Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 19
Tækniannáll 17
2.8 Verðlag, tekjur og kaupmáttur
Innlendar vörur hafa hækkað mun minna en erlendar vörur þegar litið er á verðlagsþróun til
nokkurs tíma. Vísitala neysluverðs var að meðaltali 1,5% hærri árið 1994 en á árinu áður
Vísitala byggingarkostnaðar sýnir sem vænta má nokkru meiri hækkun en framfærsluvísi-
talan og mælist hækkun hennar 2,5% milli ársmeðaltala. Lánskjaravrsitala er samsett vísitala
og bera vísitölur framfærslu, byggingar og launa þar jafnt vægi. Meðalhækkun lánskjara-
vísitölu frá 1993 til 1994 var 1,8%.
Launavísitölu Hagstofu íslands er ætlað að sýna breytingu dagvinnulauna launþega, þó ekki
sjómanna. Meðalhækkun hennar frá 1993 til 1994 var 1,2%. Kaupmáttur 1994 var 3,7% lakari
en hann var árið 1990.
Þegar litið er til heimilanna í heild kemur í ljós að atvinnuþróun hefur afgerandi áhrif á
ráðstöfunartekjur, en af henni ráðast meðal annars heildarlaunatekjur.
Að öllu samanlögðu fæst að ráðstöfunartekjur á mann hafi aukist um 2% og að kaupmáttur
þeirra hafi vaxið um 0,5%.
90
Mynd 3 Verðbólga ú íslandi og OECD. Hlutfallsleg breyting milli úra. Heimild Þjóðhagsstofnun.
2.9 Þjóðarútgjöld
Bráðabirgðatölur um neyslu- og fjárfestingarútgjöld 1994 liggja nú fyrir. Tölurnar sýna vax-
andi umsvif, einkum á síðari hluta ársins, sem meðal annars kemur fram í auknum innflutn-
ingi vöru og þjónustu. í heild jukust þjóðarútgjöld um 0,9%, samanborið við 3,2% aukningu
þjóðarframleiðslu. Þessi munur á vexti framleiðslu og útgjalda kemur frarn sem aukinn afgang-
ur á viðskiptajöfnuði.
Einkaneysla: Einkaneyslan jókst á árinu 1994 í fyrsta skipti frá því 1991. Samkvæmt
bráðabirgðatölum nam aukningin 1,7%. Til samanburðar dróst einkaneyslan saman um 4,5%
hvort árið 1992 og 1993. Þessi umskipti skýrast fyrst og fremst af bata í efnahagslífinu sem
leitt hefur af sér aukningu kaupmáttar ráðstöfunartekna.
Aukning einkaneysluútgjaldanna kemur fram á flestum sviðum. Mest aukning varð á
útgjöldum vegna fatnaðar, húsgagna og húsbúnaðar, auk kaupa á vörum og þjónustu af ýmsu
tagi. Aðrir útgjaldaliðir jukust minna, eða drógust sarnan.