Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 27
Tækniannáll 25
5.4 Verðlag á orku
Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 3% 1. janúar 1994. Gjaldskrár stærstu rafveitnanna héld-
ust nokkurn veginn óbreyttar á árinu þegar á heildina er litið, eða jafnvel lækkuðu, en vissar
lagfæringar milli einstakra gjaldskrárliða áttu sér stað.
Verð á heitu vatni til húshitunar hækkaði um 0,6% á árinu 1994 að meðaltali yfir landið.
Markaðsverð á áli hækkaði umtalsvert á árinu úr þeirri lægð sem það hafði verið í, og þar
með einnig orkuverð til álfélagsins, ÍSAL, en það er að hluta tengt álverði. Orkuverðið var
12.5 mUSD/kWh á fyrsta ársfjórðungi 1994 og 14,176 mUSD/kWh á hinum fjórða, eða 0,85
kr./kWh á fyrsta og 0,97 kr./kWh á fjórða ársfjórðungi eftir gengi Bandaríkjadals hinn 31.
desember 1994.
Smásöluverð á olíu lækkaði lítillega á árinu 1994.
5.5 Orkustefna og stjórnvaldsaðgerðir
Viðræður við Atlandsál-hópinn lágu niðri á árinu 1994 en samningsaðilar voru í sambandi
hvor við annan. Undir lok ársins fóru einnig fram vissar könnunarviðræður um stækkun
álversins í Straumsvík og um byggingu zinkverksmiðju á Suðvesturlandi.
6 Stóriöja, ýmis iðnfyrirtæki og iðnaður almennt
6.1 Stóriðja
6.1.1 ísal
Arið 1994 voru framleidd 98.595 tonn af áli í rafgreiningu, sem er um 2.500 tonnum meira en
áætlað hafði verið. Úr þessum málmi voru framleidd tæp 90.000 tonn af börrum til völsunar.
Hvort tveggja var meiri framleiðsla en áður og áætlað er að framleiða 99.000 tonn í raf-
greiningu á árinu 1995.
Engar meiri háttar fjárfestingar voru á árinu. Fyrsti blandofn steypuskálans var stækkaður
úr 25 tonnum í 34 tonn og hann endurbættur með tilliti til hleðslu á fastmálmi og hreinsun.
Umfang kostnaðar við þessa framkvæmd og ýmissa annarra minni endurbóta nam 280
milljónum króna á árinu 1994.
Framleiðni er orðin yfir 200 tonn af áli á ári. Hugað hefur verið að möguleikum að fram-
leiða enn meir, meðal annars nteð stækkun álversins.
Þau stórtíðindi hafa nú gerst að ákveðið hefur verið að stækka álverið í Straumsvík. Nánar
er sagt frá því í kafla um starfsemi Markaðsskrifstofu Iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar,
MÍL.
6.1.2 Islenska járnblendifélagið
Rekstur Járnblendifélagsins gekk vel árið 1994 að því frátöldu að botnfóðring í öðrum ofni
verksmiðjunnar gaf sig og bráðinn málmur flæddi út um töppunarsvæðið. Grafa þurfti út
ofninn og fóðra að nýju frá grunni og tók það verk meira en 2 mánuði. Framleiðslutap af þess-
um sökum varð nálægt 6000 tonnum, en tjón varð ekki að öðru leyti, hvorki á mönnum né
eignum. Þrátt fyrir þetta óhapp losaði ársframleiðslan 66000 tonn og myndi því hafa orðið
nálægt metinu 1989 þegar hún fór yl'ir 72000 tonn. Hagnaður ársins nam liðlega 280
milljónum króna, um 10% af veltu, og jókst um röskar 134 milljónir frá árinu á undan og um
nær 847 milljónir frá 1992, sem var eitt hið versta í sögu félagsins. Hagnaður á árinu 1994 var
þó alllangt frá methagnaðinum árið 1988, sem nam 487 milljónum króna (775 m.kr. umreikn-
að með lánskjaravísitölu).
Markaðsverð á kísiljárni stóð inikið lil í stað á árinu mælt í dollurum en lækkaði verulega
í norskum krónum, en reikningar félagsins eru gerðir bæði í íslenskum og norskum krónum.