Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 18
16 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Húsbréf: Mikil útgáfa varð á húsbréfum árið 1994 og verðmæti útistandandi bréfa jókst um
15,6 milljarða króna. Avöxtun húsbréfa sýndi meiri sveiflur en fram kom í ávöxtun
spariskírteina.
Utlán og innlán: Utlán lánakerfisins jukust um 3,8% frá lokum árs 1993 til jafnlengdar 1994.
Innlán í innlánsstofnunum jukust einungis um 1,9% milli loka áranna 1993 og 1994 sem
samsvarar verðlagsbreytingum.
Mynd 2 Raunávöxtunarkrafa sparískírteina og húsbréfa á Verðbréfaþingi Islands og meðalvextir af
vísitölubundnum útlánum bankanna. Heimild Þjóðhagsstofhun.
Sparnaður: Fyrir liggja bráðabirgðatölur um peningalegan sparnað árið 1994. Samkvæmt
þeim er áætlað að peningalegur sparnaður í heild hafi aukist um 36,9 milljarða króna, sem er
8,5% af landsframleiðslu. Þetta er mikil aukning frá árinu áður en þá nam nýr peningalegur
sparnaður 19,5 milljörðum króna, eða 4,7% af landsframleiðslu.
2.7 Vinnumarkaðurinn
Skráð atvinnuleysi var að meðaltali 4,7% af áætluðum mannafla á árinu 1994. Það samsvarar
því að um 6.200 manns hafi verið án vinnu að jafnaði allt árið. Þetta er 2% meira atvinnuleysi
en það var árið 1993 en nokkru minna en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Atvinnuleysi virðist
hafa náð hámarki um áramótin 1993 og 1994, en heldur dró úr því á seinni hluta ársins 1994.
Aukið atvinnuleysi síðustu ár hefur bitnað á konum fremur en körlum. Alls voru 6,1%
kvenna án vinnu að meðaltali í fyrra. A sama tíma var atvinnuleysi meðal karla 3,7%.
Undanfarin ár hefur atvinnuleysi verið hlutfallslega meira á landsbyggðinni en á höfuðborg-
arsvæðinu, en þó misjafnt eftir kjördæmum. Á árinu 1994 var hlutfallslegt atvinnuleysi það
sama á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, um 4,7%. Hlutfallslegt atvinnuleysi var
lægst á Vestfjörðum eða 2,2% en hæst á Norðurlandi vestra, 6,3%. í öðrum kjördæmum var
atvinnuleysið á milli 4,5% og 4,9%.
Áætlað er að störfum hafi fjölgað um tæp 1.900 ársverk árið 1994, eða um 1,5% frá árinu
áður. Þetta er mesta fjölgun starfa frá árinu 1987. Almennur bati í efnahagslífinu skýrir að
mestu þessa þróun. Að auki er áætlað að fleiri átaksverkefni hafi leitt til fjölgunar ársverka um
300 og skilað tæpum 1.000 ársverkum í heildina á árinu 1994. Sérstakt framlag ríkissjóðs til
atvinnuskapandi aðgerða lækkaði hins vegar úr 2,4 milljörðum króna 1993 í 1,5 milljarð 1994.
Áætlað er að vinnuframboð hafi aukist um 1,9% milli áranna 1993 og 1994. Atvinnuþátttaka
jókst um 0,6% af mannfjölda á vinnualdri og var 77,2% að meðaltali á árinu 1994.