Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 34
32 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
athugunar og hefur mat á umhverfisáhrifum þeirra verið í fyrirrúmi. Gert er ráð fyrir að árnar
verði fluttar um göng úr farvegum sínum yfir í Fljótsdal og Löginn til sjávar. I öllum saman-
burðaráætlunum hefur verið miðað við að Jökulsá á Brú yrði stífluð við syðri Kárahnjúk með
allt að 1500 GL miðlunarlóni, Hálsalóni. Er miðlun þar raunar forsendan fyrir hagkvæmri
virkjun árinnar. Rannsóknir og áætlanir hafa einkum beinst að tveimur meginleiðum til
virkjunar þaðan. Annars vegar virkjun beint til Fljótsdals með einni virkjun, svokölluð
Kárahnjúkavirkjun (545 MW) og hins vegar virkjun í tveimur áföngum með virkjun fyrst til
Efra Jökuldals, Hafrahvammavirkjun (250 MW) og síðan til Fljótsdals, Brúarvirkjun (290 MW).
Á síðustu árum hefur komið í ljós að virkjun Jökulsár á Fjöllum í eigin farvegi er ekki raun-
hæfur kostur út frá jarðtæknilegum aðstæðum og öryggissjónarmiðum, m.a. vegna þess að
sprungukerfi austan Kröflu eru enn mjög virk. Önnur ástæða er sú að virkjanir í eigin farvegi
eru mun dýrari en að veita ánni til Fljótsdals og valda meiri umhverfisspjöllum. Veita og
virkjun Jökulsár á Fjöllum hefur á síðustu þrem árum þess vegna nær eingöngu beinst að
miðlun í Arnardal en þar eru góðir möguleikar á stóru miðlunarlóni og tiltölulega auðvelt að
veita Jökulsá á Fjöllum og Kreppu inn í lónið. Virkjun Jökulsár á Fjöllum til Fljótsdals frá
Arnardal yrði í tveimur áföngum, hinn fyrri yrði í tveimur þrepum eða áföngum, hinn fyrri
yrði Arnardalsvirkjun (210 MW) þar sem fallið frá Arnardalslóni til Efra Jökuldals yrði nýtt
og þaðan ásamt Jökulsá á Brú til Fljótsdals með Brúarvirkjun (385 MW).
Gróður sem samsvarar 42 km2 algróins lands mundi fara undir vatn ef árnar yrðu virkjaðar
eins og að ofan er lýst eða álíka mikill gróður og fór undir vatn vegna Blönduvirkjunar en
orkugeta þessara virkjana er tólfföld orkugeta Blönduvirkjunar.
6.7 Markaðsskrifstofa lönaðarráðuneytis og Landsvirkjunar, MÍL
6.7.1 Framvinda 1994 og 1995
Batnandi efnahagur í iðnríkjum beggja megin Atlantsála leiddi til þess að vart var aukins
áhuga á möguleikum sem bjóðast á íslandi til þess að reisa orkufrekan iðnað. Verð á áli á
heimsmörkuðum hækkaði verulega er leið á árið 1994 og voru hafnar viðræður að nýju við
Atlantsáls-hópinn og jafnframt við ÍSAL um mögulega stækkun álversins í Straumsvík. Þýska
álfyrirtækið VAW sýndi því áhuga að eitt af álverum fyrirtækisins í Þýskalandi, sem hætti
framleiðslu 1993, yrði flutt til íslands og endurreist hér. Lokið var við gerð frumhagkvæmni-
áætlana um kísilmálmvinnslu. MIL ásamt Áburðarverksmiðjunni hf. gerði samkomulag við
tvö bandarísk fyrirtæki um gerð frumhagkvæmniáætlunar unt sinkiðnað við Grundartanga og
í Gufunesi. Bandarískt fyrirtæki sem áður hafði skoðað möguleika á að reisa slípiefna-
verksmiðju við Grundartanga endurskoðaði fyrri áætlanir og kannaði m.a. möguleika á því að
kaupa eignir fyrrum stálbræðslunnar í Hafnarfirði með það fyrir augum að reisa þar slípiefna-
verksmiðju með minni atköstum en fyrr hafði verið áformað. Gerð var markaðskönnun á magn-
esíummálmi vegna hugsanlegrar magnesíumverksmiðju. Erlendir aðilar sýndu áhuga á að
reisa á íslandi verksmiðju til framleiðslu á ferrókrómi og natríumklórati. Haldið var áfram
veðurathugunum á Reyðarfírði í samvinnu við Veðurstofu íslands og gerðir loftmengunar-
útreikningar fyrir álver í Eyjafirði. Unnið var áfram að sæstrengsmálinu í samvinnu við
Landsvirkjun og iðnaðarráðuneytið og MIL átti aðild að stofnun fyrirtækisins Iceland
Chemicals. Markaðs- og kynningarátaki í Bandaríkjunum og Þýskalandi sem hófst 1993 var
haldið áfram.
6.7.2 Stækkun álvers í Straumsvík
I ársbyrjun 1995 varð að samkomulagi milli MIL og Alusuisse-Lonza að vinna sameiginlega
að tæknilegri samanburðarathugun á því að stækka ISAL um 60.000 árstonn. Skoðaðir voru