Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 95
Markaðsskrifstofa Ifí/LV 93
þremur frá hvorum aðila, til eins árs í senn en iðnaðarráðherra skipar formann stjórnar. Fastir
starfsmenn MIL eru þrír. Verkefni MIL samkvæmt stofnsamningi eru sýnd á mynd 1.
3 Helstu iðjukostir í athugun
Frá því MIL tók til starfa 1988 hafa allmargir iðjukostir komið til athugunar. Má skipta þeim
í 5 flokka eftir umfangi undirbúningsvinnu og árangri sem náðst hefur. I fyrsta lagi eru það
athuganir sem leitt hafa til orkusölusamninga og fjárfestingar eftir umfangsmikið undirbún-
ingsstarf. I öðru lagi eru iðjukostir, þar sem undirbúningsvinnan náði svo langt að heild-
arsamningum, svo sem um skattamál, orkusölu, hafnarafnot, lóðaleigu og starfsleyfi, var
nánast lokið þegar ytri aðstæður breyttust og þar með forsendur til framhaldsaðgerða. I þriðja
lagi er um að ræða iðjukosti þar sem lokið var við frumhagkvæmniathugun í samvinnu við
væntanlega fjárfesta og málin nú annaðhvort í góðum farvegi, biðstöðu eða hætt var við
framhaldsaðgerðir. I fjórða lagi eru iðjukostir sem skoðaðir hafa verið með hugsanlegum
erlendum og innlendum áhugaaðilum án þess að komið hafi til alvarlegrar frumhagkvæmni-
athugunar eða annarra kostnaðarsamra aðgerða. Til fimmta flokks teljast síðan iðjukostir sem
enn eru tæplega meira en á hugmyndastigi. A mynd 2 er yfirlit yfir þá kosti sem lengst hafa
komist áleiðis í hverjum flokki á undanfömum árum.
Orkufrekur málmiðnaður hefur gengið í gegnum miklar þrengingar á undanförnum 5 árum,
m.a. vegna efnahagslægðar sem hófst upp úr 1990 og mikils útflutnings á ódýrum málmum
frá Rússlandi og öðrum fyrrverandi kommúnistaríkjum. Hér á landi leiddi þetta m.a. til þess
að ákvörðun Atlantsáls-aðilanna um álver á Keilisnesi var frestað. Hotfur eru nú smám saman
batnandi með vaxandi eftirspurn, sem kalla mun á aukna fjárfestingu á næstu árum. Skilyrði
til uppbyggingar orkufreks iðnaðar hér á landi hafa jafnframt að mörgu leyti batnað verulega.
Þannig hefur aðild Islands að evrópska efnahagssvæðinu leitt til stöðugs og opnara hagkerfis,
hækkandi orkuverð í heiminum hefur bætt samkeppnishæfni íslenskrar raforku og vart er
jákvæðari afstöðu til fjárfestingar erlendra aðila. Arangur þessarar þróunar hefur skilað sér
m.a. í ákvörðun um stækkun álversins í Straumsvík og áætlunum um stækkun járnblendi-
verksmiðjunnar á Grundartanga.
Flokkur Iðjukostur Framleiðslugeta tonn/ári Orkunotkun Raforka Rafafl Gufa GWh/ári MW millj. tonn/ári
1. Stækkun álvers ÍSAL 62.000 950 110 -
2. Álver á Keilisnesi 210.000 3.060 350 -
3. Álver á Grundartanga 60.000 910 105 -
Stækkun járnblendiverksm. 40.000 360 50 -
Kisilmálmur 30.000 400 50 -
Slípiefni 30.000 100 15 -
Sink 125.000 400 60 -
Magnesíum 25.000 500 60 0,30
4. Stál 70.000 50 15 -
Vetni 17.000 830 100 0,45
Natríumklórat 50.000 250 40 0,50
Súrál 1.000.000 250 40 2,50
5. Ýmsir kostir
Mynd 2 Nýjar fjárfestingar og líklegir stóriðjukostir.