyltur, dáður, til- lieðinn, var ekki hamingjunnar prins framar. Svívirðingarnar, slúðursögurnar og fyrirlitningin, sem yfir hann dundi, var án nokk- urra takmarka. Öll framtíðarvon var komin í rústir, alt snerist gegn honum, sem áður skreið fyrir hon“ um í dýrslegri auðmýkt, og allur tilveruréttur hans virtist glataður. Iiallirnar, er áður stóðu honum opnar sem hinum besta aufúsu- gesti, lokuðust fyrir honum, kunn- ingjarnir skömmuðust sín fyrir að hafa þekt hann og forðuðust að mæta honum á götu, og einustu heimsóknirnar, sem hann fékk, voru heimsóknir málafærslumanna og skuldheimtumanna. Húsgögn- in hans og bókasafnið var tekið lögtaki og selt. Þetta var hrap til glötunarinn- ar — það var Waterloo Byron’s lávarðar. En þá var það, sem Byron lét ekki bugast. Hann brynjaðist gegn umhverfinu og bauð því byrgin sem aldrei áður. Þótt hann ætti ekkert til nema skuldir — og snild — þá fann hann sig sterk- ari en áður, og einmitt fyrir það, að hann var glötuð sál i augum umhverfisins og hafði engu aðl tapa. Það var aðeins eitt, sem Byron óttaðist, og það var, ef ske kynni, að hin heittelskaða systir hajns yrði dregin inn í umræðurnar og ef hneykslisögur mynduðust um diana. Eina ráðið til að bjarga henni, var að hverfa sjálfur á brott og það sem skjótast. Hann talaði um skeljadóm, samdi hið heimsfræga „Vertu sæll, þótt þú komir aldrei aftur“ og lagði af stað burt i fjarlægð — í útlegð, sem hann kom aldrei úr aftur. III. Út í dauðann fyrir frelsið. Úr rústum mannlegrar og skáld- legrar fortíðar, reis Byron sem nýr maður, gjörbreyttur i hugs- un, þróttmeiri, heitari og hug- sjónarikari en áður. Það var risið upp nýtt andlegt ofurmenni meðal ensku þjóðarinnar — einn stærsti skáldjöfur, sem Englendingar hafa nokkuru sinni átt. Hver gat þekt hinn sjálísánægjufulla heimsborg- ara í hinum faustiska Byron, er nú samdi hvert snildarverkið öðru betra, eins og „Manfred", „Kain“, „Himinn og jörð“, sem eru djúp- hugsaðar heimsádeilur og uppgjör skáldsins við heim og eilífð, menn og guði. Útlaginn kaus sér Feneyjar fyr- ir dvalarstað. í höllinni, sem hann bjó í, reyndi hann að gleyma þján- ingum andans í faðmlögum við konur, við veisluhöld, víndrykkju og dansleiki. En hinar óbærilegu sálarkvalir létu hann aldrei hafa frið, þrátt fyrir hið hóflausa svall, sem hann reyndi að glata sér í. — „Hversvegna sköpuðu guðirnir mann eins og mig?“ spurði Byron sjálfan sig í þungum Jiönkum. En þá gátu fékk hann aldrei leyst. I Feneyjum kyntist Byron lá- varður ungri ítalskri greifynju. Hún hét Ciuccioli og varö svo hrif- in af glæsileik lávarðsins enska, skáldskap hans, ástríðum og elcli, að hún yfirgaf mann sinn til að geta gefið sig Byron á vald. Þau íluttu til Ravenna, og þar tókst hin unga greifynja sama hlutverk á hendur og kona Byrons hafði- einu sinni ætlaö aö gera, en ekki tekist, það, að umskapa Byron til annars og heilbrigöara lífs en hann hafði áður lifað. Þetta hefði vafa- laust verið jafn örðugt og áöur, því frelsisþráin var sú sama, ef at_ vikin hefðu ekki komið greifynj- unni ungu til hjálpar. Það gerðu þau í ímynd eins frænda hennar, greifans Gamba, sem átti drjúgan þátt í að undirbúa leynileg frels- issamtök um gjörvalla ítalíu, gegn oki og yfirráðum Austurrík- ismanna. Þessi frelsishreyfing var að skapi Byrons. Þetta var eitthvað annað og meira en innantóm orð, þetta var verkefni, voldugt og knýjandi og í fullu samræmi við frelsisboðun hans. Þessi leynisam- tök gegn austurrísku oki voru kölluð „cax-bonari-hreyfingin“ og stefndi að því marki, að æsa tii vopnaðrar uppreistar urn endilangt landið gegn Austurríkismönnum, og stofna sjálfstætt ítalskt ríki. Byron bai-ðist með lífi og sál fyrir hreyfingunni og útbreiðslu hennar. Fjárhagur lxans var um þessar mundir í allgóðu horfi, vegna arfs, sem honum hafði á- skotnast, og hamx var ekki sink- ur á fé til styi'ktar málefninu. — Höllin í Ravenna, sem hann og greifynjan hans bjuggu i, var að- alsamkomustaður uppreisna,r- manna. Þar var og vopnabúrið þeirra. En vegna uppljóstrana og jafnframt vegna yfirburða austur- ríska hersins fór uppreisnin og leynisamtökin öll út urn þúfur. Ennþá stóð Byron frammi fyr- ir veigamikilli spurningu síns eig- in lífs. Átti hann að eyða fleiri aðgerðarlausum árum við hlið ást- vinu sinnar og fylla dagbækur og tinxarit með vanmátta umbrotum reiði sinnar og vandlætingar ? Átti bann að eyða æfi sinni í að bæta stöðugt við fleiri og fleiri ljóðlín- um í hið ófullgerða listaverk sitt, „Don Juan“, þar sem hann dreg- ur Evrópu sinnar tíðar, stjórnmál, hernað, einræði, herforingja, stjórnmálamenn, viðskiftalíf, bók- mentir og siðgæði hennar frarn fyrir dónxstól sinn og dærnir það af óvæginni snild. Hvert senx lxann lxorfir, sér hann ekkert nema fjöti'a og kúgun. Napoleon mikli var sigraður í nafni frelsis- og friðai-vilja. En hvað kom í stað- inn? Hver urðu áhrifin af þeirn sigri? önnur kúgun, ennþá verri. Það var alt og sumt. Það var hvergi frelsi, og ef einhver bærði á sér í þá átt, þá var það óðara bælt niður með hervaldi og hót- unum. Hvað lijálpaði ljóðagerð og skáldskapur ?

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.