Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 100
5-9
Marel hf.
1 Inngangur
Marel hf. var stofnað 17. mars árið 1983. Stofnendur fyrirtækisins voru Samband íslenskra
samvinnufélaga og samstarfsfyrirtæki þess í fiskvinnslu. Kveikjuna að stofnun fyrirtækisins
má rekja til ársins 1977, en þá hófst samstarf nokkurra íslenskra fískvinnslufyrirtækja og
Raunvísindastofnunar Háskóla íslands í þeim tilgangi að kanna hvort nýta mætti örtölvutækni
til þess að bæta nýtingu og auka framleiðni í fiskvinnslu.
í dag er Marel almenningshlutafélag og í árslok 1995 voru
hluthafar 377 talsins. Hlutafé er 110 milljónir króna. Gengi
hlutabréfanna er skráð á Verðbréfaþingi íslands. Fimm stærstu
hluthafarnir í Marel eru: Burðarás hf., Sigurður Egilsson,
Þróunarfélag íslands hf., Lífeyrissjóður verzlunarmanna og
Gísli V. Einarsson.
Marel hf. framleiðir tæki sem byggjast á vigtun og tölvusjón
fyrir matvælaiðnaðinn. Helstu framleiðsluvörurnar eru tölvuvogir, vigtarflokkarar, sjón-
flokkarar, skurðarvélar, flæðilínukerfi og nauðsynlegur viðbótarbúnaður. Undanfarin ár hefur
eftirspurn eftir flokkurum, skurðarvélum og vinnslukerfum farið sívaxandi.
Flestir viðskiptavinir fyrirtækisins eru í fiskiðnaði, en á síðustu árum hefur fyrirtækið verið
að auka sölu í kjöt- og kjúklingaiðnaði. Aðalmarkaðssvæði fyrirtækisins er í Norður-Ameríku,
á Norðurlöndum og í Evrópu, en þó er alltaf mikil sala til ýmissa fjarlægari landa. Marel hf.
hefur selt tæki og búnað til rúmlega 40 landa.
2 Dótturfyrirtæki
Marel hf. á þrjú dótturfyrirtæki: Marel Equipment Inc. í Halifax í Kanada, Marel Seattle Inc.
í Seattle og Marel USA Inc. í Kansas City í Bandaríkjunum.
Marel Equipment var stofnað árið 1985. Þrátt fyrir mótbyr í kanadískum fiskiðnaði undan-
farið skilaði fyrirtækið góðum rekstri á tíunda afmælisári sínu, þeim besta í sögu sinni.
Starfsmenn eru 4, allir Kanadamenn.
Marel Seattle var stofnað 1991. Það er í eigu Marel hf. og Gunnars Jóhannessonar, sem er
framkvæmdastjóri. Starfsmenn eru tveir, báðir íslendingar.
í árslok 1995 var stofnað þriðja dótturfyrirtækið, Marel USA Inc. Er því ætlað að sækja inn
í kjötiðnaðinn og þjónusta Marel tæki í kjöt- og kjúklingaiðnaði. Starfsmenn verða bæði ís-
lenskir og bandarískir.
3 Deildaskipting
Marel skiptist í fjármáladeild, markaðs- og söludeild, vöruþróunardeild, tæknideild og fram-
leiðsludeild. Starfsmenn hjá móðurfyrirtækinu eru um 140, þar af um 50 með háskólagráðu og
trnbzÉ1