Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 40
38 Árbók VFÍ/TFÍ 1994/95
Dýpi við viðlegukantinn er 10 metrar á stórstraumsfjöru. Þá var unnið að endurbyggingu grjót-
garðs í Njarðvík. Heildarkostnaður við nýframkvæmdir nam 108 milljónum, þar af um 102
milljónir vegna framkvæmdanna í Helguvík.
7.3 Flugmál
7.3.1 Mannvirkjagerð á veguni Flugmálast jórnar
Sumarið 1994 var hafist handa um að leggja slitlag á flugbrautirnar á Húsavík og Siglufirði í
samræmi við flugmálaáætlun, sem samþykkt hafði verið á Alþingi í maí sama ár. Þá var
ákveðið að flýta lagningu slitlags á nýju flugbrautina við Þórshöfn á Langanesi, þar sem ljóst
var að þessi framkvæmd væri mjög hagkvæm vegna hagstæðra samninga við verktaka og
efnissala.
Auk þessara klæðningarverkefna var unnið að efnisframleiðslu fyrir væntanlegar slitlags-
framkvæmdir á flugvöllunum í Patreksfirði og Bíldudal. Þá var í árslok 1994 hafist handa um
lengingu flugbrautarinnar í Hornafirði, en því verki hefur verið fram haldið á árinu 1995.
Þegar því verki verður lokið verður flugbrautin í Hornafirði orðin 1500 metrar að lengd, sem
er nægilegt til að fullhlaðin Fokker F50 geti athafnað sig á þessum flugvelli.
Auk þessara flugbrautarframkvæmda hefur verið haldið áfram byggingu nýju álmu
flugstöðvarinnar á Akureyri. Annar áfangi þessa verks var boðinn út í árslok 1994 og var
honum lokið haustið 1995. Vinna við síðasta áfangann mun hefjast fyrir lok ársins 1995. Er
gert ráð fyrir að nýja álman verði tilbúin til notkunar vorið 1996. Þá mun öll innritun, skrif-
stofur flugrekenda og starfsmannaaðstaða flytjast í þessa nýju byggingu. Jafnframt er
fyrirhugað að gera ýmsar endurbætur á gömlu flugstöðinni.
Haldið var áfram endurbyggingu flugstöðvarinnar á Egilsstöðum. Þannig voru höfð skipti
á inngöngum í bygginguna, enda er nýja flugbrautin vestan við flugstöðina en sú gamla var
austan hennar. Þá voru innritunaraðstaða fyrir farþega og skrifstofur ilugrekenda endurnýj-
aðar. Þessu verki var lokið á útmánuðum 1995. Haustið 1994 var hafist handa unt stækkun
tækjageymslunnar á Isafirði og var því verki lokið sumarið 1995. Jafnframt þessari
framkvæmd var lögð ný vatnsveita til flugvallarins í tengslum við lagningu nýja vegarins fyrir
botn Skutilsfjarðar. Vatnsmál þessa llugvallar hafa lengi verið í ólestri eins og víðar á flugvöll-
um á landsbyggðinni.
Sumarið 1994 hófst skipuleg athugun á ástandi Reykjavíkurflugvallar. Vorið 1995 vargefin
út ítarleg skýrsla um ástand flugvallarins. Síðan hefur verið unnið að tillögugerð um leiðir til
úrbóta, sem nú liggja fyrir. Fyrir liggur að endurbyggja þarf allar flugbrautir og flughlöð og
mun sú framkvæmd kosta á bilinu 1,0 til 1,5 milljarða króna.
7.3.2 Uppbygging tæknibúnaðar og kerfa
Haldið hefur verið áfram þróun fjölmargra tæknikerfa fyrir nýju flugstjórnarmiðstöðina auk
framkvæmda við Ijósabúnað og aðflugskerfi á flugvöllum landsins. Einkum er hér um að ræða
fluggagnavinnslukerfi, ratsjárgagna- og skjákerfi, fjarskiptastjórnkerfi og flugupplýsingakerfi.
Fluggagnakerfi: Fluggagnavinnslukerfið mun vinna úr fiugáætlunum og öðrum gögnum, sem
berast frá flugvélum á flugi, þannig að flugumferðarstjórar hafi ætíð aðgang að nýjustu
upplýsingum um stöðu og fyrirætlanir flugvéla á íslenska flugstjórnarsvæðinu. Þetta kerfi
hefur verið í þróun hjá CAE Ltd. í Kanada um rúmlega sex ára skeið og hefur framkvæmdin
tekið mun lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Hins vegar liggur nú fyrir að kerfið
verður flutt til landsins í ársbyrjun 1996 og sett upp í nýju flugstjórnarmiðstöðinni.
Ratsjárvinnslukerfi: Ratsjárvinnslukerfið tekur á móti, vinnur úr og setur fram myndrænar
upplýsingar um ferla flugvéla frá fimm ratsjám hér á landi og einni ratsjá í Færeyjum. Þetta