Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 146
144 ÁrbókVFÍ/TFÍ 1994/95
HÖNNUN
Verkkaupi: Vegagerðin og Reykjavíkurborg
Aðalhönnuður: Línuhönnun hf., arkitektar: Studio Granda
Umferðarspár: Umferðardeild Borgarverkfræðings, Vegagerðin og Hnit hf.
Umferðartæknileg hönnun: Umferðardeild Borgarverkfræðings, Vinnustofan Þverá,
Vegagerðin og Línuhönnun hf.
Göngustígar: Borgarskipulag, Gatnamálastjóri, Landslagsarkitektar sf. og Línuhönnun hf.
Mat á umhverfisáhrifum: Línuhönnun hf., Gatnamálastjóri og Vegagerðin
Ráðgjöf varðandi hljóðmengun: Rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins og Línuhönnun hf.
Ráðgjöf varðandi loftmengun: Vatnaskil hf.
Landslagsmótun: Landslagsarkitektar sf.
Hönnun umferðarljósastýringar: Vinnustofan Þverá.
Hönnun götulýsingar: Rafmagnsveita Reykjavíkur.
Kynning gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum: Borgarverkfræðingur.
Umferðarstýring á verktíma: Reykjavíkurborg, Vegagerðin, Vinnustofan Þverá, Línuhönnun
hf. og Lögreglan í Reykjavík.
Náið samstarf var haft við Gatnamálastjóra, Hitaveitu Reykjavíkur, Póst og síma, Rafmagns-
veitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Reykjavíkur bæði á hönnunar- og framkvæmdastigi.
FRAMKVÆMD
Bráðabirgðatenging:
Aðalverktakar: Dalverk sf., Háfell hf. og Völur hf..
Eftirlit: Hnit hf.
Mislæg gatnamót:
Aðalverktakar: Álftárós hf., Hlaðbær Colas hf., og JVJ hf.
Byggingarstjórn og mælingar: Fjölhönnun hf.
Eftlrlit: VSÓ
Umferðarstjórnun á framkvæmdatíma:
Lögreglan í Reykjavík og starfsmenn Reyjavíkurborgar og Vegagerðarinnar.
3 Vegahluti gatnamótanna
3.1 Umferðarrýmd og slysahætta
Áður en að framkvæmdinni kom var ástandið á álagstímum á gatnamótunum þannig að þau
önnuðu engan veginn þeirri umferð sem um þau fór sem er unt 60 þús. bílar á sólarhring. Auk
þess voru þau í hópi þeirra gatnamóta þar sem slysatíðni var mest á höfuðborgarsvæðinu. Sem
dænti má nefna að á 5 ára tímabili frá 1988 til 1992 voru 92 óhöpp á gatnamótum
Vesturlandsvegar og Höfðabakka og þar af 10 slys. Stór hluti slysanna var með ntiklum meiðsl-
um og jafnvel dauðaslysum. Gatnamótin voru um árabil fastur liður á svartblettalista
Umferðardeildar Borgarverkfræðings yfir hættulegustu staði í Reykjavík og var talið að með
úrbótum á gatnamótunum gæti orðið allt að helmingsfækkun óhappa og slysa.
3.2 Arðsemi framkvæmdarinnar
Á hönnunarstigi framkvæmdarinnar vann VST skýrslu fyrir Borgarverkfræðinginn í
Reykjavík um arðsemi gatnaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. I arðsemisútreikningum gatna-
framkvæmda er stofn-, viðhalds- og rekstrarkostnaður borinn saman við sparnað í vegalengd-
um, tímasparnað og fækkun slysa. Þær framkvæmdir eru arðbærastar sem fyrstar skila kostn-