Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 41
Tækniannáll 39
kerfi, sem hefur verið þróað á undanförnum átta árum af Kerfisverkfræðistofu Háskólans,
hefur verið tekið í notkun í áföngum í gömlu flugstjórnarmiðstöðinni. Unnið hefur verið að
frekari þróun þessa kerfis og var ný og mjög fullkomin útgáfa þess tekin í notkun vorið 1995.
Við það tækifæri var eldri ratsjárbúnaður tekinn úr notkun, þannig að núverandi rat-
sjárvinnslu- og skjákerfi hefur að öllu leyti verið þróað hér á landi.
Fjarskiptastjórnkerfi: Fjarskiptastjórnkerfið stjórnar aðgangi að öllum fjarskiptarásum við
flugvélar á flugi og stöðvar á jörðu niðri. Kerfið, sem er í lokaprófunum hjá INTELECT lnc.
í Bandaríkjunum, er al' nýrri kynslóð fjarskiptastjórnkerfa, þar sem örtölvutækni er beitt til
hins ýtrasta. Kerfið verður athent í byrjun næsta árs og verður tekið í notkun skömmu síðar.
Flugupplýsingakerfið veitir flugumferðarstjórum greiðan aðgang að ýmsum gögnum, sem
geta verið á textaformi eða í myndrænu formi. Þetta kerfi, sem hefur verið þróað hérlendis af
Fjarhönnun hf., er nú tilbúið til notkunar.
Lagna- og hússtjórnarkerfi: Eins og við má búast í tæknivæddu umhverft er lagnakerfi
flugstjórnarmiðstöðvarinnar margþætt. Auk hefðbundinna lagna fyrir rafmagn, vatnskerfi og
loftræstingu eru tölvulagnir vegna ofangreindra kerfa afar flóknar. Þessi lagnakerfi ásamt
hússtjórnarkerfi byggingarinnar hlutu á árinu sérstaka viðurkenningu Lagnafélags Islands.
Staðsetningarkerfi: Auk ofangreindra verkefna er unnið að því að innleiða notkun GPS
staðsetningarkerfisins í flugleiðsögu hér á landi. Sérstökum GPS landmælingum var lokið á
síðastliðnu sumri og unnið er að því að hanna GPS aðflug að flugvöllum landsins. Jafnframt
er unnið að gagnasöfnun og ýmis konar prófunum, sem nauðsynlegar eru til að meta nákvæmni
og áreiðanleika þessa kerfis. Þá eru í undirbúningi samvinnuverkefni við bandarísku flug-
málastjórnina á þessu sviði.
7.4 Fjarskipti
Samskipta og upplýsingatækni hefur þróast mjög ört á síðustu árum. A sama tíma hefur rekstr-
arumhverfið breyst á þann hátt að dregið hefur úr einkaleyfunt og frjálsræði aukið og er útlit
fyrir að sú þróun haldi áfram. Samkeppnin eykst stöðugt og þá ekki eingöngu við innlend
fyrirtæki heldur einnig alþjóðleg fyrirtæki, bæði í póst og fjarskiptaþjónustu. Reyndar stefnir
í að öll arðbær fyrirtæki fái santkeppni frá erlendum aðilunt í náinni framtíð.
Á árinu 1994 var lokið við að tengja CANTAT 3 við Islenska fjarskiptanetið. Þessi nýja
sambandsleið til útlanda myndar alþjóðlega hágæðaupplýsingabraut fyrir komandi tíma og
grundvallar frekar möguleika þjóðarinnar til samskipta og samkeppni á alþjóðlegum markaði.
Lokið er lagningu Ijósleiðara sent tengir stærri bæjarfélög landsins en með honum opnast ný
leið til að flytja upplýsingar og veita allar tegundir fjarskiptaþjónustu. Samtímis hafa verið
byggðar varaleiðir, aðallega með örbylgjum, til að tryggja enn frekara öryggi. Fyrir nokkrum
árum var ráðist í það verkefni að setja upp stafrænar símstöðvar í stað eldri sjálfvirkra stöðva
og er því verki að ljúka. Einnig hafa verið byggð sérstök gagnallutningskerfi og ekki rná gleynta
farsímakerfunum. Öll þessi nýju kerfi eru hagkvæm í rekstri og bjóða upp á margvíslegar
þjónustugreinar. Fyrir skömmu var talað um samruna milli síma- og tölvukerfa en fljótlega
bætist myndin einnig í samrunann og eitt stórt upplýsingakerfi, margmiðlun, fyrir tal, gögn og
sjónvarp fæst.
I anda stefnuskrár póstsins, P-2000, var unnið á árinu 1994 að því að þróa svonefnda
fyrirtækjaþjónustu. Eins og nafnið bendir til er þar um að ræða þjónustu við fyrirtæki og stofn-
anir sem felst í því m.a. að póstur er afhentur og sóttur reglulega. Einnig er því sambandi boðin
ýmis sérþjónusta eins og boðpóstur. I árslok liöfðu 130 fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu gerst
áskrifendur að þessari þjónustu og 65 á Akureyri.
Vel var haldið ál'ram á árinu 1994 með tengingu símnotenda á öllu landinu við stafrænar